Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 38
mæla fóður í föngum en ekki á vigt. („Skepn-
urnar fá oft fóður sitt illa útilátið, eftir því
hvað sá er handleggjalangur til, sem gefur.")
Schrader skilur ekki heldur af hverju bændurnir
kemba ekki hestum né tala við þá af vinsemd.
(„Fyrir utan að hotta á þá, eiga íslendingar eng-
in upplífgandi vinsemdarorð handa hestum sín-
um; og alt að því eins nízkir eru þeir á að strjúka
þá eða klappa þeim með vinsemd.") Þá særir
það sjónvitund hans að sjá menn reiða blóðuga
lambahausa og annað á klárum sínum. („í slát-
urtíðinni á haustin má oft sjá menn ríða hest-
um, sem eru blóðugir um herðar, brjóst og fæt-
ur af kindablóði, og er mjög viðbjóðslegt að sjá
það á Ijósleitum hestum.") Þannig tínir hann til
hvert dæmið af öðru í téðri bók. Niðurstaðan er
síðan sú í öllum greinum að (slendingar kunni
ekki að fara með þessa „ágætu" hesta sem
'forsjónin hefur trúað þeim fyrir. Að vísu þótti
honum dálítið til um reiðlag íslenskra kvenna
sem sátu í söðlum og reiddu oftlega börnin sin
með sér en það hafði hann ekki séð annars
staðar. Þótti honum íslenski hesturinn þannig
sýna undraverða ábyrgðarkennd undir konum
og börnum, en þó einkum og sér í lagi undir
drukknum mönnum. Er hann þó hvorki sá fyrsti
né síðasti sem undrast þolgæði íslenskra klára
þegar Bakkus gerist meðreiðarsveinn (slend-
inga, en það er önnur saga.
í bók Schraders birtist sama stefið með
reglulegu millibili, hvernig hann hafi reynt að
leiðbeina eyfirskum bændum en þeir neitað að
breyta venjum sínum. Hefur hann um þetta
mörg orð og fæst sérstaklega vinsamleg. Þeg-
ar litið er til baka er Ijóst að Schrader hafði lög
að mæla í mörgum greinum og margar af ráð-
leggingum hans, s.s. um beislisbúnað, hófa-
hirðu og svo framvegis, hafa seint og um síðir
verið teknar upp á íslandi. Hins vegar er einnig
Ijóst að hroki Schraders sjálfs var síst minni
gagnvart innlendum venjum en sá sem lands-
menn bjuggu yfir gagnvart erlendum nýjung-
um. Hér nægir að nefna að Schrader amaðist
við þeim aðalsmerkjum íslenska hestsins að
geta tölt og skeiðað, eða eins og hann segir í
formála að bókinni sinni um íslenska hesta og
hestamennsku. „Því miður eru margir hestar
vakrir og tölta, og kjósa margir þá heldur, og er
þó það ganglag Ijótt og hæfir aðeins lélegum
og kveifarlegum reiðmönnum."
Ennfremur finnst honum ómannúðlegt að
pína hestinn til þess að vera reistan til þess
eins að ganga í augum á öðrum. Þessa iðju
hafa landsmenn viðhaft og hver sá sem mætir
á íslensk hestamannamót sér þar reista gæð-
inga tölta og skeiða í hreinni andstöðu við ráð-
leggingar Schraders. En ekki aðeins það. Sam-
landar Schraders koma nú til (slands til þess að
læra íslenska reiðmennsku til þess að fá ís-
lensk hross til þess að tölta og skeiða. í annan
stað vildi Schrader láta flytja inn erlenda stóð-
hesta til þess að auka hæð íslenska stofnsins -
samhliða því að fá hann'af því að tölta - og
þannig gjöra hann líkari erlendum brúkunarklár-
um. Sem betur fer hafa íslendingar aldrei tekið
þeim ráðum og breytt hestakyni sínu í lélega
eftirlíkingu af erlendum stofnum, enda eru vin-
sældir íslenska hestsins erlendis byggðar á þvf
að hann er kynhreinn og ólíkur öðrum hesta-
kynum. Þannig var Schrader skarpskyggn en á
sama tíma blindur í málefnum íslenska hests-
ins.
Miskunnsami samverjinn
Af öllu því sem vitað er um starf Schraders á
Akureyri má dæma að hann hafi haft einlægan
vilja til þess að láta gott af sér leiða og hafi
hvorki sparað tíma sinn né fjármuni í því skyni.
Hann var sérstaklega þekktur fyrir að víkja góðu
að börnum og sagt er að hann hafi gefið um-
talsverðar fjárhæðir til styrktar fátækum börn-
um á Akureyri. Einnig er sögn að Schrader hafi
ráðið atvinnulausa barnamenn í vinnu til þess
að sinna ýmsum viðvikum fyrir sig vegna þess
að hann óttaðist að fjölskyldur þeirra liðu skort.
Schrader reynir ennfremur að fá börnin til þess
að hætta ýmsu sem hann telur ósiði. Hann am-
ast mikið við þeim sið að slá köttinn úr tunn-
unni sem viðhafður er á öskudaginn á Akureyri
og segist „aldrei hafa séð neitt ógeðslegra en
þenna æsta barnahóp, 5-14 ára að aldri, ham-
ast með prikum, bareflum, lurkum og sverðum
að því að lemja á hrafni með ókvalráðri ánægju;
þau voru búin eins og villimenn með grímur,
máluð í andliti og með skrípalega pappírshjálma
á höfðum ..." Schrader reynir að fá börnin til
þess að hætta þessari villimennsku með því að
kenna þeim hornabolta, „þjóðleik Ameríku-
manna", ásamt fleiri erlendum leikjum en það
gekk ekki eftir. „Það átti ekki við þau; þau voru
svo dauflynd," bætir hann við í bók sinni um
hesta og reiðmenn.
Svo sýnist sem Schrader hafi litið á veru sína
hér sem mikla fórn af sinni hálfu. Hann virðist
ekki hafa komið hingað til lands vegna þess að
hann hafi tekið sérstöku ástfóstri við íslensku
þjóðina. Hann hrósar að vísu sumu, en yfir það
heila tekið virðast landsmenn fara í taugarnar á
honum. Þeir virðast ekki vera sá félagsskapur
sem hann kysi að fyrsta kosti - a.m.k. ef marka
má skrif hans sjálfs - þótt hann sé allur af vilja
gerður til þess að hjálpa þeim. En samt sem
áður virðist hann gera geipimiklar kröfur um