Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 4
Brynhildur Þórarinsdóttir
Frá ritstjóra
„Hver verð ég þegar nýjasta tækni og vísindi
hafa aukið lífslíkur mínar um helming með því
að rækta úr mér ýmis gen sjúkdóma og fötlun-
ar?" spyr Úlfhildur Dagsdóttir í upphafi greinar
Sinnar um hið hávísindalega en um leið bók-
menntalega fyrirbæri sæborgir. Úlfhildur veltir
því fyrir sér hvernig persónufrelsi verði háttað
þegar hægt verður að hreinsa alla varasama arf-
bera úr manneskjum. Skyldi maður geta valið
að vera „venjulegur"? Hvernig verður millibils-
ástandið þegar sumir eru orðnir fullkomnari en
aðrir, til dæmis langlífari, fallegri eða gáfaðri?
Eins og Úlfhildur bendir á hefur það komið í
hlut skáldskapar að svara spurningum af þess-
um toga, einkum skáldsagna, smásagna, leik-
rita, kvikmynda, myndasagna og tölvuleikja.
Ýmis þessara verka teljast viðurkenndar fagur-
bókmenntir, eins og LoveStar, vísindaskáld-
saga Andra Snæs Magnasonar, en bókin var
sem kunnugt er tilnefnd til íslensku bók-
menntaverðlaunanna. Meirihluti þeirra er hins
vegar talinn til afþreyingarverka, svo sem vís-
indafantasíur, hrollvekjur, glæpa- og hetjusög-
ur. Kvikmyndahúsin verða sneisafull af stökk-
breyttum, genabættum og tæknivæddum
söguhetjum slíkra verka í sumar. Margar þeirra
skjóta upp kollinum í grein Úlfhildar.
íslendingar hafa líka fengist við vísinda-
skáldskap. Upphaf íslenskra vísindaskáldsagna
má rekja til Kristmanns Guðmundssonar, eins
og Þorfinnur Skúlason sýnirfram á í grein sinni
„Augun gul, hárið blátt og blóðið grænt". Krist-
mann virtist meðvitaður um að ýmsum kunni
að þykja þessi gerð skáldskapar ómerkileg og
skrifaði fyrstu sögurnar því undir dulnefninu
Ingi Vítalín. í Ferðinni til stjarnanna sem kom út
í Reykjavík árið 1959 situr Ingi Vítalín á tali við
geimveruna Hvorr frá jarðstjörnunni Kim, en
Hvorr er sagður afburða geðfelldur maður þótt
hár hans sé blátt, blóðið grænt og augun gul.
Saga Kristmanns er ekki framtíðarsaga heldur á
sér stað í samtíðinni en á öðrum hnetti. Saga
Andra Snæs Magnasonar gerist hins vegar í
óskilgreindri framtíð. Vísindamenn hafa þá náð
tökum á þeirri tækni sem nota má til að stýra
hugsunum og tilfinningum fólks svo sálar-
kreppa á borð við eftirsjá og iðrun ætti að vera
liðin tíð. Berglind Steinsdóttir rýnir í bók Andra
Snæs og veltir því m.a. fyrir sér hvort hún sé
lykilsaga um íslenskan veruleika.
Þótt vísindaskáldsögur sýni gjarnan heim
sem virðist fjarlægur og óraunverulegur erum
við að vissu leyti sokkin á bólakaf í fen ofur-
tækninnar. Nýlokið er stríði þar sem beitt var
allra fullkomnustu nútímatækni til að hitta að-
eins „réttu" skotmörkin. Reyndar hafa hryðju-
verkamenn ávallt beitt sömu aðferð - að miða
á mikilvægt skotmark og eyðileggja það en það
þykir einhverra hluta vegna af öðrum toga.
Tæknivædda stríðið telst „hreint" og „snyrti-
legt". I sjónvarpinu birtist stríðið sem flugelda-
sýning í fjarska; skotið er úr svo mikilli fjarlægð
og með svo miklum tæknibúnaði að böðlarnir
þurfa aldrei að finna fyrir samviskubiti eða iðr-
un, þeir eru staddir í veruleika LoveStar þar
sem allar ákvarðanir eru hárrétt útreiknaðar.
„Kalda stríðið" hefur öðlast nýja merkingu.
Stríðið i írak stóð stutt en það breytti engu að
síður þeirri heimsmynd að vesturveldin væru
ein heild. Gjáin sem stríðið sprengdi milli Evr-
ópu og Bandaríkjanna virðist bæði djúp og
breið. David Green, stjórnmálafræðingur við
Hofstra-háskóla í Bandaríkjunum, féllst á að
skrifa um þetta ástand fyrir tmm. Grein hans
sýnir að önnur eins gjá er milli þeirra Banda-
ríkjamanna sem styðja stefnu forseta síns og
hinna sem hafna henni algerlega, a.m.k. ef
marka má orð Johns le Carré sem Green vitn-
ar til: „Bandaríkjamenn eru gengnir inn í enn
eitt vitskerta skeiðið í sögu sinni, en þetta
skeið er verra en nokkurt sem ég minnist."