Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 109
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 3 109 setur er fjallað um tvenns konar tíma, daginn annars vegar, sem er pískaður áfram miskunnarlaust, og hins vegar hið fábreytta, almúgalega tif tímans, hinar stafalygnu stundir sem ljóðmæl- andi hefur leyft sér að ganga á hönd. Tvenns konar tími, tvenns konar verð- mætamat, birtist einnig í Draumljóði, þar sem marglitum brotum er þröngvað saman í lífvana, storknaða heild „sem líkt og samkvæmt tilskipun / gaf frá sér glit; enginn vottur / innileiks, þrár eða kynngi“. Skáldskapurinn og skáldið eru enn sem fyrr áleitin viðfangsefni. Gralridd- arinn er hér áttavilltur og kvíðinn þar sem hann fetar sig áfram á gangvara orðsins um myrkviðinn, og leiðarstjarn- an hulin skýjum (Stef úr strengleik). Farandskáldið á ekki þann kost að setj- ast um kyrrt; hann á það alltaf víst „að fjarskinn mikli / færðist ögrandi nær / og nísti hann síðast.“ Þessi bók er innhverfari, persónulegri en margar af fyrri bókum Þorsteins frá Hamri. Mörg ljóðanna fela í sér einhvers konar lífsuppgjör. Skáldið lítur yfir eigin ævi „með sínu af hverju: sætleik, böl- móði, þrám“, í vitund um hin óumflýj- anlegu endalok: Þvert sér um geð segir Gleðin: Það dimmir, drekkið mig út. Biðjið nú ásjár dísirnar Miskunn og Mildi! Óboðin kemur sú er þið flýið, forðizt og dragið í lengstu lög að nefna: fjórða systirin, sjálf hin rökkvaða Náð. (Systurnar) Garðurinn í samnefndu kvæði er tákn fyrir huga ljóðmælanda, sem áður var „opinn til margra átta“ og „lýstur brag- andi ljósum“, en mókir núna, ef nýtt bros fer stjörnum um stíginn … – – – hikar, spyr sig hve hratt sér leyfist úr þessu að grænka og gróa. Minningar leita á hugann frá horfnum gleðifundum við skál í ljóðinu Kvöld hjá gömlu kránni, sem lýkur á þessum ljóð- línum (og fallegu nýyrði: flökkubrek): Ó, hvílík veizla vinum tveim: að finna í vitum angan flökkubreka sinna … Ljóðið Frá þeim dögum er æskumynd: ljóðmælandi í hópi fólks sem drap á dyr „ungra, brýnna erinda“ glaðbeitt, þykkjuþung og þóttumst raunar á stundum heyra í eigin höggum hreim úr gömlu bergmáli – – – enn speglast í sjáöldrum okkar svipir mikils háttar; bros jafnt sem beiskja frá þeim dögum. Ævi mannsins er sýnd í líkingu árstíð- anna, óskirnar falla mönnum úr minni eins og reyniberin af trjánum að hausti, og enginn væntir þess í dögun að draumar næturinnar rætist (Seint). Tímarnir eru óræðir, viðsjálir, háska- legir (Ásýnd heimsins, Hljóð), en á móti er teflt „friði, / vinafriði, / vinnufriði / eins og þeim / þegar manneskja reisir manneskju / hjástoð við hjartað“. Ljóðið Sólheimar hefst þannig: „Gæði veraldar: /sýn, ómur og orð / stikur sem vísa veg- inn til móðurdyra“. Orðið móðurdyr minnir á Ólaf liljurós og er annars einkaorð Þorsteins frá Hamri. Hér er fjallað um gildi listarinnar og ekki síður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.