Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 45
Afganistan tmm bls. 43
Leiðtogar
Ahmed Shah Massoud - leiðtogi Norður-
bandalagsins, drepinn 2001. Stjórnaði
Kabúl 1992-96.
Gulbuddin Hekmatyar - stríðsherra og
fyrrverandi forsætisráðherra. Pastúni og
öfgatrúarmaður frá norðurhlutanum.
Studdur af Bandaríkjunum og Pakistan.
Meintur stríðsglæpamaður og náinn
samstarfsmaður bin Ladens. Andstæð-
ingur talibana en stuðningsmaður þeirra
eftir árás Bandaríkjanna í október 2001
og hótar nú jihad gegn Bandaríkjunum.
Abdul Rashid Dostum - uzbeki og stríðs-
herra. Berst með hæstbjóðanda hverju
sinni. Svikull og meintur stríðsglæpa-
maður. Leiddi Norðurbandalagið, situr í
stjórn landsins með velþóknun Vesturveld-
anna og er yfirmaður hins nýja þjóðarhers.
Abdul Ali Mazuri - leiðtogi hazara (lést í
höndum talibana 1995).
Burhanuddin Rabbani - skipaður forseti
1993. Tajíki, styrktur af íran eftir 1993.
aprílbyltingin 1978, þar sem Daoud var myrtur,
og innrás Sovétríkjanna ári seinna. Með henni
nálguðust þau olíuríkin og flutningaleiðir í suðri.
Stjórn skæruliða 1992-95/96
Bandaríkin hurfu á braut eftir fall Sovétríkjanna
og létu þar með Pakistan, Sádi-Arabíu, íran,
Indland, Rússland og Tyrkland eftir að berjast
um áhrif í landinu auk fjölmargara hryðjuverka-
hópa. Norðurbandalagið (tajikar, hazerar og uz-
bekar) varð til á þessum tíma í andstöðu við
talibana og grimmd hermanna þess var nær
ólýsanleg. Leiðtogar þess voru Ahmed Shah
Massoud og eftir dauða hans Burhanuddin
Rabbani. Konum og stúlkubörnum var nauðg-
að, þær neyddar í hjónabönd með óvinum og
seldar sem herfang. Fyrmefndu ríkin komu tali-
bönum til valda og íran studdi leiðtoga hazera
og tajika. Grimmdarverk stjórnvalda í Kabúl
urðu til þess að þau skorti lögmæti í augum íbú-
anna. Talibanar náðu völdum í Kabúl í septem-
ber 1996.
Talibanar
Talibanar eru afsprengi langvarandi stríðsátaka,
„munaðarleysingjar stríðsins" eins og Ahmed
Rashid nefnir þá. Þeir eru pastúnar frá norður-
héruðunum, ungir drengir og menn, sem ólust
upp í flóttamannabúðum í Balukistan og Pakist-
Öfgatrúarmaður og leiðtogi stærsta
flokks þeirra. Leiðtogi Norðurbandalags-
ins og meintur stríðsglæpamaður.
Ismael Khan - stríðsherra í Herat og studd-
ur af l'ran. Bandamaður Dostum gegn
talibönum. Úthrópaður af mannréttinda-
samtökum en dásamaður af Bandaríkja-
stjórn.
Sima Samar- læknir og ráðherra málefna
kvenna í bráðabirgðastjórn Karzais.
Stofnaði sjúkrahús, heilsugæslustöðvar
og skóla í Pakistan og Afganistan. Hrakin
úr embætti.
Meena - baráttukona og andstæðingur inn-
rásar Sovétríkjanna. Stofnaði Byltingar-
samtök afganskra kvenna (Rawa) árið
1977, sjúkrahús og vinnustaði fyrir flótta-
konur í Afganistan og Pakistan. Myrt af
leppstjórn Sovétríkjanna árið 1987.
Hamid Karzai - forseti bráðabirgðastjórnar-
innar, pastúni. Kallaður „borgarstjórinn í
Kabúl".
an. Þeir kynnust hvorki venjulegu lífi í þorpum
og bæjum né lærðu þeir til nokkurra verka.
Margir þeirra voru munaðarleysingjar og um-
gengust ekki konur. Flestir gengu í trúarskóla
(madrassas) afganskra múlla, þ.e. þeirra sem
leiða bænirnar í moskunum eða trúarleiðtoga,
þar sem fákunnandi „kennarar" mötuðu þá á
eigin túlkunum á íslam og vöruðu þá síðast en
ekki síst við konum. Margir aðrir madrassas
voru reknir af öfgaflokkum í Pakistan en fjöldi
þeirra mun vera um tíu þúsund. Það eina sem
þessir ungu pastúnar kunnu var að fara með
vopn.10 Þúsundir Pakistana og hundruðir Araba
gengu í lið með talibönum. Pakistan og Sádi
Arabía hafa fjármagnað starfsemi þeirra.
Talibanar náðu nokkrum héruðum á sitt vald
árið 1994 og í september 1996 náðu þeir Kab-
úl. Fyrstu verk þeirra voru að ná stjórn á konun-
um með dagskipun í nóvember það ár. Konum
var bannað að fara út, tónlist mátti hvergi heyr-
ast, bannað var að horfa á sjónvarp, dansa,
leika sér með flugdreka og karlmönnum bann-
að að skerða skegg, svo nokkur dæmi séu
nefnd.
Ofsóknir á hendur konum urðu enn alvarlegri
þegar þeim var bannað að vinna en á þeim tíma
báru um 100.000 ekkjur ábyrgð á fjölskyldum
sínum. Menntakerfið hrundi en konur voru nær
helmingur kennara.
Eitt búddalíkneskjanna sem
talibanar sprengdu í loft upp.
Stjórnarháttum talibana er erfitt að lýsa með
orðum en á fáeinum vikum tókst þeim að brjóta
öll mannréttindi. Mannréttindaráð Sameinuðu
þjóðanna fordæmdi talibana og öryggisráðið
einnig en til lítils. Talibanar lögðu jarðsprengjur,
eyðilögðu heimili og uppskeru og börðust með
hermönnum á barnsaldri." Landsmenn bjuggu
við .hrottafengnar pyntingar og harðræði og
geigvænlegur ótti ríkti. Alþjóðasamfélagið vakn-
aði upp við vondan draum þegar talibanarnir
sprengdu búddalíkneskin í Bamiyan-héraði í loft
upp í mars 2001.
Tilurð hins herskáa íslams
Eins og fram hefur komið ákváðu bandarísk
stjórnvöld að efla andspyrnu gegn innrás Sovét-
ríkjanna með öllum hugsanlegum ráðum. í ná-
inni samvinnu við leyniþjónustu Pakistans, ISI,
voru mestu öfgahópar múslima fjármagnaðir
en litið fram hjá hófsamari öflum. Skæruliðarnir
(mujahedin / hermenn guðs, sem heyja jihad /
heilagt stríð), fengu um 3,3 milljarða dollara
framlag frá Bandaríkjunum og um 4 milljarða