Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 11
Augun gul, hárið blátt og blóðið grænt
Ferðin til stjarnanna og upphaf íslensks vísindaskáldskapar
í minningunni eru allar ísienskar skáldsögur eftir-
stríðsáranna annaðhvort um kindur eða komm-
únisma, eða þá hvort tveggja. Fáar skáldsagna-
persónur komust út fyrir landsteinana og hvað
þá með fæturna afjörðinni. Líklega er ég þó einn
af þeim lesendum sem Hallgrímur Helgason
sagði að hefðu ekki opnað bók í 30 ár.1 I það
minnsta ekki eftir höfundinn inga Vítalín. Því
þegar ég loks opnaði eina slíka, þá sveif aðatper-
sóna um í iofttæmi, skepnur höfðu fleiri fætur en
fjóra og stjórnarfar var breytilegt frá einni plánetu
til annarrar. Reyndar stillti höfundur sig hvorki
um að minnast á kindur né kommúnisma en
hugurínn var frjáls og tungan laus í munni.
Allt hófst þetta á því að reykvíski menntaskóla-
kennarinn Ingi Vítalín var gripinn óskýranlegri
löngun til þess að ganga á Esjuna, þrátt fyrir að
hann legði slíkt ekki í vana sinn: „Ég lagði af
stað upp úr hádeginu, kunningi minn einn ók
mér að Skeggjastöðum, en þaðan tók ég svo
þeina stefnu upp fjallið ... Ég var létt klæddur,
en hafði með mér nesti. Því skal ekki neitað, að
mér þótti þetta dálítið einkennilegt ferðalag."2
í Esjurótum er hans vitjað af lífverum á
hærra vitundarstigi, sem í raun hafa lokkað
hann þangað með fjarhrifum. Fyrr en varir er
hann lagður af stað í stutta kynnisferð til
tunglsins þar sem hann er leiddur í allan sann-
leika um það sem leynist á hinni hlið þess. En
tunglferðin réynist aðeins forsmekkurinn af því
sem hann á eftir að sjá. Á þessum nótum hefst
saga Inga Vítalíns Ferðin til stjarnanna sem
kom út í Reykjavík árið 1959 og er, að því best
er vitað, fyrsta tilraun íslendings til þess að
setja saman vísindaskáldskap. Höfundur er sér
meðvitaður um þessa nýlundu en í auglýsingu
sem birtist í Þjóðviljanum, Alþýðublaðinu og
Morgunblaðinu í marsmánuði 1959 segir að
Ferðin til stjarnanna sé „fyrsta vísinda-
skáldsagan sem hér hefur verið rituð."3
Samræðu við hið nýstárlega bókmenntaform
má einnig finna í orðum aðalsöguhetjunnar
sjálfrar þar sem Ingi Vítalín situr á tali við hina
skrautlegu geimveru Hvorr frá jarðstjörnunni
Kim, en Hvorr er sagður afburða geðfelldur
maður þótt hár hans sé blátt, blóðið grænt og
augun gul. Ingi segir:
Mér var hugsað til „science fiction"-bóka, er
ég hafði lesið, og færði þær í tal við Hvorr.
Það kom í Ijós, að hann hafði einnig kynnt
sér nokkrar þeirra. - „Höfundarnir eru marg-
ir hverjir athyglisverðir, en þá virðist einkum
skorta innsæi, þá tegund hugmyndaflugs, er
verður fyrir áhrifum frá æðra vitundarlífi."
(52)
Hér er vísað til vísindaskáldskapar undir er-
lenda heitinu „science-fíction" í stað íslenska
heitisins vísindaskáldsögur sem sýnir glögg-
lega hvar fyrirmynda er leitað. Fyrir árið 1959
höfðu vísindaskáldsögur verið aðgengilegar
lesendum á íslensku en allar voru þær þó eftir
erlenda höfunda. Það er ekki laust við að hér sé
einnig að finna vísbendingu til lesenda um það
hver sérstaða bókarinnar sé. I Ferðinni til stjarn-
anna skortir ekki „áhrif frá æðra vitundarlífi".
Brosleg er einnig sú hugmynd að geimverur
lesi vísindaskáldsögur.
Veröld í tilraunaglasi
Áður en lengra er haldið er vert að huga að
mörkum vísindaskáldskapar sem bókmennta-
forms, forsögu þess og sérstöðu í samanburði
við önnur bókmenntaform. I Hugtökum og heit-
um í bókmenntafræði er að finna eftirfarandi
skilgreiningu:
Vísindaskáldsögur (e. science fiction). Fram-
tíðarskáldskapur sem byggir á ímyndunarafli
og vangaveltum um nýjungar í vísindum og
tæknilega þróun. Sögusvið v. er oft alheimur
allur; við sögu koma undarlegar verur frá fjar-
lægum plánetum; oft er skapadægur mann-
kyns yfirvofandi eða jafnvel afstaðið ... Ræt-
ur v. liggja í klassísku útópíunni, en einkum
þó í framförum náttúruvísinda á 19. öld og
ofurtrú á hugsanlega framvindu þeirra.4
Lengi má fínna annmarka á skilgreiningum af
þessu tagi. Þannig er saga Inga Vítalíns ekki
framtíðarsaga heldur er látið líta út fyrir að hún
gerist í samtíð höfundar. Sögusvið vísinda-
skáldsagna getur oft verið annað en alheimur
allur, t.d. gerist Sæfarinn (Vingt mille lieues
sous les mers) eftir Jules Verne alfarið neðan-
sjávar og frásagnir af flakki aftur í tímann draga
oftar sögulegar persónur á svið heldur en und-
arlegar verur.5 Engu að síður er að finna hér
eins konar meginlínur sem eiga við margar sög-
ur af þessu tagi. Benda má á hvernig vísinda-
skáldsagan bankar oft á dyr annarra bók-
menntaforma svo ekki verður hægur leikur að
fella sögurnar í einn flokk frekar en annan.
Þannig gætu margar bóka Victors Appletons
um vísindasinnaða unglinginn Tom Swiftfrem-
ur talist til spennusagna en vísindaskáldskapar
og ýmislegt í Sæfara Jules Verne ber óneitan-
lega’ margt í sér af hugmyndum upplýsingar-
frömuðanna. Er kapteinn Nemo ef til vill neðan-
sjávar Atli, svo vísað sé í fyrirmyndarbónda
Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, sem
stundar garðyrkju á hafsbotni?
Krafan um vísindalegan trúverðugleíka virð-
ist oft koma fram í gagnrýni á vísindaskáldskap.
Höfundur vísindaskáldsögu getur aðeins rifið
sig lausan frá raunvísindalegri þekkingu og gef-
ið ímyndunaraflinu lausan taum svo lengi sem
það flug brýtur ekki í bága við þær uppgötvanir
sem þegar hafa verið gerðar á visindasviðinu.
Þetta kemur skýrt fram hjá höfundinum Stani-
slav Lem í viðtali sem birtist í tímaritinu
Science-Fiction Studies árið 1986: „Ég hef