Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 23
Söguþættir af sæborg tmm bls. 21 þeirra sem fóstra sæborgina. Þegar hafa verið nefndar myndir eins og Metropolis og Franken- stein, en einnig voru gerðar myndir um gólem- ið 1914 og 1920. Á fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum komu fram myndir sem fjölluðu um gervilimi, sú kunnasta af þeim nú er líklega Kings fíow (Sam Wood 1941), en þar lék Ron- ald Reagan mann sem missti fæturna og vakn- aði upp með þessa frægu spurningu á vörun- um: „Where is the rest of me?" 1968 markar tímamót í sjálfsvitund tölva, með mynd Starv_ leys Kubricks 2001: A Space Oddysey. En það var ekki fyrr en á seint á áttunda áratugnum og þeim níunda sem vélverur af ýmsu tagi fóru að gera verulega vart við sig aftur í kvikmyndum, en þá komu fram frægustu sæborgir sam- tímans, svo sem R2-D2 og C-3PO í Star Wars (George Lucas 1977), Rocky í The fíocky Horr- or Picture ShowUim Sharman 1975), læknirinn íAlien (Ridley Scott 1979), Robocop, Tetsuo og Terminator í samnefndum myndum (Paul Ver- hoeven 1987, Shynia Tsukamoto 1988, James Cameron 1984) og Bishop í Aliens (James Cameron 1986). Og sæborgir héldu áfram að marsera inn í tíunda áratuginn, Johnny Mnemonic í samnefndri mynd (Robert Longo 1995), Borgarnir í First Contact (Jonathan Fra- kes 1996), fimmta höfuðskepnan í The Fifth El- ement (Luc Besson 1997), geimskipið sjálft í Event Horizon (Paul Anderson 1997), hin klón- aða Ripley í Alien fíesurrection (Jean-Pierre Jeunet 1997) og Mr. Smith í Matrix (Wachowski bræður 1999). Árið 2000 birtist fyrsta X-Men myndin (Bryan Singer) og ein enn sæborgamynd með Arnold Schwarzenegger, The Sixth Day (Roger Spottiswoode), en þar er kappinn klónaður. Steven Spielberg er kominn á kaf í sæborgina í myndum eins og A.l. (2001) og Minority fíeport (2002). Ekki má gleyma Star Wars: Episode II, Attack of the Clones (George Lucas, 2002) sem er mönnuð klónum eins og titillinn gefur til kynna og heldur ekki Blade II (Guillermo Del Toro, 2002) en þar reyna vampýrurnar að rækta einskonar of- urvampýru. Og nú árið 2003 er búið að frum- sýna aðra myndina um X-mennina (Bryan Singer). Allar þessar sæborgir hafa átt ríkan þátt í þvi að móta hugmyndir okkar um sæborgina og vélverska tilveru, og enn og aftur sýna þær fram á hvernig saga sæborgarinnar mótast í bókmenntum og myndmiðlun. Sæborgin birtist okkur í myndum, hún er mynduð (mótuð) og hún er eftirmynd af manni, sem þá hefur verið af-myndaður. Sæborgin sem mynd vísar einnig til þess að nú er hún kannski fyrst og fremst myndmál, táknfræðileg, semíótísk. Allt sýnir þetta framá að sæborgin er alltaf texti: hún er umskrifun á cyb(ernetic) org(anism) yfir í sæ- borg, sæborgin er umrituð sem 'Borg' í vísinda- sjónvarpsþáttunum Star Trek, og þýdd yfir í sæ- borg á íslensku. Þessi textalega sýn á umritan- ir sæborgarinnar sýnir að hún er enn í mótun og þessvegna er hún bæði auðskrifanleg og end- urskrifanleg og verður þannig bæði hentugt og magnað hugtak/fyrirbæri (sæborgin hafnar að- greiningunni þarna á milli, orð og hlutur renna saman, er bæði hugtak og fyrirbæri) í umræð- unni um samfélag mannanna í nútíð, fortíð og framtíð. j inngangi sínum að Fragment fora history of the human body, part one, segir Michel Feher um vélbrúðuna: ... þrátt fyrir að það sem við erum að horfa á séu afskræmdir tvífarar mannslíkamans, er það sem málið snýst um ekki eins mikið það að sýna hvernig þeir eru hliðstæður lífveru sem við álítum okkur þekkja, og það að upp- götva hvernig afskræming þeirra hefur áhrif á mannslíkamann með því að smita hann. Með öðrum orðum felst vandamálið ekki að mestu leyti í því að telja upp ímyndir dýra eða vélbrúða sem fjölda afmyndaðra sam- setninga og eftirmynda sem að meira eða minna leyti falla að mennsku viðmiði, heldur frekar það að nýta þessar sömu ímyndir - varúlf eða leikbrúðu, kímeru eða róbót, og nokkra hungraða drauga að auki - til þess að sjá hvaða afmyndanir við eignum eigin líköm- um, afmyndanir sem - óhamingjusamlega eða kannski hamingjusamlega -toga okkur í átt að dýrum og vélbrúðum.30 Líkt og Feher vil ég því halda því fram að sú ætt- artala sæborgarinnar sem ég hef rakið hér sé ekki bara spurning um að telja upp skrýmsli og vélmenni, leirkarla og leikbrúður, heldur sé markmið hennar einmitt að skoða hvernig þess- ar verur varpa Ijósi á okkur sjálf, stöðu okkar í umhverfi okkar og samfélagi. Því er þessari upptalningu á afmynduðum samsetningum og eftirmyndum mannsins ætlað að krefja okkur sjálf um endurskoðun á eigin líkama og velta fyrir okkur hvernig hinar margvíslegu afmyndan- ir hafa þegar tekið að endurmynda ekki aðeins líkama okkar heldur einnig sjálfsverund.31 Ættar- tala sæborgarinnar birtir fjölbreytileik hennar, ekki aðeins hvað varðar sköpun þessarar gervi- veru heldur einnig möguleika hennar, hvernig henni er beitt og hvernig hún er virkjuð. Þrátt fyrir að sköpunin feli alltaf í sér ákveðna tilraun til stýringar og stjórnunar þá hefur sæborgin í gegnum söguna - bókmennta- og kvikmynda- söguna - alltaf sýnt sig vanhæfa til slíkrar vald- beitingar og frekar hneigst til stjórnleysis. 1 Þessi grein er að hluta til unnin upp úr námskeiði um sæborgina sem ég kenndi árið 1999 við enskudeild Háskóla (slands. 2 Það versta við þetta alltsaman er að tilvistarstefn- an kemst aftur í tísku. 3 Síðar í greininni verður visað til sæberpönks. Sjá nmgr. 29. 4 Þessi þýðing min hefur almennt vakið litla lukku, sem kemur ekki í veg fyrir að hún sé almennt not- uð. Ég hef fjallað um og skilgreint sæborg víða, í greinum á netinu (2000a) og í Kynlegum kvistum (1999a), Tengt viö tímann (2000b), Lesbók Morg- unblaðsins (2001 a, 2001 c, 2001 d), Heimi kvik- myndanna (1999c), Skírni (2001 f og 2002b), Ritinu (2002a) og Veru (1999b). Hér er stutt lýsing: Orð- íð var upphaflega búið til af tveimur vísindamönn- um, verkfræðingnum Manfred E. Clynes og geð- lækninum Nathan S. Kline, og birtist fyrst á prenti árið 1960, en þeir tveir höfðu verið að vinna sam- an að einhverju sem þeír kölluðu „self-regulating man-machine systems" eða „sjálfsstýrð vél- mennsk kerfi". Sjá Manfred E. Clynes og Nathan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: