Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 17
tmm bls. 15 Jóhann Hjálmarsson Ljóóastefna Mér varð hugsað til Audens sem er flestum gleymdur, (hann gat ekki hætt að ríma); á Ijóðastefnu í Caracas kannaðist enginn við hann og því síður Letters from lceland. Nú minna aðeins prófessorar á hann, kannski í tímum og stöku sinnum í The Times Literary Supplement og tveir ungir Bretar reyna að laga sig eftir honum, að Brodskí, vini hans, gengnum, með nýjum bréfum úr afkimum jarðar. ísland er orðið Evrópa og aldrei fjarri því sem prýða má tískuvæn lönd. Hingað koma tilvonandi prófessorar og lárviðarskáld, kurteislegir í viðmóti, en dómgjarnir undir niðri, í snjáðum gallabuxum og peysum, beint frá pöbbinum í London og finna Dublin í Reykjavík og skáld sem kannski jafnast á við höfunda Njálu? Allt er á haus eins og vera ber og eftirmódernisminn nýkominn og módernisminn gerði stuttan stans. Stuðlar aðeins í bergi (líkt og Gullfoss og Geysir), minnismerki um arf sem var brenndur til ösku. Engan sannan Fönix að sjá við Flóann? Ath. Ljóð eru stundum hvít lygi. Ljóð eftir W. H. Auden var flutt í víðfrægri kvikmynd um brúðkaup og jarðarför og skyndilega, eftir að Ljóðastefna var ort, öðluðust gömul orð eftir Auden nýtt gildi: „Við verðum að elska hvert annað eða deyja." Það gerðist 11. september eins og allir muna. J.H. Jóhann Hjálmarsson (f. 1939) er skáld og bókmenntagagnrýnandi og blaðamaður á Morgunblaðinu. Síðasta Ijóðabók han's, Hljóðleikar (2000) var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2003. Úrval úr öllum Ijóðabókum Jóhanns, Með sverð gegnum varír, kom út hjá JPV útgáfu 2001, með formála eftir Þröst Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: