Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 42
Lilja Hjartardóttir
Afganistan
Land stríðshrjáðrar og sundraðrar þjóðar
„Guð fer bara til Afganistans til að gráta"
/ bókinni Guð ferbara tilAfganistans t/iaðgráta' segir Shirin-Gol frá lífi sínu íglundroða og iögieysu
stríðsátaka. Um leið lýsir hún því hvernig líf einstaklinga og kynslóða er eyðilagt í fullkomnu
tilgangsleysi. Þegarhún varbarn að aldri komu Rússarnir til Afganistans og sprengdu og eyðilögðu.
I kjölfarið komu ólíkir mujahedin-hópar, þá talibanar, andstæðingar þeirra Norðurbandalagið og loks
Bandaríkjamenn. Faðir hennar og bræður börðust með skæruliðum en systur hennar tældu sovéska
hermenn og drápu. Fjölskyldan flúðl úr fjallakofa til Kabúl og þökk sé Rússunum, sem hugðu á
nútímavæðingu og skipuðu öllum stúlkum i skóla, þá lærðl Shirin-Gol að lesa og skrifa. Áköf mót-
mæli föður hennar máttu sín einskis. Flann var þess fullviss að hún og systur hennar yrðu forvitn-
ar og ruglaðar og enginn myndi vilja giftast þeim. Shirin-Gol ætlaði sér að verða læknir.
Um 14 ára aldur tapaði eldri bróðir hennar fjár-
hættuspili og gifti hana spilafélaganum upp í
skuldina. Henni féll vel við félagann, Morad,
sem varð að berjast með Rússum gegn sínu
eigin fólki. Shirin-Gol tókst hvort tveggja að
halda giftingunni og einni meðgöngu leyndri og
hélt áfram að sækja skólann. Þó kom að því að
þau Morad urðu að flýja Kabúl og margra ára líf
á flótta tók við. Einu störfin á flóttanum voru
brask og smygl á ópíumi og vopnum. Morad
slasaðist og varð dópinu að bráð. í tómarúminu
sem myndaðist eftir að Sovétmenn og Banda-
ríkjamenn fóru 1992 hófst borgarastríð eða
bræðrastríðið, eins og móðir hennar kallaði
það. Hún fullyrti að það yrði grimmilegra og
verra fyrir konurnar en stríðið gegn Rússunum.
Fólkið hennar Shirin-Gol flúði skæruiiðana, sem
hirtu af því toll; mat, teppi, drengi í hernað,
stúlkur og konur í kynlífsþrælkun. Shirin-Gol
slapp með klókindum. Þau flúðu árásir, hefnd-
arárásir og gagnárásir, sem voru fjármagnaðar
af Pakistan, íran, Sádi-Arabíu og fleiri utanað-
komandi ríkjum.
Árin líða og Shirin-Gol eignast mörg börn.
Faðir eins þeirra er smyglforingi hjá Morad, en
til hans varð hún að leita meðan Morad sat í.
fangelsi. Annað barn fæddist eftir hópnauðgun
lögreglumanna. Shirin-Gol heldur lífi í þeim öll-
um og Morad elskar þau öll. Hvar sem hún
dvelur nýtir hún menntun sína við að hjálpa
konum og kennir börnum að lesa. Karlarnir eiga
erfitt með að þola hversu mikið hún kann. Kon-
urnar, sem búa við harðræði og kúgun, dá
hana. Á góðu tímabili dvelur hún í smábæ og
vinnur sem aðstoðarkona læknisins, sem er
kona. Þær eru einu konurnar í bænum sem fá
að vera einar úti á götu.
Einn daginn birtast talibanar á glæsijeppum
með arabískum stöfum til að frelsa konurnar í
nafni guðs og múlla Omars. Shirin-Gol og
Morad missa vinnuna og fjölskyldan sveltur.
Börnin mega ekki leika sér og það er bannað að
hlusta á tónlist, dansa eða horfa á sjónvarp og
konurnar verða að klæðast burka. Ríkur og fal-
legur talibani biður dóttur Shirin-Gol og
Morads, sem ólm vill giftast honum. Fyrir brúð-
arverðið kemst fjölskyldan til frans. Þar fær
Shirin-Gol vinnu, Morad spilar fjárhættuspil og
smyglar og börnin komast í fyrsta sinn í skóla.
Þegar á líður er flóttafólkinu gert erfiðara um
vik að vera í íran og þau þiggja greiðslu frá
Sameinuðu þjóðunum til að halda heim þar
sem örbirgðin bíður þeirra. Morad verður ópí-
umi endanlega að bráð. Tengdasonurinn er
drepinn af öðrum talibönum eftir að hafa hald-
ið því fram að stefna þeirra væri andstæð vilja
guðs. Shirin-Gol flækist um og endar í Kabúl
þar sem hún vinnur sem ráðskona, hnýtir teppi
og kennir stúlkum. Hún heldur lífi í börnunum
og á fyrir dópi handa Morad. Það kemst upp
um hana en hún heldur lífi, fær að betla á göt-
unum og telur sig heppna. Hún þarf ekki að
selja sig. Loks er henni allri lokið. Hún fer með
börnin á eina staðinn þar sem mat er að fá, á
munaðarleysingjahælið, sker sig á púls, en er
bjargað og tekur upp þráðinn. Enda þurfa æ
fleiri á henni að halda, barnabörn, sturluð mág-
kona og slasaður bróðir.
Saga Shirin-Gol er saga milljóna kvenna í
Afganistan og á öðrum átakasvæðum um allan
heim.2 Hún sýnir hvernig konurnar halda hrökt-
um fjölskyldum sínum á lífi í stríðsátökum.
Hvernig þær fórna öllu fyrir hjálparvana ættingja
og börnin, sem halda áfram að fæðast og
deyja, enda hirða stjórnendur hjálparsamtaka
og flóttamannabúða lítt um að útvega getnað-
arvarnir og heilbrigðisþjónusta hrynur í átökun-
um. Þessum konum, sem halda lífi í samfélag-
inu, m.a. með því að útvega læknishjálp, reka
skóla og vinnustaði, er síðan markvisst haldið
utan við hið svokallaða friðarferli og ákvarðanir
um hvernig haga skuli uppbyggingu samfélags-
ins. í stað þeirra eru meintir stríðsglæpamenn
gerðir að stjórnendum landsins. Öfgatrúar-
menn hafa náð völdum í hæstarétti, sem rak
einn af fáum kvenkynsdómurum fyrir að vera
berhöfðuð á fundi í Bandaríkjunum, og réttur-
inn hefur bannað að raddir kvenna fái að heyr-
ast í útvarpi.