Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 13
Augun gul, hárið blátt og blóðið grænt tmm bls. 11
talin eiga Útópíu eftir Thomas More, sem kom
út í byrjun 16. aldar, mikið að þakka. Nikulás
Klím er ferðalangur sem tekst á hendur ferða-
lag ofan í jörðina niður í undirheima en þar finn-
ur hann framandi veröld sem lýtur öðrum lög-
málum. í iðrum jarðar er ekki einungis að finna
fastaland heldur einnig plánetur sem hægt er
að ferðast til meðeinhvers konar „loftskipum".
Undirheimabúarner allir meina, at plánetinn
Nazar ligge hundrað mílur lángt frá festíngar-
himninum. Enn hvað leinge eg hafi verit á
þessare leið, veit eg eigi at segja: Þó sýndist
mjer sem skipreisa þessi í gegnum loptið
hefði varat hjer um tuttigu og fjórar stunder
... Hjer var eg strax umkríngdr af geyse
mörgum öpum. Þeirra ásýnd aflaði mjer ei
lítils ótta, því eg var af þvílíkum dýrum úr
máta plágaðr á plánetanum Nazar. Já! minn
ótti jókst, þá eg heyrðe at apar þessir
skvölldruðu sín á miðli, báru mislit klæðe, og
geingu upprjetter með afmæltum skrefum.'2
Saga Ludvigs Holbergs minnir hér óneitanlega
á sögu Frakkans Pierre Boulle (1912-1994) um
apaplánetuna sem kvikmynduð var fyrst árið
1968, og notið hefur vinsælda slðustu áratugi.13
Saga Boulle um apaplánetuna fjallar um sam-
skipti manna og dýra, valdhafa og undirokaðra
en líkindi þessara tveggja sagna minnir á það
hve óvarlegt er að telja innihald vísindaskáld-
sagna á 20. öld skilgetið afkvæmi þeirrar sömu
aldar.
Landlaus vinnumaður á 19. öld hefði einnig
getað ornað sér við ylinn af hugmyndinni um
landnám úti í geimnum ef marka má þá mynd
sem Björn Gunnlaugsson dregur upp af vetrar-
brautinni i heimspekikvæðinu Njólu:
Augum berum eygt menn fá
um allar röðulgrundir
að eins tvær, en samt má sjá
um sjóngler þúsundir.
Sem þá mest er síldurm af
í söltum þorska lautum,
alt eins morar uppheims haf
ótal vetrarbrautum.14
Ríkrar tilhneigingar virðist gæta á 19. öldinni til
þess að flétta saman skáldskap og vísindi sem
sjá má til dæmis í skáldsögunni Úraníu sem er
sambland af eðlisfræðilegri og heimspekilegri
stjörnufræði sem færð er í búning rómantísks
skáldskapar.15 Úranía var samin af stjörnufræð-
ingnum Camille Flammarion árið 1889 og naut
mikilla vinsælda strax eftir að hún kom út. Árið
1898 gerði Björn Bjarnason frá Viðfirði íslenska
þýðingu af sögunni. Þetta samspil vísinda og
skáldskapar má einnig sjá í þýðingu Jónasar
Hallgrímssonar á stjörnufræði Ursins frá árinu
1842.16 í greininni „Ferðin til Tunglsins" sem
birtist í tímaritinu Norðra frá 1861, þýdd úr
ensku og ætluð til alþýðufræðslu, er sviðsetn-
ing notuð til þess að miðla fróðleik af þessum
dauða fylgihnetti jarðarinnar:
Vjær ætlum því að láta oss lynda svo sem
hálfstíma ferð og skreppa bara upp í tunglið.
Vjer erum þá komnir í tunglið - ekki gekk það
nú lengi - Hjer er stórkostlegt og ógurlegt
um að litast. Auðn og þögn einber ríkir á
þessum skammlífa fylgihnetti vorum.17
í upphafi tuttugustu aldar ber meira á þýðing-
um erlendra vísindaskáldsagna yfir á íslensku
sem eykst til muna eftir heimsstyrjöldina síðari
en á því skeiði verður fyrsta íslenska vísinda-
skáldsagan til.
Hver var Ingi Vítalfn?
Þá er vert að spyrja hvaða höfundur, af holdi og
blóði, faldi sig á bakvið dulnefnið Ingi Vítalín.
Þeirri spurningu vildi Gísli Halldórsson verk-
fræðingur, og helsti sérfræðingur íslands í
geimferðamálum á þeim tíma, einnig fá svar
við ef marka má orð hans í ritdómi Morgun-
blaðsins 24. mars árið 1959: „Mér var send
þessi bók til umsagnar og finnst mér því bera
nokkur skylda til að láta í Ijósi stutt álit á henni,
enda þótt ég leggi það ekki í vana minn að rit-
dæma bækur. Mér er allsendis ókunnugt um
hver höfundurinn er og þykir það galli að hann
skyldi kjósa að dyljast ... En hvers vegna ætti
maður með slíkt hugmyndaflug og skáldskap-
argáfu að öttast neitt," spyr Gísli?18 Útgefendur
bókarinnar virðast hafa tekið þessa gagnrýni til
sín þar sem réttu nafni höfundar var uppljóstr-
að aðeins degi síðar með fréttatilkynningu í
blöðum og útvarpi. Kristmann Guðmundsson
er höfundur Ferðarinnar til stjarnanna.
Ástæða nafnleyndarinnar kann að hafa verið
sú að höfundur hafi ekki talið sig hljóta jafn-
mikla sæmd af verki sem þessu og þeim bók-
menntaverkum öðrum sem hann ritaði. Eða
ætlaði hann ef til vill að forða sér frá þeirri
gagnrýni sem hann átti von á frá vinstrimönn-
um? í það minnsta lauma blaðamenn Þjóðvilj-
ans inn hárfínni og eitraðri athugasemd aftan
við fréttatilkynninguna um nafn höfundar: „í
gær skýrði AB síðan blöðum og útvarpi frá því,
að hinn kunni rithöfundur Kristmann Guð-
mundsson væri höfundur sögunnar. Mun það
vafalaust koma mörgum á óvart, að Kristmann
skuli einnig vera geimferðasagnaskáld."19 Af-
hjúpun höfundarnafnsins virðist hins vegar
ekki koma Morgunblaðsmönnum eins mikið á
óvart ef marka má þeirra frétt sama dag:
„Margir hafa vafalaust gert sér Ijóst, að Krist-
mann var höfundur bókarinnar, enda hefur
hann löngum verið mikill aðdáandi slíkra bók-
mennta útlendra. Segist hann hafa lesið
300-400 'vísindaskáldsögur' að minnsta
kosti. "20
Það er eðlilegt að spurt sé af hverju Krist-
mann geystist fram á ritvöllinn með vísinda-
skáldsöguskrif á þessum tíma þar sem íslend-
ingar áttu langt í land með að fylgja þeirri tækni-
þróun sem átti sér stað hjá stórveldunum og
gerðu sér litlar grillur um það að komast út í
geiminn. Kristmann lýsir tilurð bókarinnar í