Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 27
tmm bls. 25
neyslu taldi Gorz að losa megi mannfólkið við
stóran hluta einhæfustu og leiðigjörnustu vinn-
unnar í þjóðfélaginu, t.d. ýmiskonar færibanda-
vinnu í framleiðslugreinunum. Eins væri með
hjálp tölvutækni hægt að einfalda til muna
flóknari störf, þannig að þörfin fyrir sérþekkingu
yrði minni. Hann fór þó ekki í neinar grafgötur
um það að áfram þyrfti að vinna ýmis óspenn-
andi störf, auk þess sem allskyns leiðigjörnum
eftirlitsstörfum með tölvuvinnslunni myndi
fjölga til muna. Gorz reiknaðist til að hver ein-
staklingur kæmi um aldamótin 2000 til með að
þurfa að vinna 20.000 vinnustundir á ævinni og
legði þannig fram skerf sinn til atvinnulífsins.
20.000 vinnustundir samsvara 40 stunda
vinnuviku í tæplega tíu ár eða 20 stunda vinnu-
viku í tæplega 20 ár - eða það sem væri öllu lík-
legra að fólk veldi sér: hálfdagsvinnu öðru
hvoru í 40 ár. Allir þegnar þjóðfélagsins yrðu
skikkaðir til að vinna að hluta til að nauðsynleg-
um en oft og tíðum einhæfum og lítt áhuga-
verðum framleiðslustörfum en gætu að öðru
leyti valið sér störf sjálfir. Þrátt fyrir að einfalda
mætti ýmis flóknari störf yrðu þó alltaf til störf
sem krefðust sérþekkingar, eins og t.d. störf
lækna. Með styttingu vinnutímans gæfist þó
fleirum möguleiki á að stunda þessi oft og tíð-
um eftirsóttu störf og um leið ættu gæði vinn-
unnar að batna.
Alræði sérfræðinganna
Danski heimspekingurinn Ole Thyssen var ekki
jafn bjartsýnn og Gorz um hvað framtíðin hefði
upp á að bjóða í bók sinni Teknokosmos sem
kom út árið 1985. Hann færði rök fyrir því
hvernig atvinnulífið f hinu borgaralega upplýs-
ingaþjóðfélagi gæti þróast áfram án stórfelldra
umbreytinga. Krafan um aukna neyslu, jafnt
efnislega sem af öðrum toga, ykist til að við-
halda hagkerfinu. Að öðrum kosti gengi dæmið
ekki upp og hagkerfið hryndi. Með gengdar-
lausum áróðri og auglýsingum yrðu skapaðar
nýjar þarfir. Fleiri og fleiri þættir hins daglega
Framtíðarfræðingar hafa gengið svo langt að
kalla tölvuna þriðja heilahvelið.
Hér má sjá þriðju höndina að störfum.
lífs umbreyttust í vandamál eða viðfangsefni
sem einungis sérfræðingar réðu við. Fólki yrði
innrætt að það réði ekki sjálft við ýmis þau
verkefni sem foreldrakynslóðin sá um sjálf -
þjóðfélagið yrði svo flókið að það yrði ekki
nokkur leið að átta sig á neinu. Sérfræðingar
tækju sífellt meiri þátt í því sem gerðist inni á
heimilunum og í samskiptum innan fjölskyld-
unnar og í samskiptum við yfirvöld af öllu tagi
þyrfti milligöngu sérfræðinga; líkamleg og sál-
ræn líðan, tengsl við aðra, útlit, framkoma, af-
þreying og frítími - allt krefðist þetta séfræði-
legar aðstoðar. Hefðir, reynsla, brjóstvit og ráð
og stuðningur vina og ættingja hefðu orðið
undir fargi markaðarins og fólk væri fyrst og
fremst orðið kaupendur og seljendur á enda-
lausri þjónustu og sérfræðihjálp. Og hringdans
sérfræðinganna næði svo hámarki sínu þegar
sérfræðingarnir ykju við þekkingu sína með því
að leita til annarra sérfræðinga sem kannski
hefðu sjálfir leitað til enn annarra sérfræðinga.
Með þessum hætti skapaðist sú fáránlega
staða að menn virtust geta lifað af því að snyrta
endalaust hver annan.
Aukin áhrif almennings
Bandaríkjamaðurinn Alvin Toffler vakti mikla at-
hygli með bók sinni The Third V/ave sem kom
út 1980. í bókinni fjallaði hann m.a. um hvert
stefndi og setti fram ýmsar hugmyndir um
hvernig allt daglegt líf manna kæmi til með að
breytast í framtíðinni. Toffler sá fyrir sér mikil
umbrot á öllum sviðum þjóðfélagsins í náinni
framtíð þar sem hið ríkjandi og að hans mati
staðnaða stjórnskipulag yrði brotið niður. Hann
taldi veruleika nútímamanna alltof flókinn fyrir
þáverandi stjórnskipulag og að það væri
ómögulegt fyrir hina kjörnu fulltrúa fólksins að
hafa nægilega innsýn í öll þau málefni sem
þyrfti að taka ákvarðanir um. Hann benti á að
fjarlægðin milli ákvarðanatöku og þegna væri
alltof löng og að hinir kjörnu fulltrúar hefðu litla
hugmynd um margbreytilegar og ólíkar óskir
kjósendanna. Grunnhugmynd Tofflers um
hvernig skipan stjórnunar á þjóðfélaginu myndi
þróast fól í sér að almenningur fengi aukin áhrif
og ætti eftir að taka virkari þátt í stjórnmálum,
m.a. vegna aukins frítíma og þeirra möguleika
sem tölvutæknin byði upp á.
Hann gerði ráð fyrir að þess væri ekki langt
að bíða að þjóðin fengi aðgang að tölvutækni á
heimilunum og með því að tengja tölvurnar
símnetinu yrði til möguleiki fyrir lýðræðislegar
ákvarðanatökur. Þjóðaratkvæðagreíðslur yrðu
mun einfaldari og ódýrari aðgerðir en fyrr: Kjós-
andinn kysi heima hjá sér og móðurtölva skráði
kosninguna og ynni úr upplýsingunum. En til að
einhver glóra væri í að hleypa almenningi að
ákvarðanatökum væri nauðsynlegt að kjósend-
urnir hefðu einhverja lágmarksþekkingu á því
sem taka ætti afstöðu til, sérstaklega ef um
væri að ræða flókin mál eins og t.d. ákvarðanir
í orkumálum. Sem ráð við vanþekkingu al-
mennings á hínum flókna veruleika nútímans
stakk Toffler upp á upplýsandi námskeíðum
um málefnin áður en kosið væri - fólk hefði
nægan' tíma til námskeiða af ýmsu tagi því
vinnutími hefði styst til muna. Það var þó ekki
skoðun Tofflers að mismunandi vel upplýstur
almúginn fengi algerlega að stjórna ferðinni.
Hann var talsmaður þeirrar gerðar óbeins lýð-
ræðis sem byggist á því að niðurstöður þjóðar-
atkvæðagreiðslna séu notaðar í þingsölum
þannig að sá hluti þingheims sem aðhyllist þá
afstöðu sem verður ofan á í þjóðaratkvæða-
greiðslu fái ákveðið forskot - t.d. 10% af at-
kvæðum þingmanna - allt eftir niðurstöðum
þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Harður heimur
Þeir Toffler og Gorz eru dæmi um framtíðar-
fræðinga sem voru óhræddir við að losa sig úr
viðjum samtímans þegar þeir spáðu fyrir um
framtíðina. Daninn Jens Bonke var með báða
fætur á jörðinni í bók sinni Aldrig mere arbejde
sem kom út 1983 þar sem hann dró upp mynd