Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 24
S. Kline, 1995 og Chris Hables Gray, 1995b. 5 Þekktasti fræðimaðurinn á þessu sviði er án efa Donna Haraway se'm árið 1985 gaf út svokallaða sæborgar-yfirlýsingu. I þeirri grein ræðir hún þá hugmynd sina að þegar likaminn hefur aðlagað sig tækninni sé einstaklingurinn orðinn sæborg. Sam- kvæmt Haraway erum við þegar sæborgir í sæ- borgísku samfélagi sem einkennist af gríðarlegri notkun tækja og tóla. Dæmi um þetta ersamhæf- ing manns og vélar sem getur birst á ýmsan hátt, svo sem við vélritun og akstur. Upphaflega yfirlýs- ingin heitir „Manifesto for Cyborgs: science, technology, and socialist feminism in the 1980s" og birtist i Socialist Review 80 (19851: 65-108. Greinin var endurskoðuð og endurprentuð sem „A Cyborg Manifesto: Science, Technology, and Socialist-Feminism in the Late Twentieth Cent- ury" í greinasafni Haraway Simians, Cyborgs and Women: The Fteinvention of Nature, 1991. Af öðr- um fræðiritum má nefna: Anne Balsamo, Technologies of the Gendered Body: Reading Cy- borg Women, 1996; Mike Featherstone og Roger Burrows, ritstj. Cyberspace/Cyberbodies/Cyber- punk: Cultures of Technological Embodiment, 1995; Nina Lykke & Rosi Braidotti, ritstj. Between Monsters, Goddesses and Cyborgs: Feminist Confrontations With Science, Medicine and Cyberspace, 1996; Chris Hables Gray o.fl. ritstj. The Cyborg Flandbook, 1995; Celia Lury, Prosthet- ic Culture: Photography, Memory and Identity, 1998; Sarah Kember, Cyberfeminism and Artifici- al Life, 2003. 6 Reyndar er óhætt að gera ráð fyrir að þessar eldri sæborgir hafi á sinn hátt haft áhrif á mótun kenn- ingar Clynes og Kline, það eru hreinlega of mikil líkindi með hugmyndum þeirra og þeim hugmynd- um sem hafa þróast í vísinda- og fantasíuskáld- skap til að hægt sé að skilja klárlega á milli. 7 Ég hef fjallað um þessa sögu í femínísku sam- hengi í greininni „Varahlutir fyrir útópíur: eða af varúlfum og píum", 2002a. 8 Upphaflega talaði ég alltaf um gólemið í karlkyni, og geri reyndar enn þegar ég fjalla um gólem þann sem birtist í skáldsögum Sjóns, því hann er karl- kyns. Hinsvegar benti Ragna Garðarsdóttir mér á að almennt hentaði betur að hafa gólemið í hvor- ugkyni og hef ég fylgt þeirri reglu síðan. Sæborg- ina hef ég hinsvegar í kvenkyni, þó ég hafi séð það orð notað í karlkyni. Kvenkynið fellur líka vel að femínískum hugmyndum Donnu Haraway og ann- ara sæborgarfræðinga. 9 Dæmi um þetta eru bókartitlar eins og God and Golem Inc: A Comment on Certain Points where Cybernetics Impinges on Religion, eftir Norbert Wiener, 1964; og The Golem: What Everybody Should Know About Science, eftir Harry Collins og Trevor Pinch, 1993. 10 Dæmi um þetta eru svokölluð stríðs-gólem í bandarísku myndasögunni Battle Chasers eftir Joe Madureira og Munier Sharrieff (1999), en þeim er lýst svo að þau séu risastór vél með hjarta úr gulli. Gólem þetta minnir um margt á sumar útgáfur gólemmýtunnar, það er vinnusamt, vernd- andi og óstöðvandi. I mynda(smá)sögunni „Almost Colossus" í Hellboy: The Chained Coffin and Others eftir Mike Mignola (1998) er saga um gólem, og Discworld-fantasían Feet of Clay eftir Terry Pratchett er meðal annars um gólem (1995). 11 Ég fjalla um goðsöguna og hina dulspekilegu hug- myndafræði bakvið gólemið í grein minni „Augu þín sáu mig eftir Sjón", 2001 e. 12 Ein sagan segir einmitt frá því að Rúdolf hafi verið mjög áhugasamur um gólemið, og gengið hart að Rabbí Löwe að gefa sér uppskriftina. Hafði hann þá sérstakan hug á að stofna hersveit gólema. 13 i fyrra kom út bók um sæborgir sem er nefnd eft- ir grein Freuds: The Uncanny: Experiments in Cy- borg Culture, ritstj. Bruce Grenville og Kathleen Bartels. 14 Ég sýndi fyrir nokkru myndband söngkonunnar Bjarkar við lagið „All is full of love", en í því mynd- bandi birtist Björk sem tvær eins vélbrúður, og fékk mjög hörð viðbrögð frá sumum áhorfendum sem fannst þessi fallega saga af ástum sæborga óhugnanleg og skelfileg. 15 Jean-Claude Beaune, 1989. Sjá einnig Edwin G. Johnsen og William R. Corliss, 1995; David Thom- as, 1995; Jennifer González, 1995. 16 Jean-Claude Beaune (1989) segir að vélbrúðan sé samkvæmt skilgreiningu ný tegund lifveru. 17 Tilvitnun tekin úr Gonzáles, 1995, s. 138. 18 Sjá Jennifer Gonzáles, 1995, og einnig David J. Skal, 1994, s. 128-139. 19 Ég hef fjallað um Frankenstein í „Varahlutir fyrir útópíur: eða af varúlfum og píum", 2002a og „Skyldi móta fyrir landi? Af leirmönnum, varúlfum og víxlverkunum", 2002b. Hann fær því skemmri skírn hér. 20 Sjá grein mína um Grand Guignol, 2001 b, en þar ræði ég stuttlega frægðarför Frankensteins í leik- húsinu. 21 Reyndar var ein alfyrsta kvikmynd sögunnar inn- blásin af skrýmsli Frankensteins, Frankenstein (Searle Dawley, 1910), en hún var framleidd af Edison. 22 Þetta er atriði sem ég ræði nánar f „Varahlutir fyr- ir útópíur: eða af varúlfum og píum", 2002a. 23 Sjá Geoff Simons, 1983. 24 Ég ræði frægt atriði úr þessari mynd í greininni um varahluti og útópíur, 2002a. 25 Um þetta eru fjölmörg dæmi, yfirlesari minn Guðni Elísson benti mér t.d. á grínmyndina Multiplicity (Harold Ramis 1996) þarsem klónin urðu æ ruglað- ari eftir því sem þau klónuðu sjálf sig meira. Ég ætla að nota tækifærið og þakka Guðna fyrir góð- an yfirlestur og athugasemdir. 26 Dæmi um þetta eru ný kvikmyndun á skáldsög- unni (John Frankenheimer 1996), og minna þekkt- ar jaðarhrollvekjur eins og Carnosaur (Adam Simon 1993). Nýjasta dæmið er þó líklega myndin Spy Kids II, The Island of Lost Dreams (Robert Rodriquez, 2002), en þar segir einmitt frá sérvitr- um vísindamanni sem einangrar sig á eyju til að sinna rannsóknum á dýrum. 27 A síðasta áratug hafa komið út nýjar þýðingar og útgáfur á verkum Capeks sem sýna glöggt að mik- ilvægi hans hefur aukist mjög. Ein af ástæðunum fyrir þessum auknu vinsældum er líklega sú að Capek er maðurinn sem bjó til orðið robot sem á íslensku hefur ranglega verið þýtt sem vélmenni. Orðið robot er dregið af tékkneska orðinu yfir verkamann, og vísar þannig til vinnuafls, með til- heyrandi pólitískum undirtónum. Þegar verk Capeks eru lesin i dag verður Ijóst að þrátt fyrir að orðið róbót hafi verið notað til að vísa til vélmenna eða sjálfvirkrar vélvirkni af ýmsu tagi, þá eru róbót- ar hans alls ekki vélmenni, heldur miklu frekar einskonar sæborgir, eða lífrænt ræktað kyn. Að þessu leyti líkjast róbótar Capeks mun meira nú- tímahugmyndum um Kftækni en gamaldags sýn á vélmenni sem einskonar talandi vélar á hjólum. 28 Þess má geta að salamandran er einmitt táknið sem Donna Haraway notar um framtíð sæborgar- innar, en hún bendir á að mannkynið þurfi að taka sér salamöndruna til fyrirmyndar. Salamandran að- lagar sig mismunandi aðstæðum; ef einn útlimur hennar er hogginn af vex annar í staðinn, og nýi út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: