Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 46
dollara frá Sádi-Arabíu. Árið 1986 samþykkti
leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, áætlun ISI
um þjálfun þúsunda róttækra múslima frá lönd-
um araba til að heyja jihad gegn Sovétríkjunum
með fjármagni frá Sádi-Arabíu. Fljótlega varð
Ussama bin Laden lykilmaður í þeirri starfsemi
en hann hafði náin tengsl við konungsfjölskyld-
una í Sádi-Arabíu. Á áratugnum 1982-92 voru
um 35.000 róttækir múslimar frá 43 löndum
þjálfaðir í Pakistan. Þeir voru þekktir sem Af-
gana-arabar en nutu ekki hylli Afgana sem of-
buðu wahabi-venjur þeirra og siðir.12 Banda-
ríkjamenn sáu fyrir sér sameinaðan heim
múslima sem berðist með þeim og Afgönum í
heilögu stríði gegn Sovétríkjunum, Pakistan
dreymdi um að taka forystu meðal ríkja
múslima og Sádi-Arabía efldi enn útbreiðslu
wahabisma auk þess sem landið losnaði við
hóp ofstækismanna.13 Rashid segir frá því að
flestir róttæklinganna hafi túlkað fall Sovétríkj-
anna sem sigur jihad og því skyldu ekki Banda-
ríkin og þeirra eigin ríkisstjórnir einnig falla í
heilögu stríði?14 Þessir hópar héldu uppteknum
hætti á heimaslóðum og hafa m.a. valdið
óstöðugleika í Alsír og Egyptalandi. Pakistan
gróf sína eigin gröf en vopnaflutningar, fjár-
magnsstreymi og eiturlyfjasmygl til og frá
Afganistan hefur valdið gífurlegri spillingu og
óstöðugleika (landinu. Eftir hryðjuverkaárásirn-
ar í New York árið 1993 reyndu Bandaríkin að
fá bin Laden framseldan. Pakistan kom i veg
fyrir það, enda sá bin Laden um þjálfun skæru-
liða fyrir Kasmír-átökin og konungsfjölskyldan í
Sádi-Arabíu hafði ekki áhuga á að tengsl henn-
ar við bin Laden kæmu upp á yfirborðið. Verk-
takinn og hryðjuverkamaðurinn gerðist því eins
konar leiðtogi talibana fyrir tilstilli Pakistans.
Aðskilnaðarstefna kynjanna
Lengst af hefur líf kvenna í Kabúl verið ólíkt lífi
kvenna á landsbyggðinni. Áður en talibanar
náðu völdum voru konur helmingur nemenda
við háskólann í borginni og nær helmingur
lækna og kennara. í mörgum héruðum lifir
feðraveldissamfélagið enn og konur fá ekki að
yfirgefa heimili sín eða þorp nema með leyfi
karla. Þeim er markvisst haldið utan við hið op-
inbera líf og stúlkur fá ekki að ganga í skóla. í
vesturhluta landsins tíðkast fjölkvæni og ungar
stúlkur eru gefnar eða öllu heldur seldar eldri
mönnum. Um leið og skæruliðar komust til
valda árið 1992 settu þeir lög um takmörkun á
frelsi kvenna og vel skipulögð og útfærð að-
skilnaðarstefna talibana er vel þekkt. Minna er
hins vegar skrifað um áhrif hennar á andlega og
líkamlega heilsu fórnarlamba kvenhatursins.
Þrátt fyrir að einungis Pakistan, Sádi-Arabía
og Sameinuðu arabísku furstadæmin viður-
kenndu stjórn talibana var og er Afganistan full-
valda ríki með tilhlýðilegum réttindum og skyld-
um og ber því að standa við alþjóðlegar skuld-
bindingar. Ríkið hefur m.a. fullgilt alþjóðlega
mannréttindasamninga, sem allir banna mis-
munun. Stjórn talibana afnam öll réttindi
kvenna og var fordæmd af alþjóðasamfélaginu.
En lítið annað var aðhafst og Sameinuðu þjóð-
irnar hafa verið gagnrýndar fyrir að virða ekki
eigin lög með því að ganga að skilmálum tali-
bana um störf stofnunarinnar í landinu. Á þann
hátt hafi samtökin tekið þátt í að viðhalda að-
skilnaðarstefnunni og festa hana í sessi.15 Hið
sama má segja um hjálparstofnanir. Árið 1998
gáfust hins vegar stofnanir Evrópusambands-
ins og hjálparsamtök upp og yfirgáfu landið.
Nauðganir í stríði
í öllum átökum er konum og stúlkum nauðgað
á hrottalegan hátt. Drengjum og eldri karl-
mönnum er einnig nauðgað en ekki kerfisbund-
ið. Tilgangur nauðgana er að brjóta konurnar
niður, fjölskyldur þeirra og samfélög. Nauðgan-
ir á stúlkum og konum í Afganistan voru kerfis-
bundnar og beindust að því að nauðga konum
„óvinarins" auk þess sem konurnar urðu skipti-
vara milli óvinaherja. Skýrsla Amnesty Inter-
national frá 1995 greinir frá nafngreindum kon-
um sem frömdu sjálfsmorð fremur en að verða
fórnarlömb nauðgaranna. í a.m.k. einu tilfelli
myrti faðir dóttur sína áður en skæruliðar gátu
numið hana á brott. Þeir karlmenn sem mót-
mæltu voru umsvifalaust drepnir og stúlkunum
rænt. I sumum tilfellum voru foreldrar drengja
og stúlkna neyddir til að selja þau í hendur
skæruliða. Þau voru síðan seld í vændishús
m.a. í Pakistan.16 Óþarft ætti að vera að taka
fram að ekki hefur verið refsað fyrir
þessa glæpi.
Stríðið gegn hryðjuverkum
Bandaríkin hófu sprengjuárásir á
Afganistan 7. október 2001 en
þá voru fá skotmörk eftir til að
sprengja. Kabúl féll um miðjan
nóvember og í byrjun desem-
ber flúðu leiðtogar talibana.
Þar með lauk einni mestu
harðstjórn síðari tíma.
Átök standa enn þegar
þetta er ritað í lok apríl 2003
og berjast Bandaríkin og banda
menn þeirra við hópa talibana, AI'Qaeda, og
flokk Hekmatyars, sem hótar jihad gegn
Bandaríkjunum. Gífurlegar vopnabirgðir og góð
skipulagning hefur komið vestræna hernum
verulega á óvart sem óttast að þessir hópar
sameinist með stuðningi pastúna. Vestrænir
fjölmiðlar sýndu tilkomumikið stríð gegn
hryðjuverkum þar sem bandarískir sérsveitar-
menn voru í aðalhlutverkunum og sprengjur
sem stýrt var með leysigeislum eyðilögðu
íverustaði talibana en hlífðu, að því er virtist,
öðrum mannvirkjum og óbreyttum borgurum.
Bandarísk stjórnvöld vilja tryggja stöðugleika til
að greiða fyrir viðskiptum á svæðinu. Olíurisinn
Unocal hafði lengi undirbúið að leggja olíu-
leiðslu frá Túrkmenistan yfir Afganistan og til
Pakistans. Tekjur talibanastjórnarinnar af leiðsl-
unni hefðu numið 100 milljónum dollara á mán-
uði. Fyrirtækið hefur nú hætt við framkvæmd-
irnar.
Bonnsamkomulagið
og áætlun Sameinuðu þjóðanna
Þegar Bandaríkin og bandamenn þeirra höfðu
komið talibönum frá völdum var í júní 2002
boðað til ráðstefnu í Bonn í Þýskalandi til að
ræða mögulegt friðarferli. Til hennar voru boð-
aðir fulltrúar iðnríkjanna, bandarískir embættis-
menn og fulltrúar fimm hópa frá Afganistan en
fulltrúum Rawa var ekki boðið.17 Rawa benti
einnig á að engri afganskri konu hefði verið
boðið á 1200 manna friðarráðstefnu í Pakistan.
Bráðabirgðastjórn Hamids Karzais var komið á
fót á ráðstefnunni. Fulltrúar Rawa halda því
fram að hún sé leppstjórn Bandaríkjanna og
eigi ekkert skylt við lýðræðí heldur séu
Bandaríkjamenn að tryggja langtímahags-
muni sína. Hlutverk stjórnarinnar er að
semja stjórnarskrá, koma á fót þjóðarher
og undirbúa kosningar eftir 2004.
Meðal þeirra sem eiga sæti í
stjórninni og ráða stórum hluta
landsins, og þá um leið
landamærastöðvum, eru
meintir stríðsglæpamenn: Is-
mail Khan frá Herat og Abdul
Rashid Dostum, uzbeki frá
norðurhluta landsins. í viðtali
við New York Times sagði
Karzai að sá fyrrnefndi rak-
aði saman um milljón dollur-