Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 56
ýkja frjálslyndur hvað hugmyndafræði varðar. Hann var íhaldssamur demókrati, sem gerði hann að fremur miðjusæknum forseta og hvað eftir annað gátu ákvarðanir hans hæglega kall- ast hægra megin við miðju (t.a.m. í málefnum WTO, NAFTA og varðandi endurbætur í vel- ferðarmálum). Samt hötuðu íhaldsmenn Clint- on og eiginkonu hans af ástríðu sem gat verið undraverð, að þvílíku marki að þeir voru reiðu- búnir að valda bæði forsetaembættinu stór- felldri minnkun, sem og þinginu og jafnvel sjálf- um sér að endingu í aðför sinni að Clinton-hjón- unum. Þetta, að viðbættu hneykslinu mikla í for- setakosningunum 2000 - sem vó að sjálfum innviðum lýðræðisins, svo ekki sé minnst á heiðarleika og lögmæti hæstaréttar - bendir til nýs vilja íhaldsmanna til að sigra með öllum ráðum, þar á meðal því að leggja í rúst sjálft hið pólitíska stjórnarfar sem er undirstaða baráttu eftir forsetaembættinu og öðrum opinberum stöðum. Að þessu leyti er hin ofstopafulla og róttæka íhaldshreyfing sem nú er risin upp öðruvísi og ógnvænlegri en hreyfingin í kring- um Nixon eða meira að segja Goldwater. Það virðist ekki algerlega út í hött eins og sakir standa að þessi hreyfing krefðist einfaldlega valda burtséð frá duttlungum kjósenda (eða kannski með því að sveigja þessa duttlunga að þörfum sínum fyrir kosningar með óvönduðum meðulum). Það kann að vera býsna langsótt að ímynda sér valdarán í Bandaríkjum nútímans. En kannski, með áframhaldandi krísu í öryggis- málum, hreyfingu íhaldsmanna sem trúa bví að þeir einir séu færir um að fara með stjórn lands- ins, sömu hreyfingu fúsari að leggja í rúst stofnanir bandarísks lýðræðis en að missa völd- in, her sem að miklum meirihluta fylgir stefnu íhaldsmanna og stjórnarandstöðu sem skortir allan dug og undirdánuga fjölmiðla, umtals- verða skerðingu á borgaralegum réttindum sem þegar er raunar hafin án andmæla almenn- ings (raunar með stuðningi þessa sama al- mennings), og nær helmingur almennings læt- ur auðveldlega sannfærast um að tengsl séu á milli Al' Qaeda og Saddams Husseins - að öll- um þessum forsendum gefnum er valdarán (eða jafnvel hægfara, stigvaxandi útgáfa þess) ekkert sérlega fjarlæg hugsun. Og ef svo er, þá er þessi „góðkynjaða" fyrsta mögulega fram- vinda mála ekkert sérlega góðkynjuð lengur. Ef þessar skyldu nú verða lyktir mála (fylgist grannt með kosningunum 2004, því ef kjörið stendur tæpt verður háð stórkostlega mein- skeytt kosningabarátta af hálfu repúblikana, og fylgist svo með því hvort næsta forseta úr röð- um demókrata verður leyft að stjórna við sann- gjarna gagnrýni frá stjórnarandstöðunni fremur en að vera ofsóttur með niðurrifsáróðri frá upp- hafi til enda), þá virðast tveir aðrir möguleikar líklegir í framhaldinu. í fyrsta lagi að þau öfl sem ekki eru afturhaldssöm haldi áfram tutt- ugu ára ferli undirgefni og uppgjafar og yfirráð róttækra hægrisinna í bandarískri pólitík verði alger og varanleg um fyrirsjáanlega framtíð. Hinn möguleikinn er sá að þeir hinir sömu reyni að sporna gegn niðurrifi frjáls- lynds lýðræðis (þó senni- lega til einskis á endanum) og Bandaríkin steypist inn í borgarastyrjöld sem að eðli yrði líkari spænsku borgara- styrjöldinni en þeirri sem háð var í Bandaríkjun- um á 19. öld (og snerist um sambandsslit og, í minni mæli, þrælahald). • • • Tilgangurinn með þessari grein er ekki að halda spámannlega bölmóðsræðu um framtíð Banda- ríkjanna. Engu að síður eru hættuleg teikn á lofti sem tjóir ekki að afneita, enda þótt aðrir sem um málið fjalla hafi gert það. Tilgangurinn hér er fremur að lýsa núverandi pólitísku ástandi í Bandaríkjunum, með sérstakri tilvísun í aukna gjá á milli Bandaríkjanna og Evrópu, og að útskýra ágreininginn þar að baki. Við höfum séð eina skýringu á þess- ari þróun mála - skýringu ný-íhaldsmannsins Ro- berts Kagans - sem, eins og sýnt hefur verið fram á, er jafn ósönn og hættu- leg og hún er ítarlega framsett. Eins og oft vill verða í viðlíka málum er betri skýring miklum mun einfaldari. Sú útskýring er sú að hinir sömu íhaldsmenn og hafa verið reiðubúnir að eyðileggja rúmlega tvö hundruð og tuttugu ára gamla lýðræðishefð og stofnanir innanlands í því skyni að ná mark- miðum sínum eru nú í raun við stjórnvölinn í landinu, og þeir hafa sýnt sig jafnvel enn fúsari að leggja í rúst hálfrar aldar gömul alþjóðleg sambönd og stofnanir þegar hvort tveggja þvælist fyrir íhaldssömum stefnumiðum þeirra. Enn og aftur sést málið í skýrustu Ijósi með því að líta á tímasetningu þess. Evrópulönd og Bandaríkin hafa ekki fjarlægst hvert annað út af öryggismálum um langa hríð, né heldurá neinn grundvallarmáta menningarlega. Og það er einkar rangt að gera því skóna, eins og Kagan gerir undir rós, að það séu Evrópulönd sem hafi fjarlægst fyrri sáttmála milli landanna eftir að hafa dregið rangar ályktanir af vel heppnuðum sameiningarmálum í eigin ranni, uppi á ein- hverjum heimspekilegum tindi í hugmynda- fræðilegri einfeldni. Auðvitað eru það fremur bandarísk stjórn- völd sem hafa horfið frá langvarandi (en kannski ófullkomnum) sáttmála Vesturlanda Það kann að vera býsna langsótt að ímynda sér valdarán f Bandaríkjum nútímans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: