Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 30
Andri Snær Magnason Berglind Steinsdóttir Hugmynd tekur völdin Um LoveStar eftir Andra Snæ Magnason Hugmynd. Hugmynd lætur ekki að sér hæða, hennar er valdið, lífið, dauðinn, drottinn og heilabú þess sem hún velur. Amen. Hugmynd er harðstjóri sem verður bók sem næraugum lesenda. Hug- mynd bókar verður ef til vill að hugmynd að kvikmynd líka, svo myndræn er hún. Hugmynd ersölu- vara. Hugmyndin er ekki bara tæknihyggja heldur líka múgsefjun. Ást er framleidd, markaðssett og seld. Sem og lífið og dauðinn. Hamingjan er föl, talfærin líka. Veröldin er keyrð áfram á hug- mynd um einsleitni fólks og vilja sem lýtur hugmyndinni. Örvar Árnason, LoveStar, er maðurinn sem hugmyndin fær upphaflega, maðurinn sem ber ábyrgð á því að hinn frjálsi vilji er allur steypt- ur í sama mótið, áhuga manna er stýrt og talfæri virkjuð til auglýsinga. Vísindin tryggja aðferð og árangur. Hugmynd fær mann, ekki öfugt, hugmynd tekur sér bólfestu í manni sem fær ekki við neitt ráð- ið, læturbara undan og fylgir hugmyndinni. Ef þessi maður gengur einhverra hluta vegna úrskaft- inu finnur hugmyndin sér annan mann, tilkippilegri, annan huga. Og þeir hljóta að skorast undan ábyrgð því að ábyrgðin er ekki þeirra. Ekkert stöðvar hugmynd. Tíminn er afstæður, ævinlega. Bókin stendur í samtíma okkar en allt sem gerist er fyrir ofan axlir. Stundin virðist flogin á vit næstu alda á vængjum hugmynda og tækniundra en svo er tekið viðtal við LoveStar og sagt að fyrir örfáum árum hafi hvorki verið LoveStar né LoveDeath. Hversu mörg eru örfá ár? í sögunni eru líka endalausar tilvísanir í fyrirbæri sem maður þekk- ir: leiðtogann Davíð, Michael Jackson, Elísa- betu Englandsdrottningu, Boyz, Keili, Öxnadal, R-72623, Domino's, Saab, Bónus, 10-11 og Adidas, en við erum kannski bara einu Love- Mómenti frá því að aðskiljast þaðan. Hins vegar er búið að breyta MR í skemmtistað og Alþing- ishúsinu í veitingastað. Hálendisvegurinn er all- oft keyrður, vegurinn sem á að stytta akst- ursleiðir milli landsfjórðunga. Sá vegur er enn hugmynd á Alþingi. Innri tími sögunnar er aðeins tæpar fjórar stundir, síðustu klukkutím- arnir af ævi LoveStars. Sá tími sem LoveStar á ólifaðan er stef í bókinni - niðurtalning. Boðuð er mikil breyting í lokin. Sagan hleypur þó út undan sér og flakkar fram og aftur, flækir fyrir manni hvort ytri tíminn er 2042 (a.m.k. eru liðin 40 ár frá handfrelsun mannkyns), 2140 eða eitt- hvað enn fjarlægara. LoveStar gæti hins vegar verið að keyra eftir Suðurlandsbrautinni núna með móttökustöðv- arnar virkar. í bókinni er hann enn með teng- ingu við þá veröld sem við þekkjum. LoveStar gæti verið að fá hugmynd að galara-auglýsinga- kerfinu núna enda er tími sögunnar margfaldur. Við höfum fortíð, samtíð og framtíð í einni bendu og ekki heiglum hent að greiða úr henni. LoveStar hefur allt og ræður öllu á meðan hann lýtur valdi hugmyndarinnar. Það hlýtur hann alltént að ímynda sér. Hann finnur ekki annað en að allir strengir liggi úr lófa sínum. Hann og hugmyndin vinna saman. Svo snýst honum hugur. Hann reynir að ná valdi á hug- myndinni sem hann ánetjaðist frekar en að vera ofurseldur henni. Hann vill verða herrann í þessu herraveldi og hann vill auka slakann. Hann hefur litið til fortíðar og hann hefur litið til framtíðar. Hann hefur valið að breyta kúrsinum. En hann má sín lítils enda er það hugmyndin sem stjórnar ferðinni. „Ekkert stöðvar hug- mynd" segir í bókinni (197 + 205 + 223), og „hugmyndir deyja ekki" (203), LoveStartil sárr- ar raunar þegar hann snýr til baka úr hinum mikla tæknilega ópersónulega leiðangri sínum. LoveStar er hættur að vera maður, er sjálfur orðinn að hugmynd. Hugmyndin er drifkraftur- inn og hún snýst um að stýra öllum inn í sama hólfið, skýran markhóp. Hver er í hvaða markhópi? Öll erum við í einhverjum markhópum. Nú um stundir getum við verið okkur tiltölulega með- vituð um það, og þá einnig hvaða markhópum við tilheyrum. Þegar auglýsingum er beint til okkar höfum við val um að hneykslast, hafna þeim, sniðganga boðin, t.d. hinar ágengu ferm- ingarauglýsingar. Þegar rúm, myndavél, park- ett eða naglaásetning er auglýst sem kjörin gjöf handa fermingarbarninu kaupi ég það alls ekki, hvorki handa mér né öðrum. Þegar nútíma- manninum er sagt að „allir" kjósi þennan list- ann eða verði að kaupa metsölubókina áskilur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: