Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 32
LoveStar fatast flugið þegar á líður sem sést á því að hann hneykslast þegar Ragnar lætur hugmynd koma sér á roknaflug, brjálæðislega hugmynd um markaðssetningu á LoveDeath. Hann vill ekki lengur feta sðmu brautina. LoveStar missir tökin til Ragnars sem er ósvff- inn eins og LoveStar var á yngri árum. LoveStar ól hann af sér. Allt gengur út á markaðslega hagkvæmni. Þeir sem ekki láta reiknast inn í hana súpa seyðið af því, verða útilokaðir frá LoveDeath og verður kastað í Vítispyttinn eða Heklulogana. Útreikningar sýna aðeins 17% arðsemi á heilum ársfjórðungi! Finnst einhverj- um í alvörunni að „aðeins" 17% arður af rekstri LoveDeath sé lítill, tæpir 9.980 milljarðar? Hvað segja hluthafarnir? Krafan um arðsemi er enda- laus. Allt er efni sem má virkja og græða á. Jónas Hallgrímsson er leiðarminni í sögunni. Á honum má aldeilis græða. í hlutarins eðli ligg- ur að höfundur vitnar í þennan stórrómantíker sem ólst upp undir Hraundranga og var alla tíð merktur honum, skáldið sem orti um sjálfa ást- arstjörnuna sem LoveStar kennir sig við. Suðr- ið andar, gullnir lokkar eru kembdir og greiddir, á einum stað er sveinn í djúpum dali, Öxnadaln- um, og f lokin eru ævintýraleg og óraunveruleg ferðalok. Þar þekki ég líka höfundareinkenni Andra Snæs sem hefur í fyrri bókum sínum vitnað talsvert í bókmenntaarfinn og söguna á húmorískan hátt. Hins vegar er rómantík sög- unnar ekki sérlega rómantísk. Henni er varpað fyrir róða enda er öllu stýrt í fyrirframákveðinn farveg, sjálfstæði er hafnað sem og sjálfbærni og smekk. Náttúran er tölugerð og svipt tilfinn- ingum, sérstaða Vftis t.d. eyðilögð með því að nýta það til að sturta þangað niður dauðum skrokkum fólks sem neitar að borga fyrir far með LoveDeath. Öxnadalur er gerður að risa- vöxnum skemmtigarði til að anna þeim mark- aði, þeirri stemningu, sem hann býr sjálfur til. Rómantíkin hefur verið hlutgerð og henni sjálfri úthýst í merkingu orðanna smekkur, tilfinninga- hiti, einstaklingshyggja, náttúrudýrkun og áhersla á þjóðleg og alþýðleg verðmæti. Tungu- málinu er misboðið, sjálfstæðinu og þá ekki síð- ur náttúrunni. Að vfsu er Jón Sigurðsson settur á ægilegan stall sem er á skjön við þessa af- neitun á sjálfstæði manna. Þar að auki grípur samfélagið, þ.e. LoveStar, inn í smekk manna á afþreyingu og öðru hégómlegu. Allar hreyf- ingar er hægt að reikna út, sjálfstæði er þyrnir í auga og væntanlega hægt að reikna það út úr flestum í fyllingu tímans. Allegórískt má með góðu móti lesa umhverf- isvernd inn í söguna. Ragnar er himinlifandi með kraumandi Víti á Austurlandi þegar honum dettur það í hug. Hann vill sýna fólki myndrænt fram á að því hefnist fyrir að vilja ekki borga fyr- ir hinstu ferðina, brennandi skot út í geiminn; það fólk fær ókeypis ferð í logandi helvfti, og í því logandi helvíti engist fórnarlambið íslensk náttúra. Hvað eru meiri hagsmunir og hvað minni? Hvaða óefnislegu gæðum er fórnað fyr- ir hin efnislegu? Allt er lagað að markaðnum, túrismanum, framleiddar eru risavaxnar lóur (sem eru 73% kalkúnar) og ótal eintök af Mikka Mús sömuleiðis, allt af því að þá hugmynd er hægt að selja ferðalangnum. Allt fyrir markað- inn. Markaðurinn stjórnar. Hugmynd ræður. Eða hvað? Hugmynd vikið frá Hugmynd réð. Heimurinn er tilraunastofa en að lokum bíður hugmyndavaðallinn skipbrot, siglir í strand, fuðrar upp og eyðileggst. Hugmynd er sem sagt ekki eilíf. Þegar hugmyndin um miðstýr- ingu hefur grasserað í nokkra áratugi, ef til vill mannsaldra, gengur hún sér til húðar, brennur upp, skilur eftir sig sviðna jörð í orðsins fyllstu merkingu en jafnframt möguleika á nýju lífi, nýrri gróðursæld, nýrri von þar sem fræið með öllum bænunum finnst. Hugmyndin fremur sjálfsmorð. Það sem gerir LoveStar frábrugðna öðrum vísindaskáldsögum sem ég hef lesið er hið æv- intýralega, barnslegur gáski, og talsverður ótrú- verðugleiki; allar kríur heims safnast til Parísar, ísbirnir geta ekki stökkbreyst úr hvítum björn- um í appelsínugula af gefnu tilefni og finna aðra lausn til að lifa af, foreldrar spóla barn til baka og eignast það aftur, úlfur með rennilás á mag- anum gleypir mann og annan í heilu lagi og bjargar þannig lífi þeirra. Lóan er mögnuð upp i risastærð svo að ferðamaðurinn sjái hana betur og þegar lóan lifir ekki stærð sína af, getur ekki flogið eða sýnt neina sjálfsbjargarviðleitni, er framleitt meira af henni. Þar að auki er vorboð- inn Ijúfi étinn, rómantíkin sjálf. Lóan er fjölda- framleidd fyrir tilbúinn markaðinn og er ekki lengur sjálfbær frekar en tófan, úlfurinn, maður- inn sjálfur eða náttúran í heild sinni. Hið nátt- úrulega er fjarlægt, hið sjálfsprottna virt að vettugi, allt mælt, vegið og metið í höfuðstöðv- um LoveStars. Verk mannanna geta sannan- lega ruglað veruleikaskyn dýra og haft óaftur- kræf áhrif á gang náttúrunnar. Mér er t.d. sagt að í nýafstöðnu stríði í írak hafi hitinn af spreng- ingunum ruglað tímaskyn fugla. Náttúran er forgengileg ef menn gæta ekki að sér. Vald okkar er mikið og þegar okkur er treyst fyrir því verðum við að fara vel með það. Einhver mann- anna verk ollu því að kríurnar söfnuðust til Par- ísar og randaflugurnar til Chicago í upphafi bók- ar. LoveStar-veldið náði að metta heiminn svo af bylgjum að öll kerfi gáfu sig, þ.á m. hin sjálf- virku rötunarkerfi dýra. Veröld ný og góð eftir Aldous Huxley og 1984 eftir George Orwell eru rosalegri vísinda- skáldsögur að því leyti að allt það sem gerist í þeim virðist geta gerst, þær eru raunverulegri. LoveStar (bókin) hefur of barnslega ævintýra- legan blæ til að maður trúi á tæknina, risavaxn- ar lóur, LandnámsTófuna, margfaldan Mikka Mús, dauða menn brennda á lofti, dauðaleit að heimkynnum Guðs, fræið sem leiðir bókina áfram og endinn. Að sumu leyti er bókin eins og gríðarlega sjálfstætt framhald af Sögunni af bláa hnettinum, barnabók Andra Snæs og Ás- laugar Jónsdóttur myndlýsara, sem kom út fyr- ir fjórum árum og fjallaði um skilning á átökum góðs og ills. Hér bera kaflarnir líka lýsandi heiti til að auðvelda yfirsýn yfir bókina. Ævintýrið er samt stærst í LoveStar þegar úlfurinn ber Sig- ríði og Indriða burt úr eyðileggingunni og pen- ingafnyknum í lok bókar. En hvert? Ævintýri líkust LoveStar er samt ekki bara ævintýri þótt margt sé ævintýralegt við bókina, líka ævintýralega fjarstæðukennt. Hugmyndaauðgi er auðvitað megineinkenni bókarinnar og í senn helsti kostur hennar og helsti galli. Lesandi tekst auðveldlega á flug yfir öllum þessum aragrúa hugmynda um hvernig breyta mætti gjörvöllum heiminum, tækni sem boðuð er möguleg, ímyndunarafli og ævintýrum bókarinnar, hvern- ig takmörkunum sem við þekkjum er rutt í burtu. Vísindi færa mönnum ást og hamingju, frið og einingu. Þannig sver sagan sig í ætt við vísindaskáldskap. Hún endar á núllpunkti þar sem eftirlifendur þurfa að endurskoða kerfið eins og það leggur sig. Allt var lagt undir, þótt af öðrum væri, og öllu fórnað. i lok bókar tekur við splunkunýr heimur. Efni bókarinnar skil ég sem gagnrýni á markaðsvæðingu fyrst og fremst og valdníðslu. Hraðinn er aukinn á kostnað rómantíkur og sjálfsprottinna gæða lífsins, nándar og persónulegheita. Enginn get- ur treyst vinum sínum, ekki einu sinni foreldr- um, því að allir eru uppteknir af eigin græðgi og þröngum heimi. Samfélagið gerir sitt ýtrasta til að hámarka arðinn af lífi manns og dauða. Og til þess að þegnarnir geri ekki uppsteyt tryggja vísindin þeim velsæld í orði kveðnu og ham- ingju með EFTlFtSjÁNNi. Fórnarkostnaður hugmyndasældarinnar er rýr persónusköpun og losaraleg framvinda sem byggist á afar mörgum stökum hugmyndum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: