Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 41
Hjálpsami Þjóðverjinn sem hvarf tmm bls. 39 indum Schraders og við hvað hann átti að stríða. Og þess vegna var þeim mjög umhugað um að hann fengi það sem hann þráði allra mest, að sjá hjálparverk sín hljóta framgang og viðurkenningu. En á því virtist standa meðal landsmanna. Þetta fær Schrader til þess að draga eftirfarandi lokaályktun í bók sinni um hesta og reiðmenn: ísland er auðugt land, en landsbúar vilja ekki eða geta ekki hirt auð þess, sumpart af strangri fastheldni við gamlar venjur, sum- part af fáfræði, sumpart af leti og metnaðar- leysi, og sömuleiðis af frámunalegum skorti á áhuga á að kynnast fræðandi bókum um búnað og kvikfjárrækt. íslendingar lesa frem- ur sögur sínar og skáldskap og stunda sögu þjóðarinnar. Þessi ályktun var líklega réttmæt að miklu leyti við aldamótin 1900 á íslandi, enda voru íslend- ingar þá fátæk og vanþróuð þjóð að flestra dómi. Samt sem áðurfól hjálparstarf Schraders í sér mikla þversögn, sem einkennir líklega alltaf starf af slíku tagi. Schrader vissi meira en íslendingar um fjöldamörg atriði eru lutu að verklegum framförum hérlendis. Hann var heimsmaður og hafði starfað í háborg viðskipt- anna í New York. En á sama tíma var hann haldinn mikilli blindu og fordómum gagnvart ís- lenskum venjum og aðstæðum sem var í raun verri en afneitun íslendinga á erlendum nýjung- um. Og það kom ekki aðeins í veg fyrir að hjálp- arstarf hans skilaði tilætluðum árangri, heldur hefðu landsmenn einnig tapað á því til lengri tíma að fara eftir ráðum hans, því ráð Þjóðverj- ans hjálpsama lutu mörg að því að eyða sér- kennum landsmanna. Þetta sést best á ráð- leggingum hans um íslenska hestinn. Schrader veit allt um meðferð og hirðingu hrossa og þyk- ist betri reiðmaðuren íslendingar. En hann skil- ur ekki tengsl íslendinga við hesta sína. Hann skilur ekki að tslendingar hafa þróað sína eigin reiðmennsku á litlum og liprum klárum sem bæði tölta og skeiða. Það á líka eftir að verða tromp á þeirra hendi nokkrum áratugum síðar. Þarna sést í hnotskurn sá vandi sem hlýtur ávallt að fylgja þróunaraðstoð frá einum menn- ingarheimi til annars, þegar fordómar tveggja heima skella saman. Hægt er að líta á starf Schraders í höfuðstað Norðlendinga sem hjálp- arstarf í svipuðum anda og nú þekkist meðal þjóða sem kallaðar eru vanþróaðar. Og flest bendir til þess að Schrader hafi gert það sjálfur. Sá dómur sem hann fellir um (slendinga er heldur ekki ýkja frábrugðinn því sem nú er sagt um fátækar og vanþróaðar þjóðir sem virðast verða fyrir litlum áhrifum af því þróunarstarfi sem vestrænar þjóðir reka í landi þeirra. Raun- ar er hægt að finna fjöldamörg dæmi um hvern- ig slík þróunarstoð hefur öfug áhrif og rýrir kjör innfæddra þegar til lengri tíma er litið. Schrader er þó vitaskuld hvorki sá fyrsti né sá síðasti sem fellir þennan dóm um íslend- inga. Mörgum öðrum erlendum gestum hefur orðið tíðrætt um hið þversagnakennda þjóðar- þel íslendinga þar sem mikilmennskubrjálæði og vanmetakennd togast á til skiptis. Þessar þversagnir eru hins vegar í senn helsti styrkleiki og veikleiki þjóðarinnar. (haldsemi og þver- móðska hafa oftlega unnið gegn þjóðinni, sér- staklega í verklegum efnum eins og Schrader benti ítrekað á. En á hinn bóginn hefði aðeins þjóð sem hefur snert af mikilmennskubrjálæði getað viðhaldið menningu sinni og sérkennum sínum svo ákveðið sem íslendingar hafa gert. Og sannleikurinn er sá að lykillinn að árangri ís- lendinga felst í því að breyta ekki háttum sínum til samræmis við erlendar þjóðir, heldur að taka við erlendum nýjungum en halda samt fast við sérkenni sín og nýta þau sér til framdráttar. Þegar allt kemur til alls er það sú leið sem van- þróaðar þjóðir verða að finna til þess að komast til bjargálna. Heimildir Anna Stephensen, Kristín Matthíasson og Steinunn Frfmannsdóttir: „Caroline Rest", Norðurland, IX. árgangur, 19. tölublað, 9. maí 1914. Erlingur Davíðsson: „Stefán Jónasson frá Knarrar- bergi". Aldnir hafa orðið 2. Akureyri 1973. Grumbkow, Ina von: „Ferðamyndir frá íslandi". Har- aldur Sigurðsson íslenskaði. Reykjavík 1982. íslendingur. „G.H.F. Schrader", 33. tölublað, I. ár- gangur, 18. nóvember 1915. Jónas Jónasson: „Hesthús fyrir almenning og sam- komustaðurfyrir bændur", Norðurland, 1. tölublað, IX. árgangur, janúar 1914. Norðurland: „Vestheimskur mannvirtur", 10. tölublað, XIII. árgangur, 22. mars 1913. Schrader, George H.F.: „Heilræði til ungra manna í verzlun og viðskiftum". Steingrímur Matthíasson íslenskaði. Akureyri 1913. Schrader, George H.F.: „Hestar og reiðmenn á Is- landi". Jónas Jónasson íslenskaði. Akureyri 1913. Sigurður Sigfússon: „George H.F. Schrader og Caroline Rest". SúlurVI, 1976. Steindór Steindórsson: „Akureyri, höfuðborg hins bjarta norðurs". Reykjavík 1993. Steingrfmur Matthíasson: „G.H.F. Schrader", íslend- ingur, 15. tölublað, II. árgangur, 14. apríl 1916. Þorvaldur Steingrfmsson. Munnleg heimild. 2002. Ásgeir Jónsson (f. 1970) er doktor f hagfræði. Hann er sérfræðingur á Hagfræðistofnun og kennir við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: