Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 48
David Michael Green Ofan í hyldýpið? Evrópa og Bandaríkin á nýrri öld. Hallgrímur Helgi Helgason þýddi Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur e.t.v. ekki verið verra þau sextíu ár sem liðin eru frá heimsstyrjöldinni síðari. íaugum þorra almennings í Evrópu eru Bandaríkjamenn gengnir afgöflun- um, hafa nú sleppt fram af sér beislinu og ráðast gegn öllu sem tekur því að ráðast gegn I heim- inum, auk þess að fara beinlínis með hervaldi gegn erlendum ríkjum að tilefnislausu. Eins og spennusagnahöfundurinn John le Carré komst að orði nýverið, þá eru „ Bandaríkjamenn gengnir inn I enn eitt vitskerta skeiðið í sögu sinni, en þetta skeið er verra en nokkurt sem ég minnist, það er verra en McCarthyisminn, verra en Svínaflóadeilan, og til lengri tíma litið gæti það hugsaniega haft enn hörmulegri afleiðingar en Víetnamstríðið." Mörgum Bandaríkjamönnum þykir á hinn bóg- inn sem Evrópumenn sýni því lítinn skilning hve ástandið á alþjóðavettvangi sé alvarlegt og auð- sýni hvorki þann dug né það sjálfsagða þakklæti að veita Bandaríkjunum lið á erfiðum tímum. Nú sé ekki aðeins hægt að lýsa Frökkum heldur Evróþubúum yfirleitt (jú, kannski Bretar séu í lagi en maður veit aidrei með þá) með því einkar óheppilega orðalagi sem hver hefur haft eftir öðrum á útvarpsstöðvum vestra undanfarið: að þeir séu „apakettir sem éti osta og gefist alltaf upp Slík uppnefni gefa vísbendingu um þá ógnargjá sem myndast hefur milli Bandaríkjamanna og Evrópubúa, og hvers vegna telja má að sam- skipti þeirra séu jafnvel komin í umtalsvert verra far en þegar mest gekk á seinni hluta síðustu aldar. Bandaríkjamenn og Evrópubúar hafa lifað saman súrt og sætt áður - til dæmis á tímum Súez-deilunnar, í Víetnamstríðinu, vegna Pershing-flauganna og við ýmsar aðrar erfiðar diplómatískar kringumstæður - og áþekk viðhorf hafa látið á sér kræla af því tilefni. En hnúturnar sem nú ganga, og það hve stór hluti almennings virðist reiðubúinn að grípa til niðrandi ummæla af ofangreindum toga, þetta bendir til þess að umtalsverð og býsna víðtæk viðhorfsbreyting hafi átt sér stað. Það veit held- ur ekki á gott hvað varðar samskiptin yfir Atl- antshafið í framtíðinni. Vestræn samvinna - raunar Vesturlönd yfirleitt - er í uppnámi ef nú- verandi afstaða breytist ekki og mildast. Þegar öllu er á botninn hvolft snúast slík tengsl milli ríkja fyrst og fremst um sjálfsmynd. Bandaríski stjórnmálafræðingurinn Samuel Huntington hefur dregið upp mynd af heimi sem sé samsettur úr mismunandi „menn- ingu", svo sem vestrænni menningu, menn- ingu múslima o.s.frv. Sérhver menning feli í sér innsta kjarna sem bindi hana saman og sem fylgismenn hennar sæki sameiginlega sjálfs- mynd til. Á Vesturlöndum er það auðvitað kristnin, en hin kristna hefð teygir sig einnig til Austur-Evrópu, Suður-Ameríku og í æ ríkari mæli til Afríku og Asíu, svo það er torveldara að drepa fingri á hana sem hugsanlega uppistöðu í sameiginlegri sjálfsmynd. Þess utan hafa Evr- ópubúar, og raunar Bandaríkjamenn líka á máta sem þeir gera sér allajafna ekki Ijósan sjálfir, mótað með sér æ veraldlegri afstöðu til um- heimsins, sem aftur gerir trúna vafasama sem grundvöll sjálfsmyndarinnar. En þá er eftir sam- eiginlegt gildismat, sem og sameiginleg saga sem skilgreina megi Vesturlönd eftir, og það er einmitt þesslags sameiginleg sjálfsmynd sem hefur gert Bandaríkjamönnum og Evrópu- mönnum kleift að líta svo á að þeir séu a.m.k. tengdir í breiðum skilningi hvað varðar sameig- inleg viðfangsefni og örlög. Það skiptir ekki máli hvort Huntington hefur á réttu að standa í spásögn sinni um veröld stríð- andi ríkja sem séu að víkja fyrir veröld stríðandi menningarheima. Mergur málsins er sá að hingað til hefur viss hópur fólks deilt tilteknum hugsjónum og um leið sjálfsmynd í þeim mæli að fullyrða mátti með nokkrum sanni að til væri pólitísk og landfræðileg eining sem kalla mætti Vesturlönd. Þessar sameiginlegu hugsjónir mynda hinn helga kjarna í stjórnmálamenningu Vesturlanda. Þar á meðal eru atriði eins og um- hyggja fyrir frelsi einstaklingsins, lýðræðislega kjörnar ríkisstjórnir, virðing fyrir mannréttindum, aðskilnaður stjórnmála og trúarbragða, virðing mannsins fyrir gæðum jarðarinnar og tilhlýðileg- ur hátturá samskiptum ríkja og þjóða. Þetta eru þær hugsjónir sem gera Vesturlönd að Vestur- löndum, öndvert við til að mynda múslimsk menningarsvæði þar sem klerkaveldi og ein- veldi eru í svipinn viðurkennd stjórnarform þótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: