Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 52
hættuna af grípandi upphrópunum hans. Hætt-
an - sem er þegar að hluta til viðurkennd - er
sú að hugmyndir Kagans verði í raun og veru
hafnar upp (?) á plan Kennans (sem er iðulega
nefndur í umsögnum um skrif Kagans) og um
leið muni þær síast nógu djúpt inn f almenna vit-
neskju til að öðlast þar sess hugmynda sem eru
svo sjálfsagðar að þær krefjast þess ekki leng-
ur að vera settar fram með skýrum hætti. For-
dæmið hér væri hernaðarafskipti Bandaríkjanna
í Víetnam (sem rétt er að benda á að Kennan
var andsnúinn, rétt eins og hann hefur yfirleitt
sett sig upp á móti hernaðarlegum útfærslum
hugmynda sinna - en það er önnur saga), en í
því tilfelli leiddu fáir Bandaríkjamenn hugann að
möguleikanum á annars konar stefnu fyrr en
löngu eftir að landsmenn höfðu dregist kirfi-
lega inn í þá hernaðaríhlutun. Besta skýringin á
þessum skorti á sjálfsskoðun fengist sjálfsagt
með vísun í viðtekna vitneskju þess tíma, sem
Churchill, Truman og Kennan (raunar rangtúlk-
aður) fóru fyrir, þar sem litið var svo á að allur
kommúnismi væri ósveigjanlegur og herskár,
og fyrir bragðið yrði að halda honum í skefjum
með bandarísku herafli undir öllum kringum-
stæðum.
• • •
Það sem gerir túlkun Kagans á kringumstæð-
unum sérlega varhugaverða er útlitið fyrir að
hún verði strax viðtekin fræði, og að Bandaríkja-
menn muni nú taka að hafna allri gagnrýni Evr-
ópubúa á árásarstefnu Bandaríkjanna í utanrík-
ismálum með því að bera brigður á uppruna
hennar. Vísast er það nákvæmlega þetta sem
Kagan ætlast fyrir úr því hann er einn af gáfu-
mönnunum í hersveit PNAC af fræðimönnum
og stefnumótendum. Hugsjón PNAC um
bandaríska utanríkisstefnu - sem nú er orðin
staðreynd en ekki bara hugsjón - hún krefst
valdbeitingar í krafti aflsmunar hvenær sem
þörf krefur í því skyni að vinna brautargengi
skilgreiningu hópsins á hagsmunum Bandaríkj-
anna um allan heim. í stuttu máli, eins og sum-
ir hafa kosið að orða það, til að byggja upp
bandarískt heimsveldi. Evrópubúar eru auðvit-
að dauðskelkaðir yfir þessari hugmynd og hafa
haft orð á því, enda þótt ríkisstjórnir þeirra
flestra hafi ekki orðað hugsunina.
Og hvað á þá að gera þegar Evrópubúar
kvarta sáran yfir stuðningi bandarísks almenn-
ings við hina ofbeldisfullu stefnu? Vandinn er
sá að Bandaríkjamenn hafa vanist því í hálfa
öld að líta á Evrópubúa sem vini sína og um
leið að meta ráðgjöf þeirra. Því virðist raun-
veruleg ætlun Kagans vera sú að gera sitt til að
kveða niður alla andstöðu bandarísks almenn-
ings við þá alheimsáætlun sem upprunnin er
hjá PNAC með því að skilgreina evrópska and-
stöðu við þessa áætlun svo að hún stafi frá
óþurftargemsum, óraunsæjum, friðelskandi
Venusarbúum sem aldrei séu hlynntir beitingu
ofbeldis hvort eð er og því sé með réttu hægt
að gera lítið úr henni. Að svo miklu leyti sem
slíkri mynd af Evrópu verður haganlega komið
fyrir í viðtekinni þekkingu Bandaríkjamanna á
heiminum, þá getur bandarískur almenningur
afgreitt andstöðu Evrópubúa við hernaðarráð-
stafanir Bandaríkjanna út úr heiminum í stað
þess að finnast slíkar ádrepur frá vinum og
bandamönnum óþægilegar. En þegar svo er
komið eru allar bremsur orðnar óvirkar og áætl-
un ný-íhaldsseminnar nær óáreitt fram að
ganga.
Síðasta vísbendingin um að Kagan fari villur
vegar í greiningu sinni á því hvað ami að
bandalagi Atlantshafsríkja er tímasetningin.
Með öðrum orðum, er hugsanlegt að Kagan
ylli þeim bægslagangi sem hann veldur nú ef
hann hefði gefið bók sína út fyrir aðeins tveim-
ur til þremur árum? Hefði hann jafnvel verið
líklegur til að rita slíka bók þá? Það virðist í
hæsta máta ósennilegt í báðum tilfellum, og
það stafar af því að samskipti Evrópu og
Bandaríkjanna voru í býsna góðum farvegi,
takk fyrir, þar til nú fyrir skemmstu. Vissulega
hefur komið til ýfinga vegna afstöðunnar til
Kúbu eða vegna erfðabættra matvæla eða
Bosníu en það hlaupa alltaf snurður á öll sam-
skipti, jafnvel með vinum, og þetta voru meira
að segja naumast verstu ágallarnir á samskipt-
unum eftir stríð. Því virðist fáránlegt að gera
því skóna að djúp og óbrúanleg gjá hafi verið
að myndast um langt skeið á milli ríkjanna
beggja vegna Atlantshafsins. Vandinn er miklu
nýrri en svo, og þessi vísbending, ásamt með
öðrum viðlíka sem fyrr hafa verið nefndar, leið-
ir okkur að mun einfaldari, kostnaðarminni,
sennilegri og nákvæmari útskýringu á núver-
andi vanda. í stuttu máli sagt þá er til betri
skýring.
Bandaríkin 101
í Bandaríkjunum eru nú, svo vísað sé í viðtekna
kosningamyndlíkingu, annars vegar blá ríki og
hins vegar rauð ríki. Þetta er raunar býsna nyt-
samleg myndlíking. Satt að segja er hún meira
viðeigandi en þeir sem til hennar grípa gera sér
kannski grein fyrir, og hún kemur sér líka vel til
að skilja þá snurðu sem nú er hlaupin á sam-
skiptin yfir Atlantsála.
Viðkomandi myndlíking er fyrst og fremst
upprunnin í bandarísku forsetakosningunum
(þótt til hennar sé líka gripið við þing- og ríkis-
stjórakosningar), þar sem kjörmennirnir - þeir
sem í raun og veru kjósa forsetann - eru valdir
í samræmi við almennar kosningar í hverju ríki
fyrir sig. Öll ríki utan tvö styðjast við kerfi þar
sem sigurvegarinn hirðiralla kjörmennina. Þess
vegna víkur því svo við að þegar frambjóðandi
demókrata vinnur sigur í tilteknu ríki (og hrepp-
ir um leið alla kjörmenn þess), þá sýna sjón-
varpsstöðvarnar á stóru korti hvernig litur við-
komandi ríkis breytist á augabragði úr hlutlausu
yfir í rautt en ríki sem repúblikanar vinna verða
aftur á móti blá.
Munstrið sem þannig hefur smám saman
myndast á umliðnum áratugum segir ýmislegt
um landafræði stjórnmálanna í Bandaríkjunum
nú. Þaö er dæmigert að þetta munstur myndar
stafinn L í miðju landinu og brýtur þannig kort-
ið í þrjá hluta - L-ið, og svo svæðin hvort sínum
megin við það. Neðsti, lárétti hluti L-sins merk-
ir suðurríki Bandaríkjanna og liggur frá Texas í
vestri, yfir til Florida, um Suður- og Norður-
Karólínu og önnur ríki að Atlantshafinu. Lóð-
rétta framlengingin liggur í megindráttum
meðfram Klettafjöllunum, teygir sig frá Idaho,
Montana og Dakotaríkjunum í norðri niður til
Arizona og Nýja-Mexíkó í suðri, sem liggur að
Texas. Þetta er íhaldssama beltið í Bandaríkjun-
um. Það er kannski blæbrigðamunur á íhalds-
stefnunni í Idaho og Alabama, og vissulega eru
mismunandi sögulegar skýringar á þessum til-
hneigingum en mörg lífsgildi eru sameiginleg
og úrslit kosninga eru ótvírætt repúblikönum í
hag. Þá eru eftir tvö belti sem eru aðskilin af
hinu fyrsta, sem hafa tilhneigingu til að vera
framsæknari hugmyndafræðilega og hafa
einnig tilhneigingu til að kjósa demókrata. Ann-
að þeirra er vesturbeltið, sem samanstendur af
fylkjunum á strönd Kyrrahafsins og hitt er norð-
austrið og nyrðra miðvestrið sem teygir sig frá