Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 10
stoppa rétt áður en komið væri til Almunécar klukkan sex til að hleypa honum út. Næsta rúta færi klukkan átta. Fyrir neðan veginn lá brekka niður að litlum slútandi dal, einsog laut, þar sem gröfin var. Hann tók upp kíkinn. Frá lautinni sást vel yfir hafið, í vestur í átt að Malaga, Costa del Sol, Torremolinos, Fungerola, Marbella og Gíbraltar í ósýnilegum fjarska. Það glitti í þak lestarinnar á milli Malaga og Torremolinos, lestin sem hann tók stundum á laugardagskvöldum forð- um, með hundrað rauðum bjórþöndum túrist- um. í austur var opið hafið, nokkur skip, ferja og smábátar uppvið strönd. Hann stakk kíkin- um í töskuna og fikraði sig neðar í brekkuna. Jarðvegurinn var harður, gróðurlítill og næstum brenndur af sólinni. Þarna höfðu lík oltið ofan í fjöru, önnur höfðu endað í lautinni og verið grafin þar. Hann settist í brekkuna, skammt undan höfðu herbátar Mússólínís legið á Ijós- bláum haffletinum og skotið á fólk. Hann ímyndaði sér hvellina, fann lyktina af storknuðu blóði renna saman við þurra moldarlykt og ryk sem þyrlaðist upp þegar líkin runnu niður hlíð- ina. Þarna lá Garcia, og rosknir heimamenn hjuggu í svörðinn undir byssukjöftum til að koma honum undir moldu. „Guð blessi Dolores," tautaði hann með sér. Þegar hann kom um kvöldið sá hann í fyrsta sinn að hún hafði kveikt útiljós. Lítil rafmagns- lukt hékk við innganginn og varpaði Ijósi niður gangveginn. Hún sat í sjónvarpsherberginu og dottaði í stólnum innvið eldhúsdyrnar með heyrnartól tengd við sjónvarpið. Þegar hann bankaði og stakk hausnum inn tók hún heyrn- artólin strax niður og benti honum að koma til sín. Hún hafði tilbúinn kaffibolla og samloku fyr- ir hann á litlu borði næst sér, og appelsínu- sneiðar á litlum hvítum disk með bláu munstri. Hann hafði aldrei komið á þennan stað í húsinu áður, settist við hliðina á henni, og hún leit á hann svipbrigðalaus. „Nú jæja," sagði hún. Hann spurði: „Hefurðu einhverjar fleiri upp- lýsingar um Garcia?" „Upplýsingar?" sagði hún. „Já." „Jú," stundi hún, „hann var myrtur vegna þess að hann átti myndir af ýmsum framá- mönnum og njósnurum sem hittust hérna útfrá dagana áður en Franco kom fyrst til Spánar. Það var stuttu eftir innrásina, og ég trúi því að hann sé með myndir, allavega filmur." „Myndir af hverju?" spurði hann. „Manninum mínum sáluga til dæmis, með fasistunum." Þá rann upp fyrir honum að morðið á Garcia var stríð um hana. Að maðurinn hennar hafði látið myrða Garcia. „Vissi hann af Garcia?" „Ó já, Garcia sagði honum að ég myndi aldrei geta elskað hann. Sem var rétt, allar ástir á eftir þeirri fyrstu verða í besta falli viðmiðanir." „Lét maðurinn þinn fyrrverandi drepa hann?" „Já. Hann vissi að hann hafði flúið austur eft- ir ströndinni og lét lýsa eftir honum sem njósn- ara og hættulegum skæruliða. En hann var bara Ijósmyndari. Hann tilkynnti mér sjálfur að Garcia hefði verið skotinn svo ég gæti farið að gleyma honum." Svo horfði hún á hann, ennþá svipbrigðalaus, og beið eftir frekari fréttum. Hann rétti henni upplitað blaðið: „Systir hans segir að þú megir grafa," sagði hann. Eftir miðnætti fór hann niðrá strönd, hringdi í Ishu úr símaklefa en það hringdi út. Hans þætti var lokið, nú gæti Dolores látið grafa. Hann fór aftur heim, sat góða stund í herberginu og blaðaði í ferðabæklingum áður en hann fór að sofa. Hann myndi kannski fara beint aftur heim. Eftir gólfinu hríslaðist straumur fortíðarinnar, fótatak þeirra á mölinni fyrir utan færðist nær og þeir gengu inn, fjórir, töluðu hratt og stund- um tveir í einu, klöppuðu eiginmanninum á öxl- ina eftir að hafa séð Dolores, og hældu honum Myrir kjólinn sem hún var í. Hann spilaði við Belín og Almedo á kvöldin, einsog forðum. Dolores skar reglulega fyrir hann appelsínur í báta og skildi þá eftir á nátt- borðinu. Honum var farið að líka betur og betur við það, það var ferskt eftir heitan sólardag og svalandi fyrir svefninn. Hún þreif anddyrið og dustaði ryk, sló teppi yfir gamla sófann og skildi eftir rifu inní sjónvarpsherbergi einsog hann væri velkominn inní einkalíf hennar. Isha spilaði stundum við þau í þjónustuhús- unum, og þau fóru út að borða og þau Isha elskuðust flestar nætur. Hann sagði henni svo að hann myndi fara heim. „Jæja vinur," sagði Isha.... have a nice life." Síðasta daginn spurði hann Dolores hvað hún ætlaði að gera. Hún sagði honum til undr- unar að uppgröfturinn væri þegar byrjaður, og hún myndi sjá til þess að hann fengi fréttir af árangrinum ef hann vildi. Hún sagðist myndu vekja hann snemma morguninn eftirtil að hann næði vélinni og hafa til fyrir hann kaffisopa og appelsínu. Hún hafði þrifið enn betur í anddyr- inu og geymslan var orðin einsog ný, eldhús- krókurinn tilbúinn og gluggahlerar opnir uppá gátt. Seinna frétti hann af mikilli veislu, erfi- drykkju með langborðum útí garði og djass- hljómsveit undir pálmatré. Síðustu nóttina heyrði hann létt fótatak koma inní herbergið og nema staðar á miðju gólfi. Hann var ungur, andlitið fölt og slétt, hann hélt á mynd sem hann hengdi uppá vegg gegnt rúminu hans. Svo fór hann. í tunglskin- inu sá hann innrammaða svart-hvíta myndina, af húsaröð undir fjalli, strönd, hafi og smábát- um skammt undan. Og Dolores sat í brekkunni og brosti feimnislega. Morguninn eftir stóð hún í hliðinu, horfði á eftir honum ganga vestur eftir götunni. Hún sagði ekki orð, stóð aðeins kyrr í hliðinu við „Luisa" og horfði, allt þar til hann var kominn á enda götunnar. Einar Þór Gunnlaugsson (f. 1964) er kvikmyndaleikstjóri og MA f stjórnun frá City University Business School í London. Hann var einn af leikstjórum kvikmyndarinnar Villiljós og mynd hans The Third Name verður frumsýnd í Bandaríkjunum f sumar. Einar Þór starfar við kvikmyndagerð á Englandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: