Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 65
Strindberg og tónlistin tmm bls. 63
það veigamikill þáttur í gagnkvæmu aðdráttar-
afli að hún lék fyrir hann á píanó. Fyrir sitt leyti
beið hann komu hennar með því að þreifa sig
gegnum brúðkaupsmars Mendelssohns,
vegna þess að fyrstu áhrifin sem hann varð fyr-
ir af Harriet voru tengd frammistöðu hennar í
hlutverki Bokka í Draumi á Jónsmessunótt eft-
ir Shakespeare, sem jafnan var tengdur tónlist
Mendelssohns. Strindberg var semsé farinn að
temja sér nýjan hátt á að njóta tónlistar - inn-
hverfa, íhugula hlustun.
Nú varð Beethoven átrúnaðargoðið, ekki ein-
ungis vegna þess að Strindberg hafði mætur á
tónlist meistarans, heldur líka vegna þess að
hann sá í Beethoven þjáningabróður: „þann
stærsta sem þjáðist alla sina ævi". Strindberg
tjáði sig um Beethoven með orðum sem eru
sláandi lík orðunum sem hann hafði um Krist.
Síðasta áratug ævinnar stundaði hann nokkurs-
konar dýrkun meistarans með frægum „Beet-
hovenkvöldum" í Bláa turninum í Stokkhólmi.
Þangað fékk ekki hver sem var að koma. Albert
Engström hefur sagt frá vandræðaganginum
þegar málarinn Anders Zorn lét bjóða sér til
Strindbergs, en var ekki nærgætnari en svo að
hann hélt uppi samræðum við vindilinn og
konjakið, meðan bróðirinn Axel Strindberg lék
níundu sinfóníu Beethovens á píanóið. August
Strindberg stillti reiði sína en stöðvaði konsert-
inn og lagði til að leikið yrði „eitthvað sveita-
legra", til dæmis tónlist eftir Brahms! Ef Zorn
hefði í þeirri andrá gert sér grein fyrir hugrenn-
ingum Strindbergs er hætt við að Dalakarls-
blóðið hefði ólgað!
Kammermúsík og vísnasöngur
Reyndar hafði Strindberg upplifað klassíska
tónlist þegar á bernskuárum. Carl Oscar faðir
hans söng að sönnu vísur Bellmans - móður-
inni til skelfingar og syninum til skapraunar - en
hann lék líka fjórhent á píanó með vinum og
vandamönnum sinfóníur eftir Haydn og Moz-
art. Kammermúsíkkvöld voru algeng á bernsku-
heimilinu. Það voru ekki síst systkinin sem léku
strokkvartetta, tríó og sónötur- öll urðu þau að
læra á eitthvert hljóðfæri; sum urðu gjaldgeng
og bróðirinn Axel helgaði tónlistinni allar sínar
ævistundir. August einn sat útí horni; þrjóskur
og óvirkur, stóð uppí hárinu á föður sínum. En
þegar hann kom til Uppsala gat hann helgað sig
tónlistinni ánþess að lúffa fyrir gamla mannin-
um, og nú fór hann fyrir alvöru að leggja rækt
við viðvaningslega tónlistariðkun. Hann lék á
flautu, gítar og kornett, söng og orti texta sem
hann vildi láta semja lög við. Þegar hann kom til
Stokkhólms hélt þessu áfram af fullum krafti. í
ástarbréfi sem ungi bókavörðurinn skrifaði
hinni leyndardómsfullu „Elisabeth" segir:
„Grannarnir fá ekki svefnfrið, því Konunglegur
Ritarinn / þjónustutitill hans íbókasafninu/ hef-
ur útvegað sér píanó og syngur." Brátt var
hann líka farinn að semja lög við eigin texta.
Tilraunir í ofnum
Með eldmóði sínum og fjölbreytilegum gáfum
var Strindberg sannur endurreisnarmaður. Án
efa gerði hann helsti mikið úr snilligáfu sinni. Á
skelfilegu Infernóskeiðinu hætti hann um skeið
að skrifa - í staðinn gerði hann efnafræðilegar
tilraunir (ofnar hótelherbergjanna voru prýði-
lega nothæfir!) og var sannfærður um að hann
hefði leyst klassískt vandamál gullgerðar. Hann
tók Ijósmyndir, að sjálfsögðu með allskyns til-
raunakenndu ívafi (til dæmis „Ijósmynd án vél-
ar"). Hann kom fram sem málvísindamaður, að
vísu á villigötum, en hann lærði bæði hebresku
og kínversku og varð einn af örfáum sænskum
sérfræðingum um kínversk málefni. [ Bláum
bókum efri ára hleypti hann af stokkunum heilli
hersingu kenninga, heilabrota, heimspekikenn-
inga og trúarhugleiðinga. Fáir andans menn
hafa getað sinnt jafnmörgum og sundurleitum
viðfangsefnum og jafnframt samið eins heil-
steypt og markviss listaverk og hann lét frá sér
fara.
Ekkert virðist hafa gripið Strindberg jafn-
sterkum tökum og tónlistin. Einsog vænta
mátti hikaði hann ekki við að koma fram sem
tónlistarsérfræðingur í öllum greinum, tón-
skáld, kenningasmiður, uppeldisfræðingur. Eig-
inlega var það bara við píanóið sem hann játaði
sig lélegan viðvaning. Hvað annað gat hann
gert, úrþví foreldrar, systkini, eiginkonur og vin-
ir léku svo miklu betur en hann?
Axel, sem varð atvinnumaður á tónlistarsvið-
inu, tókst á hendur af undraverðu þolgæði að
sjá bróður sínum fyrir píanómúsík hvenær sem
hann fór þess á leit. En auðugasta tónlistarupp-
sprettan á efstu árum var fremsti fiðluleikari og
hljómsveitarstjóri Svía um sína daga, Tor Aulin.
f Biblíunni fann Strindberg fyrirmynd þessara
kringumstæðna. ( Fyrri Samúelsbók segir frá
þvi að Sál konungur hafi verið haldinn sálarkvilla
og kvatt til sín hinn unga Davíð sem linaði þján-
ingarnar með því að leika fyrir hann á hörpu.
Þegar magakrabbinn lagðist á Strindberg með
miklum líkamskvölum og þriðja konan, Harriet,
var farin frá honum í djúpri andlegri neyð, kall-
aði hann Tor Aulin sinn Davíð. Frá síðustu
heimkynnum sínum í miðborg Stokkhólms
skrifaði hann til Aulins: „Hlustaðu á þakkir mín-
ar úr Bláa turninum, þú sem yfirgafst ekki þann
yfirgefna, þegar allt brast og gólfið sökk undir
fótum mér."
Þegar Strindberg lá fyrir dauðanum var Tor
Aulin líka við leiðarlok heima í Gautaborg. Af
sóttarsænginni sendi Aulin þessa orðsendingu:
„Ef tónar kynnu að færa þér einhverja fróun í
þrautunum, kallaðu mig þá til þín; sé það (
mannlegu valdi skal ég koma." Þar snerti Aulin
kjarnann í tengslum Strindbergs við tónlistina.
Ekkert færði eirðarlausum anda hans aðra eins
hugarfró og tónlistin.
Heimildir:
Olof Lagercrantz: August Strindberg. Wahlström &
Widstrand, Stokkhólmi, 1979.
Martin Lamm: August Strindberg. Aldus - Bonniers,
Stokkhólmi, 1961.
Michael Robinson: Studies in Strindberg. Norvick
Press, Norwich, 1998.
Elizabeth Sprigge: The Strange Life of August Strind-
berg. Hamish - Flamilton, Lundúnum, 1949.
Heimasíða Landsbókasafns fslands - Háskólabóka-
safns: www.bok.hi.is.
Sigurður A. Magnússon (f. 1928) er rithöfundur og
þýðandi. Hann hlaut menningarverðlaun DV 1980
fyrir uppvaxtarsögu sína Undir kalstjörnu. Nýjustu
verk hans eru Á hnífsins egg (2001) og Ljósatími
(2003).