Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Page 17
tmm bls. 15 Jóhann Hjálmarsson Ljóóastefna Mér varð hugsað til Audens sem er flestum gleymdur, (hann gat ekki hætt að ríma); á Ijóðastefnu í Caracas kannaðist enginn við hann og því síður Letters from lceland. Nú minna aðeins prófessorar á hann, kannski í tímum og stöku sinnum í The Times Literary Supplement og tveir ungir Bretar reyna að laga sig eftir honum, að Brodskí, vini hans, gengnum, með nýjum bréfum úr afkimum jarðar. ísland er orðið Evrópa og aldrei fjarri því sem prýða má tískuvæn lönd. Hingað koma tilvonandi prófessorar og lárviðarskáld, kurteislegir í viðmóti, en dómgjarnir undir niðri, í snjáðum gallabuxum og peysum, beint frá pöbbinum í London og finna Dublin í Reykjavík og skáld sem kannski jafnast á við höfunda Njálu? Allt er á haus eins og vera ber og eftirmódernisminn nýkominn og módernisminn gerði stuttan stans. Stuðlar aðeins í bergi (líkt og Gullfoss og Geysir), minnismerki um arf sem var brenndur til ösku. Engan sannan Fönix að sjá við Flóann? Ath. Ljóð eru stundum hvít lygi. Ljóð eftir W. H. Auden var flutt í víðfrægri kvikmynd um brúðkaup og jarðarför og skyndilega, eftir að Ljóðastefna var ort, öðluðust gömul orð eftir Auden nýtt gildi: „Við verðum að elska hvert annað eða deyja." Það gerðist 11. september eins og allir muna. J.H. Jóhann Hjálmarsson (f. 1939) er skáld og bókmenntagagnrýnandi og blaðamaður á Morgunblaðinu. Síðasta Ijóðabók han's, Hljóðleikar (2000) var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2003. Úrval úr öllum Ijóðabókum Jóhanns, Með sverð gegnum varír, kom út hjá JPV útgáfu 2001, með formála eftir Þröst Helgason.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.