Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 108
U m s a g n i r u m b æ k u r 108 TMM 2017 · 3 Ljóðið á sér erindi, hefur hlutverki að gegna í þágu hins lifandi lífs, en að vísu er misjafnt hversu móttækilegir lesend- urnir eru fyrir boðskap þess. Orðin eru einnig viðfangsefni í ljóð- inu Gestaboð, en þau orð sem ljóðmæl- andi vill helst leggja lag sitt við, „sér- lunduð orð, / móleit, veðruð og myrk / eða ljóðstafaglöð af litlu“ verða utan- gátta í þessu „flaumósa, falbjóðandi / hástemmda og háskalega samkvæmi“. Orðið ljóðstafaglaður er nýyrði, og reyndar birtast stuðlar og rím víða á síðum bókarinnar, oft þegar lesandi á þess síst von. Hnitmiðað, blæbrigðaríkt orðaval þessara ljóða, nýyrðin, persónu- gervingarnar, beiting andstæðna innan ljóðanna væri efni í sérstaka umfjöllun. Bókin hefst á ljóðinu Farþegi, nokkuð óljósri líkingu mannlífs „síðan í árdaga“ og flughraðrar lestarferðar „aftur og fram, milli hikandi vonar / og drottna sem þjaka og deyða“. Hér er heldur dökk mynd dregin af ójöfnum leik, en utan við lestargluggann er „unaður heimsins“ í mynd þéttra, gjöfulla skóga sem eru innan seilingar ljóðmælanda og sem hann gerir tilraun til að festa hendur á „núna!“, „í þeirri trú að mannveran sjálfbjarga sé“. Og hann nær að spenna greipar um grein. Orðið sjálfbjarga eins og ég sé það er tvírætt: getur mannveran bjargað lífshamingju sinni, verður mannkyninu bjargað undan ótryggum örlögum? Drottnar sem þjaka og deyða, ógn sem steðjar að náttúru og mannkyni hafa verið Þorsteini áleitið yrkisefni, síð- ast í Skessukötlum sem kom út 2013. Í þessari bók eru þau efni ekki eins í brennidepli heldur þokast fremur í bak- grunninn, en geta orðið áhrifarík eigi að síður. Titill ljóðsins …hvar maður fæðist er sótt í ljóð Sigurðar Breiðfjörð, og þar með veit lesandinn að sú sem ávörpuð er og ber „örkuml eitthvert“ í svip sínum er sjálf móðurjörðin: Þá sé ég hvað er á seyði; kann reyndar yfir það orðin, en hvoru tveggja; lækjarniðnum og ljóði mínu kýs ég að þyrma við þeim núna … Nánar sagt: þessa stund hjá þér sem luktir mig örmum ungan, víðfeðma, grýtta græna, lyngsæla vin. Reyndar bregður hnyttinni háðsádeilu fyrir í ljóðunum Samgöngur og Krukks- spá, en ádeilan felst í því hvernig skáldið setur sig í spor veruleikafirrtra skýrslu- gerðarmanna nútímans og talar með þeirra munni. Ég minnist þess ekki að hafa séð ljóð af þessu tagi hjá Þorsteini áður. Þar kann að gæta áhrifa frá síð- ustu ljóðabókum látins skáldbróður og vinar, Stefáns Harðar Grímssonar, og hið sama gæti átt við ástarljóðið sem á eftir fer og nefnist Þessi orð og þú. Gatan hefur verið margslungið tákn í ljóðum Þorsteins. Í ljóðinu Þessar götur gengur ljóðmælandi götur sem hann þykist þekkja vel „með gjörhygli, varúð“. Þetta eru yfirlætisfullar götur, „margar því líkast / sem þær liggi til glæstra hæða“. Hann skyggnist eftir öðrum götum í leit að einhverri sem er „aflögð, týnd í gras, /segist vera á leið í sauð- burðinn“. Þá götu dreymir hann um að fara að vori og „villast voðalega“, þar til hann kemur til byggða um síðir, „alls- laus af óþekktri heiði“. Í Arfleifð er heimi sagna og ljóða stefnt gegn vél- rænni afþreyingu (stálmenni, vélgengl- ar, skjástirni), sem er í huga skáldsins staðleysa, „svo lengi sem manneskjur / ösla blóðið í æðum mér“. Í ljóðinu Sól-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.