Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 8
Hann sneiddi svo niður banana sem Almedo léttsteikti, og Belín gjóaði þá til hans augunum, einsog til að finna rétta augnablikið. Hún sagði: „Dolores spurði mig hvort þú gætir gert henni greiða." Hann fór heim til Dolores og aftur ískraði í hliðinu. Hún sat í garðstól fyrir aftan húsið, með dagblað á borðinu fyrir framan sig og fletti. Hún hafði litið upp áður en hann kom fyrir hornið því hljóðið í smásteinunum undirfótum hans barst um garðinn. Hún horfði á hann undrandi. Skrjáf og pússhljóð ofan af skúrþakinu rauf þögnina, ungi frændinn var að ganga frá þakrennu. Hann var vel byggður, karlmannlegur en skegghýj- ungur kom upp um aldur hans. Hann leit upptil hans, Dolores líka, svo litu þau hvort á annað. Hún var hvorki köld né hlý, feimin né brussu- leg, haust né vor, himinn né haf. Hann fann hvað það var auðvelt að láta sér þykja vænt um svona konu. Hann sagði henni að garðurinn væri fallegur. Hún kinkaði kolli, en spurði ekki hvort hann væri kommúnisti eða fasisti, né heldur túristi, heldur hvaðan hann væri að koma. „London," sagði hann. „Ferðastu mikið?" „Já, oft, en ekki langt og mikið, og ekki víða." „Það er gott að koma á gamla staði aftur, ekki satt, þá sér maður hvernig hlutirnir hafa breyst." „Og hvernig maður hefur breyst sjálfur," sagði hann. „Ó já. Belín sagði mér að þú hefð- ir búið hér fyrir fimm árum," sagði hún, „en það er hreyfing á fólki á þessum tímum. Hér, fáðu þér appel- sínu." Hann fékk sér appelsínu úr skál á borðinu og byrjaði að flysja hana, ró- legur. „Hún les mikið af skáldsögum," hafði Belín sagt, „stundum finnst henni nútíminn vera vísindaskáld- saga." Myndi það koma henni á óvart að Churchill væri dauður? Og þó. Hún hafði verið mjög falleg, það var ekki um að villast. Hún las og fletti, hann fann að hún treysti honum, hún uml- aði yfir Kosovostríðinu, skoðaði sjónvarpsdag- skrána vandlega og sagði honum aðspurð að hún borðaði morgunverð úti þegar gestir kæmu, en það væri ekki nógu oft. Hún horfði svo á hann góða stund, sagði svo áður en hon- um fór að finnast það óþægilegt: „Láttu fara vel um þig, þetta er gott herbergi." Belín bað hann að hjálpa sér með koffort. Al- medo var í vinnu fram eftir degi. Dolores fór inn. Hann lagðist í hengirúmið og blundaði fram eftir degi. Fluga og fluga suðaði. Hann vaknaði við diskaglamur og Almedo sem kippti i hengi- rúmið. Hann sneiddi svo niður banana sem Al- medo léttsteikti, og Belín gjóaði þá til hans aug- unum, einsog til að finna rétta augnablikið. Hún sagði: „Dolores spurði mig hvort þú gætir gert henni greiða." „Og hvað er það?" „Að fara með bréf til Motril, til systur hans Garcia. Ég held samt að það sé gælunafn, hann gæti heitið eitthvað annað í Motril." „Motril, gælunafn, bréf... uhuuu?" „Já." „Hvers vegna núna?" spurði hann svo, „ég á við, hvers vegna er hún ekki búin að fá ein- hvern annan. Það er liðin meira en hálf öld." „Kannski ertu bara svona líkur honum," fliss- aði Almedo, „endurfæddur, see what I mean." „Sumir hreinlega vilja það ekki. Svo hefur hún reyndar ekki beðið marga," hélt Belín áfram. „Er hann örugglega dauður?" „Samkvæmt náttúrulögmálinu, já, og hún vill vita hvar hann er grafinn áður en hún deyr. Hún sendi tvö bréf í fyrra en fékk ekkert svar." „Láttu reyna á það," sagði Almedo við hann. „Hvers vegna ég?" spurði hann svo. „Við sátum saman í tvo tíma ( dag." „Það er ekki mikil hætta á að þú dragist inní eitthvað sem enginn vill dragast inní hér í hverf- inu," sagði Belín, „sjálf myndi ég helst ekki vilja gera það, þetta er ágætt eins og það er en ég veit ekki hvort hún á skilið svona greiða, það gæti verið bjarnargreiði og farið illa með sam- band okkar." „Hvað ef hann er á lífi?" spurði Almedo. Belín þagði. Hann fann að hann myndi gera þetta. Það hlaut að vera einhver tilgangur með þessu ferðalagi hans. „Ókei," sagði hann. Dolores hafði skorið niður appelsínu á disk og lagt á náttborðið hans áður en hún fór upp. Isha kom, hló og gantaðist. Hún settist á rúm- ið hans og hossaði sér einsog bangsi. Þau svip- uðust svo um í gamla eldhúskróknum, í geymslunni þar sem gömul tímarit lágu í bunk- um og grúskuðu í leyfisleysi. „Jesús!" sagði Isha, „þetta er frá því 1939, sjáðu kjólana sem þær eru í, eða bílana. Eða þetta," og benti á fyrirsögn: „Franco skipar ráð- herra." Þau flettu fleiri blöðum, gamall gítar með slökum strengjum lá á bakvið bunkann, pappa- dót og múrflísar. Klukkan varð sjö, niður frá síð- degisumferðinni kom og fór. Svo settust þau í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: