Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 35
tmm bls. 33 Stærsta verk Schraders á Akureyrí var bókin Hestar og reiðmenn á íslandi sem út kom 1915. Mynd þessi birtist í bókinni en við hana skrifaði Schrader: „Einn af „beztu reiðmönnum í heimi!" Hann patar og ber fótastokkinn." lendinga og blaðafréttir af öllu saman, vakna margar spurningar um eðli hjálpseminnar. Og þá sérstaklega hvaða skyldur sá hjálpsami leggur á þá sem hann hjálpar, og hvaða þakklæti hann vill fá í staðinn. Og hvort hjálpin sé í raun gagnleg þegar öllu er á botninn hvolft. Staðreyndin er sú að hjálpsemin og afskiptasemin eru náfrænkur. Hjálparstarfsemi er oft blinduð af forsendum og fordómum þess sem leggur slíkt erfiði á sig svo að hún kemur ekki að gagni nema að litlu leyti. Og þeir sem taka við hjálpinni gera það oft af gæsku við þann sem lætur hana í té fremur en gagnsemi hjálparinnar sjálfrar. Sagan af starfi Schraders á Akureyri þegar ísland var fátækasta land Vestur-Evrópu gæti þess vegna sýnt (hnot- skurn af hverju hjálparstarf meðal vanþróaðra þjóða kemur oft fyrir lítið. Heimsmaður á íslandi Schrader er svo lýst að hann hafí verið stór, frekar feitlaginn maður, a.m.k. á efri árum, og nokkuð stórskorinn í andliti. Hann var eins og nafnið gefur til kynna af þýskum ættum en hafði starfað á verðbréfamarkaðnum á Wall Street ( 35 ár áður en hann kom hingað. Að sögn hafði hann gefið hús sitt og innanstokks- muni til fátækra og ánafnað mestum hluta fjár- muna sinna sérstöku félagi sem hann stofnaði í Bandaríkjunum og bar nafnið „Society for Improving the Condition of the Poor", auk þess sem hann hafði verið félagi í fjölda góð- gerðafélaga þar í landi. Af skrám bandarískra bókasafna að dæma var Schrader fæddur árið 1858. Hann hafði dvalist ( Falmouth á Englandi áður en hann kom til Akureyrar, en þar gaf hann út bók árið 1911 um almenningsskóla og áritaði eitt eintak í febrúar 1912 ef marka má skrár breskra bókasafna. Ljóst er af formála bókarinnar Hestar og reiðmenn á Islandi að hann hafði áður komið til íslands og líklega ferðast um landið, a.m.k. hafði hann komið til Reykjavíkur auk Akureyrar. Hann virðist því hafa komið að könnuðu landi og með þeim ásetningi að dveljast langdvölum þegar hann kom til Akureyrar vorið 1912. Hann dvaldist á Hótel Akureyri þann tíma er hann var í höfuðstað Norðlendinga og virtist aldrei skorta fé. Hótel Akureyri var stórt og glæst timburhús með tveimur turnum, reist árið 1901, og talið eitt besta hótel á landinu ( þann tíma og þótt víðar væri leitað. Þar hefur Schrader notið flestra þeirra þæginda sem heldra fólk í Evrópu gerði kröfu um í þá daga. Hótelhaldarinn, Vigfús „vert" Sigfússon, var með verslunarpróf frá Kaupmannahöfn og tal- aði helstu tungumál Evrópu reiprennandi. Hót- elið var rekið á evrópskan mælikvarða sem er t.d. vel lýst í ferðaminningum barónessu von Grumbkow. Á þessum tíma var viðskiptaum- hverfið á íslandi algerlega opið fyrir erlendum viðskiptum og fjárfestingum. Akureyri var þá í beinu siglingasambandi við útlönd og litlu meira mál fyrir bæjarbúa að skreppa til Eng- lands en til Reykjavíkur. Stór hluti bæjarbúa bar dönsk eða þýsk ættarnöfn og hafði komið til Akureyrar til þess að versla, brugga öl, baka brauð, búa til lyf eða smíða úr gulli. Hinn alþjóð- legi andi Akureyrar sést einnig af því að margir útlendingar, sem hingað komu í ýmsum erinda- gjörðum, dvöldust á Hótel Akureyri ásamt Schrader. Samt var það skoðun Schraders að erlendar nýjungar væru ótrúlega seinar að ryðja sér hér til rúms og að landsmenn litu um of til Kaup- mannahafnar í flestum efnum. í viðauka um búnaðar- og kaupsýslumál sem Schrader lætur fylgja með bók sinni um hesta og reiðmenn kemur fram að hann hafi reynt að beita sam- böndum sínum erlendis, einkum í Bandaríkjun- um, til þess að koma Akureyringum í ný versl- unarsambönd og kaupa nýmóðins tæki til landsins. Hann pantar til að mynda vélaklippur til þess að rýja sauðfé og lætur selja á Akureyri. Hann reynir að athuga hvort hægt sé að selja saltað sauðaket og æðardún ( Bandaríkjunum, svo ’eitthvað sé nefnt. En samt virðist koma lít- ið út úr þessum tilraunum. Aðstoð Schraders við akureyrska kaupahéðna virðist fyrst og fremst felast í lítilli bók sem kom út stuttu eft- ir komu hans og bar nafnið: Heilræði fyrir unga menn í verziun og viðskiftum. En í þeirri bók speglast að nokkru lífsskoðun hans sjálfs. Heilrseði fyrir unga menn Schrader virðist hafa gefið út ofangreinda bók snemma árs 1913, en hún var kynnt í frétta- blaðinu Norðurlandi 22. mars. Þar er bókin auglýst með þeim hætti að Schrader sé „vest- heimskur auðmaður og mannvinur". Ennfrem- ur er sagt í fréttinni að hann hafi rekið stórversl- un ( New York, brotist til bjargálna af eígin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: