Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 9
Dolores tmm bls. 7 gamla leðursófann. Kvöldsólargeisli skein inn í lágum boga. Þau yfirgáfu 1939. „Viltu borða?" spurði hann Ishu. „Seinna, ég er ekki svöng." Hún dró lappirnar að sér. Þau þögðu erótískri þögn. Hún leit svo á hann. „Vildurðu tala við mig um eitthvað?" „Ekkert sérstakt, mig langaði aðeins til að hitta þig aftur." „Veistu hvers vegna við erum ekki saman?" „Við búum hvort í sínu landinu, leiðir okkar liggja einfaldlega ekki saman." „Kannski myndum við drepa hvort annað ef við værum alltaf saman?" „Kannski ... líklega," muldraði hann. „Mér finnst spennandi að vera skotin ( þér í fjarlægð, samt dálítið óþægilegt. Vissirðu það?" „Nei." „Ohh, karlmenn, þið eruð stundum svo vit- lausir," flissaði hún. Þá lagði hann hökuna á öxl hennar og spurði: „Er ég banani?" „Jahá." „Og viltu sofa hjá mér?" Þau elskuðust til tíu um kvöldið og borðuðu svo á ströndinni. Hún fór heim eftir miðnætti. Þau ætluðu að hittast aftur. Og það ískraði í hliðinu, og brakaði í smágrjótinu undirfótunum á leið uppað húsinu hennar Dolores. Á náttborðínu hans lá bréfið í stóru umslagi, heimilisfangið var skrifað með stórum stöfum. Hann lagðist uppí, lá og hlustaði. Hann heyrði aldrei umgang á þessum tíma, hvorki nú né áður, skyldi hún hafa vanist því frá fyrri árum að ganga ævinlega hljóðlega um húsið einsog vofa? Skyldi Garcia vera á lífi? Þá fannst honum I gegnum svefninn að þungir menn gengju eft- ir mölinni og uppað húsinu. Bréfið var í litlu handtöskunni hans, ásamt vatnsflösku, dagblaði og kíki. Rútan puðaði dá- lítið upp brekkurnar, austur mót morgunsólinni í átt að Motril. Hann mundi eftir nokkrum svæðum á ströndinni fyrir neðan sem vöktu upp minningar, útilegur, pikknikk, sandkassa- leikir, ástarleikir, og stöku hús við sjóinn hafði yfirbragð nostalgíunótta. Miðjarðarhafið var heldur aldrei svipsterkara en í svona rólegu morgunmistri síðla vetrar. Þetta var rómantísk stund, þrátt fyrir allt. Hann hafði aldrei komið eins langt austur og til Motril. Snotur bær þar sem hanar stóðu á að- altorginu og fylgdust með hundum hlaupa í hringi hver á eftir öðrum. Þeir stoppuðu þó að- eins til að gelta þegar rútan bremsaði á torginu og hleypti honum út einum farþega, en héldu svo áfram að hringsóla. Hanarnir færðu sig að- eins til, en fóru ekki, einsog hundarnir væru eina skemmtiatriðið í bænum. Systirin var lágvaxin, í góðum holdum, ekki of feit, með frítt andlit. Hún sat í skugganum á bakvið lítið og snyrtilegt hús og virtist búa ein, og hún var opin. Það fann hann strax. „Sestu," sagði hún, „ég var að láta laga þetta," hún brosti breitt og kinkaði kolli til ný- málaðs bekkjar og tveggja stóla, „þeir eru gamlir en ansi góðir." Hann settist við hlið hennar og heyrði lágt suð í útvarpinu, og eina og eina skellinöðru renna í gegnum bæinn. „Mörg leyndarmál, mörg og gleymd," sagði hún. „Já," sagði hann örlítið feiminn. „Það hafa allir lent í einhverju, en það öðlast ekki gildi fyrir almenning fyrr en það verður op- inbert eða aðrir gera sér mat úr því. Er það ekki? Hvað vilt þú annars, vinur?" „Hún bað mig fyrir þetta bréf." „Ég-skil, ég þekki það, en hvers vegna að grafa hann upp?" „Má ég spyrja þig fyrst hvort hann hafi heit- ið Garcia?" spurði hann. „Já og nei, hann kallaði sig það, en hét Jose Luis Molina. Viltu ekki ein- hvern safa, góði?" „Jú takk, var hann eldri en þú?" „Já, sjö árum, ég var bara krakki þegar hann dó." Hún hellti eplasafa í glas, hann saup á og lét fara betur um sig. „Þetta voru erfiðir tímar fyrir alla," sagði hún áreynslulaust, „en við höfðum það af, einsog gengur." „Hvað áttirðu við með að grafa hann upp, þú meinar að ýfa upp gömul sár, eða hvað?" Hún leit á hann, hristi hausinn, veifaði hendinni og umlaði: „Nei nei, það held ég ekki. En Dolor- es segir að hann hafi verið með upplýsingar." „Hvaða upplýsingar?" „Eitthvað sem hann var með á sér, filmur eða hvað það er. En vittu," sagði hún, „ég vil sem minnst blanda mér í þetta mál, en ég skal segja þér það sem ég veit. Afgangurinn er þitt mál." Hann kinkaði kolli og hún hélt áfram: „Hún Dolores vill leyfi frá mér til að grafa hann upp, hún borgar brúsann, enda var maðurinn hennar ágætlega efnaður. En ég held að hún viti ekkert hvort hann hafi haft á sér filmur eða ekki. Það er alltaf einhver feluleikur í kringum þessi mál, og enginn veit hvers vegna." „Kannski notar hún það sem ástæðu til að fá að grafa hann upp, en vill í raun fá hann í aðra gröf," sagði hann. „Æ, ég skil ekkert í henni, hún er búin að kaupa landið þar sem talið er að gröfin sé, og ég er hrædd um að þetta sé ekki lítil fjöldagröf. Hún er dálítið skrítin stundum, heldur að stríð- ið sé nýbúið. Það breytist ekkert þótt hann hafi haft einhverjar upplýsingar á sér. En hún vill grafa og hefur rétt til þess. Guð veri með henni." „Svo hún veit nákvæmlega hvar hann er grafinn?" „Við vitum það nokkurn veginn, allir sem voru skotnir við Almunécar í þessari tilteknu viku voru grafnir í gilinu fyrir innan bæinn." Hún andvarpaði lítið eitt, „ég vona bara að hún grafi hann upp til einhvers gagns, en ekki til að koma uppum dauða glæpamenn." Smáfuglar dönsuðu eftir trjágreinunum og hoppuðu til og frá. Hún hafði ekki áhuga á að tala um Dolores eða Garcia meir og páraði leyfi fyrir því að bróðir henn- ar yrði grafinn upp á upplit- að blað. Hann kvaddi hana með kossi á hvora kinn. Hún tók svo snögglega utan um hann, hélt í hann eitt augnablik, faldi andlit sitt við háls hans, húð hennar var mjúk og þægilega svöl. Hún strauk honum um kollinn einsog til að óska hon- um góðs, svo hvarf hún orð- laust inn. Smáfuglar dönsuðu eftir trjágreinunum, hoppuðu til og frá og tístu. Hafið blasti við. Rútan puðaði til baka. Bílstjórinn ætlaði að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: