Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 53
Ofan í hyldýpið? tmm bls. 51 Nýja-Englandi í austri að Minnesota á vestari enda bandsins. Hér og hvar má finna undan- tekningar og tilbrigði og blæbrigði en þetta er meginmunstrið: L-laga íhaldssamt belti í suðri og Klettafjallaríkjunum en afgangurinn fram- sæknari. Vitaskuld lagar hugmyndafræðilegt landslag í Bandaríkjunum sig ekki alltaf hentug- lega að landamerkjunum og stundum er hreint ekki hægt að skipta því landfræðilega. í þess- um skilningi er myndin af hinum rauðu og bláu Bandaríkjum fyrst og fremst hentug sem ein- fðld myndlíking af tvískiptingu Bandaríkjanna. Hin lífsseiga hugsjón um frjálslynt lýðræðis- ríki sem grundvallað er á réttlátri dreifingu auðs og félagslegri sam- heldni og sem helst í hendur við hófsama utanríkisstefnu var kannski alltaf dæmd til að mistakast. Kannski ættum við að undrast meira að henni skyldi yfirhöfuð vera leyft að lifa á 20. öld heldur en hitt að enn og aftur skuli vera ráðist á hana. En svo er nú gert, í fyrsta lagi innan Banda- ríkjanna (þar sem ríkti hvort eð er alltaf ófullkominn skilningur á þessari hugsýn) - auk þess sem sama tilhneiging hefur borist til Evrópu með útflutningi á nýfrjálshyggju í efnahagsmálum undir formerkjum hnattvæð- ingar. Bandaríkin eru í miðjum umbrotahríðum byltingar íhaldsaflanna, stundum fínlegrar og hljóðlátrar en stundum ekki. Þessi bylting hófst á 7. áratug síðustu aldar, tók að bera ávöxt með kjöri Ronalds Reagans árið 1980 og hefur kom- ist í forystu- en kannski ekki alvaldsstöðu núna. Framtíð hennar er óljós, nema hvað áköf tilraun til að leiða þessa byltingu til lykta, leggja í rúst hina frjálslyndu mynd af ríki og þjóðfélagi og kveða aðra hugmyndafræði í kútinn hefur fest sig í sessi. Það kemur brátt á daginn hvort sú til- raun mun bera árangur í stjórnmálaumhverfi sem löngum hneigðist til miðju (eða hægra megin við miðju) og þar sem tvískipt ríkisstjórn (sem hefur þann kost að hindra valdasamþjöpp- un einstaks flokks eða flokksklíku) hefur verið stærri kostur en fylgni við einhverja eina hug- myndafræði. Kosningarnarárið 2004 munu ráða hér úrslitum, og það horfir ekki vel í svipinn fyrir framsæknar hugmyndir í Bandaríkjunum. Fyrir því eru margar ástæður. • • • Auðvitað liggur í augum uppi að atburðirnir 11. september 2001 voru hræðileg ógæfa fyrir Bandaríkin. En ógæfan sem ekki er jafnljós er sú að þetta skyldi gerast á fyrsta stjórnarári öfga-íhaldsstjórnar sem er í fyllsta máta hern- aðarlega sinnuð. 10. september sama ár mæld- ist stuðningur við George W. Bush enn á sömu niðurleið og umliðið hálft ár og nálgaðist 50 prósentin. Strax eftir árásina rauk þessi stuðn- ingur upp í 90 prósent. Þetta var lítt að þakka visku, tjáningarhæfni eða kjarki þess manns sem er efalaust óálitlegasti einstaklingur sem tekið hefur við viðkomandi embætti í heila öld (Bush flýði raunar til Louisiana og síðan Nebr- aska daginn sem árásin var gerð), þetta var hins vegar að öllu leyti að þakka hinni viðteknu fánasveiflandi þjóðernishyggju sem er eilífur fylgifiskur þess að Bandaríkin ráðast í stríð eða þeim er ógnað, meira að segja við uppákomur eins og hina hörmulegu Svínaflóadeilu við Kúbu árið 1961. Næsta hálfa annað árið tóku vinsæld- ir Bush að síga hægt og rólega að nýju, sér í lagi þar sem deyfð ríkti í efnahagsmálunum, en rauk svo á nýjan leik upp í sjötíu prósent þegar ráðist var inn í írak. Mergur málsins er að 11. september kom rík- isstjórn Bush til bjargar. Það virtist útilokað að hann myndi með nokkru móti geta komið á sátt milli hinnar róttæku hægrimennsku sinnar og fylgismanna sinna og hins vegar hneigingar þorra kjósenda til meiri miðjustefnu, kjósenda sem höfðu hvort eð er fæstir veitt honum at- kvæði sitt í kosningunum. Það er að segja, þetta virtist útilokað uns þruma úr heiðskíru lofti kom honum bókstaf- lega til bjargar, og færði honum fyrir bragðið upp í hendur nokkurs konar óskrifað blað í ut- anríkis- og jafnvel innan- landspólitík. Liðsmenn Bush léku síðan af stakri snilld á þau spil um öryggismál sem þeir fengu upp í hend- urnar. Þeir gerðu írak og spurninguna um þjóðaröryggi að meginmáli baráttu sinnar síðari hluta ársins 2002, fremur en versnandi efnahag, aukið atvinnuleysi og þjóðarskuldir, gríðarlega umfangsmikla spillingu hjá stórfyrirtækjum sem sum hver voru meðal nánustu stuðningsaðila Bush og tengdust hugs- anlega forsetanum sjálfum og varaforsetanum. í þingkosningum 2002 átti að kjósa um hvert einasta sæti á fulltrúaþinginu, einn þriðja af sætunum í öldungadeildinni og fjölda ríkisstjóra og önnur veigamikil embætti. Til að geta leikið á öryggismál í þessum kosningum lögðu repúblikanar, undir forystu pólitísks lærimeist- ara Bush, Karl Grove, fram frumvarp um að koma á fót sérstöku ráðuneyti fyrir öryggismál innanlands sem þeir höfðu fram að því mælt gegn, ófu saman við hugmyndina hvatskeyt- legu orðfæri frá stéttarfélögum og sökuðu síð- an demókrata um að vera deigir í öryggismál- um þegar þeir lögðust gegn sínu eigin frum- varpi sem nú var komið fram í tempraðri mynd. Þessi hertækni, sem var í fyllsta máta ósvíf- in og kaldhæðnisleg, bar svo góðan ávöxt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: