Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 7
tmm bls. 5 sem var kunníngi kunningja fjölskyldunnar, en fasisti og vann fyrir Franco," hélt Belín áfram, „þau fundu hann nánast í símaskránni, var sagt. Hann byggði húsið og þetta húsnæði hér fyrir þjónustufólk. Og hingað fluttu þau, en hún var meira og minna lokuð inni." „Lokuð inni?!" sagði hann og hætti við að stinga uppí sig ólívu. „Allt til enda borgarastyrjaldarinnar, og næstu þrjátíu ár á eftir." „Hvers vegna?" „Hann tók hana þó með sér út að borða einu sinni í viku til að sýna hana viðskiptavinum sín- um,“ sagði Almedo. „Ó," hrökk uppúr honum, „svoleiðis". „Aha," sagði Almedo. „Hún hefur ekki viljað fara út fyrstu árin, eða hann hefur verið hrædd- ur um að hún héldi áfram að leita að Garcia, fyndi andspyrnuhreyfingu og annað í þeim dúr, það er aldrei að vita með svona fasista, þeir eru paranoid einsog allir sem hafa eitthvað á sam- viskunni." Hann vissi að stríðinu í Andalúsíu lauk nokkrum dögum eftir að fólk flúði austur eftir ströndinni, í áttina að smábæjunum Nerja og Motril í von um að komast norður til Murcia á svæði lýðveldissinna. Franco var grimmur, en honum fannst það ekki sjálfum þegar hann steig útúr tjaldi sínu í marokkósku sólinni og undirbjó innrás. Og rétt fyrir utan andalúsísku ströndina lágu ítölsk herskip og skutu á fólkið sem flúði undan hersveitum hans, og sum lík ultu niðrí fjöru. „Seinna var maðurinn hennar Dolores sagð- ur hafa átt í vopnaviðskiptum í gegnum skrif- stofu á Marbella, hvítþvegið peninga og selt Carlosi og fleiri terroristum flugelda," sagði Belín, „svo dó hann fyrir tíu árum, engin börn og hún opnaði garðshliðið. Hún þurfti að endur- fæðast og komast út í lífið á ný. Hliðið stóð opið í nokkur ár án þess að nokkur kæmi inn nema ungur frændi hans sem færði henni mat og sjónvarpsdagskrána, og án þess að hún færi Hægur vindurinn af hafinu var hlýr, öldurnar lyftust og lögðu rólega undir sig hausinn áður en þær runnu uppí sandinn. Hann fékk sér djúpsteiktar sardínur með sítrónu, brauð og bjór á ströndinni, gekk svo vestur eftir. mikið út. Hún bað um El País skrána, það eru margar myndir í henni." Þau kláruðu bjórinn og síðustu ólívuna. Það var hætt að rigna og klukkan orðin tíu. „Hún spyr hvort þú sért kommúnisti eða fas- isti," sagði Belín, „ef þú ert fasisti þarftu að borga 10.000 peseta fyrir vikuna en annars ekki neitt." „Ég segi þá að ég sé túristi," sagði hann. Belin gekk með honum út úr garðinum, gluggahlerarnir á húsi Dolores voru allir lokaðir, trjágreinarnar vörpuðu skugga af tunglskininu á hvítkalkaða veggina. Honum fannst hann vera að ganga inní sögu sem annar hafði skrifað. En hann gat lagt hönd á húsið og fundið fyrir því, ekkert plat, engin ímyndun, strokið hendinni niður vegginn, inni var Dolores, úti voru fasist- arnir. Skyndilega hikstaði hann snöggt. „Hvað er að?" spurði Belín. „Ég er búinn að láta bissnissinn frá mér, þetta er ekki fyrir mig, og er að missa húsið líka," sagði hann, „þetta er mér að kenna. Hún rak mig út í von um að halda því með nýj- um manni. Og ég er að hugsa um að fara ekki aftur, fara eitthvert annað, eða vera hér. Ég veit ekki. Ég er lost, og ég er dáldið fullur núna." Það ískraði í garðshliðinu og þau smelltu kossi á hvora kinn. „Komdu fyrir hádegi," hvíslaði hún, „þá verð ég búin að tala við Dolores." Morgunsólin var sterk, borgin iðandi og hann opnaði franskar svaladyrnar áður en hann fór í sturtu. Svo gekk hann frá hótelreikningnum og tók strætó austur til Pedregalejo. Dolores var farin, hafði skroppið inní bæ, Belín fór með hann inn. Þau fóru inn- um aðaldyrnar sem Dolores notaði aldrei, hún notaði bakdymar sem lágu beint inní eldhús. Eldhúsið og sjónvarpsherbergið á jarðhæðinni var eina plássið sem hún notaði auk efri hæðarinnar. Hinn hlutinn var ónotaður, og vítt til veggja og hátt til lofts í aðalanddyrinu. Grænt, þungt leð- ursófasett frá seinna stríði stóð rykfallið uppvið vegginn á vinstri hönd, á hægri hönd stóð kommóða og þar innaf voru dyr að eldhúskrók, geymslu og klósetti. Allt var rykfallið, dimmt, hlerarnir fyrir gluggum og gólfið bert. Hann gat ímyndað sér hvernig skuggar þeirra féllu á gólf og veggi þegar þeir gengu inn. Viðskipti þeirra væru svo vel ígrunduð að þeir þyrftu ekki að ræða hver væri þess verður að vera óvinur þeirra. Þeir voru vinir Francos og tilbáðu Maríu mey. Hann lét töskuna detta á gólfið. Lítill sólar- geisli þrengdi sér inn frá geymslunni og skar rykið í loftinu. í bland við gamla leðurlyktina fann hann sæta lykt af appelsínum sem virtist svífa innanúr eldhúsinu. Og við sófann voru dyrnar inní herbergið hans. Hvítir veggir og rúm sem Dolores hafði búið um fyrir hann. Hár og mjór fataskápur, lítið náttborð með lampa, raf- magnssnúran lá í tvennu lagi, plús og mínus, óbreytt frá því í seinna stríði. Belín lét hann hafa kúst og hann sópaði rykið úr loftinu. Það brakaði í gormunum í rúminu, Belín opnaði gluggahlerana og hann tók uppúr töskunni. Hann færi svo niðrá strönd. Hægur vindurinn af hafinu var hlýr, öldurnar lyftust og lögðu rólega undir sig hausinn áður en þær runnu uppí sandinn. Hann fékk sér djúpsteiktar sardínur með sítrónu, brauð og bjór á ströndinni, gekk svo vestur eftir. Skemmtistaðirnir sváfu á daginn. Allt var á sín- um stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: