Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 58
sem hugtak í nútímasagnfræði.) Þessi afger- andi tímamót gætu sem best orðið forseta- kosningarnar 2004. Ef Bush nær endurkjöri það ár geta Evrópubúar með rétti dregið þá ályktun að almenningur í Bandaríkjunum hafi viljugur stutt stefnu róttækra hægrimanna í tvennum kosningum, ef ekki þrennum. Þegar svo er komið, þá má vel vera að vísun í ríkisstjórn og stefnu til að skýra núverandi óstarfhæfni Vest- urlanda hafi sjálf getið af sér pólitískt menning- arlegan klofning líkan þeim sem Kagan hefur lýst. En ótvírætt og þveröfugt við það sem Kag- an staðhæfir, þá munu það hafa verið Bandarík- in sem viku af leið frá Atlantshafssáttmálanum á 20. öld með því að sveigja skarpt til hægri, fremur en Evrópubúar hafi gert svo með því að sveigja til vinstri. Önnur ástæða til að óttast er að Kagan sjálf- ur gæti orðið til að skapa þann klofning sem hann staðhæfir svo ranglega að nú sé til orðinn, af ástæðum og með aðferðum sem hér hafa verið raktar. Það virðist nógu Ijóst að ætlun hans sé að sannfæra bandarískan almenning um að þessi tvö þjóðfélög hafi haldið hvort sinn veg og að fyrir bragðið geti velviljaðir Banda- ríkjamenn sem hafa áhyggjur af varnarmálum áhyggjulaust látið sem vind um eyrun þjóta síð- ustu vælandi umkvartanir hinna friðelskandi Venusarbúa handan Atlantsála. í slíkum málum skiptir öllu hvað menn hafa á tilfinningunni, og ef Bandaríkjamenn taka að trúa því að Evrópu- búar séu hættir að skipta máli í ákvörðunum um bandaríska utanríkisstefnu, þá munu þeir vissulega vera hættir því. Frá sjónarhóli Evrópubúa, ef við gerum því skóna í þágu umræðunnar (því engin leið er að vita hvernig fer) að grafa muni undan farvegi heilbrigðra tengsla yfir Atlantshafið fremur en að þau styrkist, þá munu nokkrir áhugaverðir kostirstanda til boða. Bandarísk utanríkisstefna mun hafa haft þau kaldhæðnislegu áhrif (eða er það svo? - það veltur á því hve hallur maður er undir samsæriskenningar) að búa til óvini þar sem engir voru fyrir í viðleitni sinni við að öðl- ast öryggi. Evrópubúar gætu þurft að svara erf- iðum spumingum um mál eins og áframhald- andi samskipti við Bandaríkin, sem myndi auka umtalsvert samþættingu utanríkisstefnu og stefnu í öryggismálum innan Evrópusamband- ins, lagfæra samskipti við Rússland og kannski Kína og mynda þannig bandalag til að vega upp á móti forræði Bandaríkjamanna, hugsanlega að eyða meiru til varnarmála, með öllum þeim afleiðingum sem það síðastnefnda hefði fyrir efnahagskerfi Evrópu. Fáum þessara áskorana verður tekið fagnandi, og einhverjar þeirra gætu haft í för með sér stóreflis tilvistarkreppu í álfunni. En þetta verður óumflýjanlegt við slíkar að- stæður, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það stafar af því að ef Bandaríkjamenn sveigja ekki af leið og beina bandarískri utanrík- isstefnu aftur til þeirrar hefðar sem hefur mót- að sáttmála Atlantshafsríkjanna hjá stefnu- mótendum í þrjár kynslóðir, þá stöndum við nú við þáttaskil í sögu alþjóðastjórnmála. Þetta gæti hafa virst liggja í augum uppi þegar eldar 11. september átu upp hornsteina hinnar gömlu skipunar um leið og byggingarnar sjálfar og fórnarlömb árásanna. En heimurinn eftir 11. september bjó samt enn yfir ótal möguleikum á að rita nýja sögu, þar á meðal eina útgáfu þar sem ekki hefðu orðið jafnstórvægileg umskipti í alþjóðastjórnmálum eftir allt saman. Kald- hæðnin er sú að ef við skoðum málið minna en tveimur árum síðar, þá voru fyrstu áhrifin þau að vekja gífurlega samúð með Bandaríkjunum og meira að segja nær alþjóðlegan stuðning við þörf þeirra á að ráðast á Afganistan til þess að tortíma illvirkjunum sem á bak við árásirnar stóðu. A þessum skamma tíma hefur allt breyst og nú hafa þau Bandaríki sem nutu víðtæks stuðn- ings eftir 11. september fylgt fram stefnu sem hefur vikið frá hálfrar aldar hefð, eyðilagt þessa samúð og stuðning um allan heim og stuðlað að því að gera stóran hluta heimsins þeim frá- hverfan. Ef þessi nýja stefna mun ríkja áfram, þá verðum við vissulega komin inn í nýja heims- skipan, heimsskipan þar sem hornsteinninn að vestrænu samstarfi - og raunar að Vesturlönd- um sjálfum - verður ekki lengur fyrir hendi. David Michael Green (f. 1958) er lektor (assistant professor) í stjórnmálafræði við Hofstra-háskólann f Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum, evrópskum stjórnmálum og utanríkisstefnu þjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: