Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 6
Einar Þór Gunnlaugsson Dolores Smásaga Hann fann hana svífa og hristast svo aðeins þegar hún lækkaði flugið og flugfreyjurnar tipluðu eftir ganginum til að fá sér sæti fyrir lendingu. Hreyflarnir þöndu sig og hjólin bremsuðu á votum vellinum. Hann reif götu- kort af Malagaborg varlega úr flugvélatímaritinu og stakk því í vasann. Allir búðir yrðu lokaðar, það var komið miðnætti. Og hann hafði aðeins bókað herbergi í tvær nætur á Hostel del Mar ef vera skyldi að einhver gæti hýst hann eftir það. Kannski Beatriz. Fimm mánuðum áður hafði hann líka frétt af Belín og Almedo austur á strönd, en þau hefðu verið líklegust til að fara fyrst af öllum. Morguninn eftir var hann kominn á ról í rign- ingunni, gekk eftir þröngum götum miðborgar- innar og rifjaði upp gamlar minningar, svo hélt hann í átt að Pedregalejohverfinu. Lítið undir- lendi á milli fjalls og fjöru hafði komið í veg fyr- ir að hverfið yrði stórt. Á Calle Bolivia hitti hann Ishu. Hún hafði litið breyst, fallega föl og glað- lega döpur með regnkápuna yfir höfðinu. Hún var þó örlítið brún eftir vetrarsólina og hafði losnað við þýska hreiminn. Hún sagði að Belín væri í „Luisa", og byggi þar með Almedo í gömlu þjónustuhúsunum hennar Dolores. En Bea- triz, Tony og Marta væru löngu farin, og ekki svo mikið sem kort. Líklega ráðsett fólk núna. „Það er spáð 25 stiga hita á morgun," sagði hún. „Þokkalegt." „Viltu hitta mig?" spurði hann. „Ég verð í það minnsta viku." Hún brosti einsog hún ætlaði að segja nei um leið og hún sagði já. Hann þekkti garð Dolores og rataði þangað, hann var elsti garðurinn f hverfinu, sögðu menn, með háum þroskuðum pálmatrjám sem breiddu úr þykkum blöðum yfir blómabeð og kálgarða. Hann opnaði ískrandi hliðið og gekk inn, framhjá tvílyfta húsinu með vafningsjurtun- um á austurhliðinni, í gegnum litla skóginn að þjónustuhúsunum. Hann hafði búið í næstu götu, og þetta hús skar sig úr með reisulegu risi og íburðarmiklu anddyri, en líka útaf því að enginn virtist búa þar. Belín lá uppí sófa, dálítið þybbin, brosmild með sítt, náttúrulega liðað hár. Hún hafði lítið breyst. Almedo var líka með sítt hár sem hann strauk aftur fyrir eyrun, mjór og hokinn. Hann útbjó salat, kaffi, sótti kaldan bjór og ólívur. Hann hafði ekkert breyst. „Þú varst þannig að enginn varð hissa þótt þú birtist allt í einu," sagði Belín og hló. Klukkan var eitt eftir hádegi. Rigningin buldi á þakinu og ein og ein þruma dundi í fjarska. Þau sátu við lítið eikarborð, borðuðu og spjöll- uðu. Svo spurði Belín: „Er kannski eitthvað að?" Hann kinkaði nokkurnveginn kolli: „Ég þarf tíma til að átta mig og fannst best að koma hingað," sagði hann. „Hún Dolores hýsir þig," sagði Belín og fann að best var að spyrja ekki meir, í bili. „Húsið hennar er hálftómt. En við búum þröngt einsog þú sérð." „Hver er Dolores?" spurði hann. Hún leit til Almedos sem bætti við: „Segðu honum þá hvað hann er að ganga inní." „Hún varð ástfangin af strák frá Motril rétt fyrir stríð," byrjaði Belín, „Garcia að nafni, þetta hefur kannski verið um 1936. Hann var ungur Ijósmyndari sem ferðað- ist um og tók myndir fyrir þá sem vildu og gátu borgað. Þau hittust víst á strönd rétt fyrir sól- setur, hringtrúlofuðu sig og ætluðu að gifta sig þegar hún veiktist skyndilega af berklum. Hún fór heim til Granada þar sem pabbi hennar var læknir og lagðist inn. En pabbi hennar las fyrir hana Ijóð eftir Federico Lorca á sjúkrahúsinu, þau birtust reglulega í El Sol á þessum tíma, og hún skrifaði elskhuga sínum daglega." Árið 1936 sat faðir hennar jafnan við sjúkra- húsgluggann þegar hann heimsótti hana, sat og las á meðan hún skrifaði bréf til Garcia. Hann var oftast léttur í bragði, en eitt sinn, rétt eftir að stríðið skall á, hrutu uppúr honum þung orð: „Þeir skutu hann," sagði hann. „En þeir snerta ekki vini hans, einsog Salvador eða boxarann frá Aragón." Þau þögðu eitt augnablik þangað til hún spurði: „Hann hlýtur þá að hafa gert eitthvað af sér þessi Federico?" Faðir hennar horfði á unglingsstelpuna sína, umlaði og leit útum gluggann. Hann svaraði henni ekki. Mánuði eftir að Federico var skotinn fór hún aftur suður til að leita að Garcia, en fann hann ekki. Foreldrar hennar lögðu hart að henni að giftast, stríðið væri miskunnarlaust, hún þyrfti öryggi. Hún leitaði og leitaði en fann Garcia hvergi. „Hún var falleg og það hefði verið auðvelt að finna góðan mann," stakk Almedo inní og hnykkti til höfðinu. „Hún giftist kaupsýslumanni frá Marbella,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: