Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 55
Ofan í hyldýpið? tmm bls. 53
ingar þessarar áskorunar frá íhaldsmönnum
muni beinast eftir einni af þremur brautum.
Sú fyrsta - og sú sem markast af mestri
bjartsýni - yrði knúin af hefðbundinni banda-
rískri miðjustefnu, hagkvæmnispólitík sem
væri óbundin af hugmyndafræði (næstum
ópólitískri). Ef eitthvað er að marka söguna
mun þessi grunntilhneiging í pólitískri menn-
ingu landsins enn og aftur verða ráðandi og
koma í veg fyrir alla langvarandi stefnubreyt-
ingu til vinstri eða hægri. Þar við bætist að
bandarísk stjórnmál gera almenning eðlislægt
tortrygginn á of mikla valdasamþjöppun hjá ein-
staklingi eða flokksklíku. Alveg öndvert við hið
sterka ríki Jakobína og þá hefð sem ríkt hefur í
Evrópu að ríkisstjórnir séu ábyrgar gagnvart
þinginu (sér í lagi áður en kom að nýlegri til-
hneigingu þeirra til að framselja vald sitt), þá
var ríkisstjórn Bandaríkjanna búin til, beinlínis
hönnuð til að vera áhrifalaus, ef ekki hreinlega
lömuð sem stjórnvaldstæki, nema hvað áhrær-
ir stefnu sem breið samstaða væri um. Ef Jap-
anir ráðast á Pearl Harbour munu nánast öll
bandarísk stjórnvöld aðhyllast hernaðarhyggju
og stríð brjótast út. En að reyna að koma í gegn
lagasetningu til umbóta á heilbrigðiskerfinu,
það gæti aftur á móti reynst miklu, miklu tor-
sóttara og ólíklegt að það næði fram að ganga.
Þannig að ef Bandaríkjamenn staðfesta á nýjan
leik hina sögulegu tilhneigingu sem búið hefur
undir stjórnmálalandslaginu þar, þá er von til
þess að þeir muni rísa öndverðir gegn annað-
hvort mjög hugmyndafræðilega hlaðinni pólitík
eða eins flokks samþjöppun valds í stjórn
landsins, eða hvoru tveggja, og sporna með
kosningum gegn núverandi tilhneigingu.
• • •
Það er samt einn hængur meira að segja á
þessari góðkynjuðustu af hugsanlegum afleið-
ingum af tilraun róttækra hægrimanna til að ná
forræði í Bandaríkjunum. Og hann er sá að
hreyfing íhaldsmanna sýnir hættuleg merki
þess að hún sé hætt að lúta bæði formlegum
og óformlegum reglum núverandi pólitískrar
stjórnar. Vísbendingar um þessa tilhneigingu
tóku að birtast á stjórnarárum Reagans, þegar
fjölmörg embætti á æðstu stjórnstigum voru
veitt mönnum sem ýmist höfðu enga þekkingu
á því sviði sem undir þá heyrði eða komu bein-
línis til starfa vopnaðir stefnu sem var ætlað að
leggja viðkomandi stöðu (rúst. Enn syrti síðan
í álinn í Íran-Contra málinu, þegar stjórnin gróf
meðvitað og af ásetningi undan bæði vilja
þingsins og alríkislögunum með því að fjár-
magna starfsemi contra-skæruliða í baráttu
þeirra gegn almenningi og ríkisstjórn sandinista
í Nicaragua. (Margir þessara samsærismanna
og fylgismanna þeirra voru dæmdir fyrir ýmsa
stórglæpi fyrir vikið, en síðan sleppt á grund-
velli tækniatriða eða Bush forseti eldri veitti
þeim sakaruppgjöf. Margir þeirra starfa nú í rík-
isstjórn sonar hans, þar á meðal sem ráðgjafar
hjá Sameinuðu þjóðunum, einn er forsvars-
maður stefnu stjórnarinnar í málefnum Mið-
Austurlanda, annar yfirmaður stofnunar sem á
að freista þess að ná í og skrá upplýsingar um
sérhverja minniháttar færslu eða aðgerð sem
allir Bandaríkjamenn framkvæma. Sá alþekkt-
asti úr hópnum, Oliver North, er einn af hinum
hægrisinnuðu stjórnendum spjallþátta í útvarpi
sem minnst var á hér að ofan.)
Síðan var það hin sannlega andstyggilega og
fullkomlega tilhæfulausa rógtækni (sem nú hef-
ur að fullu verið viðurkennd af einum þeirra
sem þar báru ábyrgð) sem
gripið var til í því skyni að
leggja í rúst mannorð fjand-
samlegs vitnis við lögbundnar
yfirheyrslur vegna tilnefningar
Clarence Thomas (sem er yst
til hægri) til hæstaréttar.
Hreyfing íhaldsmanna vakn-
aði þó fyrst upp fyrir alvöru er
hægrimenn misstu forseta-
embættið árið 1992, embætti
sem þeir voru farnir að trúa
eftir 12 ára valdasetu að til-
heyrði einfaldlega þeim. Nið-
urstaðan var sú að þeir eyddu gríðarlegum fjár-
munum og orku í að níða skóinn af Bill Clinton
á átta árum forsetatíðar hans og vöfðu bæði
sjálfa sig og þjóðina í endalausar málaflækjur út
af málum sem ýmist voru fullkominn tilbúning-
ur (ásakanir um morð, þar á meðal á samstarfs-
manni forsetans og vini Vince Foster) eða þær
skiptu nánast engu máli í víðara samhengi
(Whitewater-landakaupin, kynlífshneykslið
með Monicu Lewinsky). Síðan, nú síðast, og
það sem var svívirðilegast af öllu, þá beittu
íhaldsmenn öllum brögðum til að ræna forseta-
embættinu handa George Bush árið 2000,
meðal annars með ógnaraðgerðum í anda
Gestapo, með því að hindra að þeldökkir gætu
kosið og með því að láta hægri meirihlutann í
hæstarétti fótumtroða allar grundvallarreglur
sem hann hafði áður aðhyllst um lögfræðilega
aðgát og virðingu fyrir ríkislögum til að stöðva
talningu atkvæðaseðla og afhenda Bush sigur (
kosningunum.
Aðeins einfeldningur myndi halda að slíkar
aðferðar væru nýjar af nálinni í bandarískum
stjórnmálum. Nixon gerði að öllum líkindum
enn verr þegar hann notaði leyniþjónustu ríkis-
ins og lögfræðistofur til að ofsækja óvini sína
innanlands og viðhafði „óþverrabrögð" til að
eyðileggja andstæðinga sína í kosningum. Og
John Kennedy stal að öllum líkindum kosning-
unum 1960 með því að láta möndla við atkvæði
í lllinois. En eðli og tíðni árása hægrimanna hafa
nú stökkbreyst í óbilgirni þeirra sem hafa rétt-
lætið og sannleikann sín megin, og sú pólitík
sem fer fram úr venjulegum kryt skilur nú eftir
sig sviðna jörð líkt og í stríði. Það sem ofan-
néfnd dæmi gefa til kynna er að umrædd hreyf-
ing sé reiðubúin að leggja í rúst stofnanir hins
bandaríska stjórnkerfis ef
þörf krefur í viðleitni sinni
við að gersigra andstæð-
inginn og þetta er bæði nýtt
og vekur umtalsverðan
ótta. Mál Bills Clintons er
fyrirheit um þetta. Clinton
var vissulega enginn kór-
drengur en afbrot hans í
starfi má kalla smásyndir,
ekki alvarlega stórglæpi.
Það sem hér er áhugaverð-
ast er að Clinton var naum-
ast róttæklingur eða jafnvel
Hreyfing íhalds-
manna sýnir hættu-
leg merki þess að
hún sé hætt að lúta
bæði formlegum
og óformlegum
reglum núverandi
pólitískrar stjórnar.