Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 66
„Neonaívismi" Kápumynd tímaritsins er eftir Ásgeir Jón Asgeirsson, listmálara og tölvuleikjahönnuð. Asgeir er þrítugur að aldri og útskrifaðist úr málaradeild MHÍ 1997 en stundaði auk þess nám í eitt ár við Hogeschool for de Kunst í Utrecht í Hollandi. Hann hefur tekið þátt í nokkrum sýningum í Reykjavík, á Akureyri og I Hollandi. Síðastliðin þrjú ár hefur hann hins vegar unnið að hönnun tölvuleiksins „Eve on- line" sem nýverið var settur á markað. Þótt málverk Ásgeirs sæki að vissu leyti inn- blástur í fantasíur tölvuleikjanna þvertekur hann fyrir það að þau tengist beint leiknum sem hann hefur unnið við dag og nótt síðastliðin misseri. „Hugmyndirnar eru reyndar sóttar í sama banka," segir hann þó, „reynsluheimur minn er að talsvert miklu leyti tengdur bíó- myndum og sjónvarpi. Ég sæki einnig hug- myndir í listasöguna og bókmenntir, til dæmis vísindaskáldsögur og bókmenntaverk sem fjalla á einhvern hátt um vísindi og framtíðar- sýn. Ég gæti nefnt höfunda á borð við William Gibson sem er stórt nafn í þeim heimi og auð- vitað Aldous Huxley með Brave New World. Annars hef ég líka haft gagn af höfundum eins og Haruki Murakami og Kurt Vonnegut." Ásgeir segist fyrst og fremst vera málari þótt hann hafi unnið við tölvuleikjahönnun. Hann hafi ekki lært að ráði að nota tölvur fyrr en í vinnunni fyrir CCP sem framleiðir tölvuleikinn. Þar byrjaði hann sem útlitshönnuður en hefur smám saman færst meira í fang og vinnur nú mikið í photo-shop forritinu. Vafalaust hefur sú vinna litað málverk hans þar sem sjá má ýmsar geimverur og geimflaugar eins og klipptar inn á hefðbundin landslagsmálverk. Ásgeir hannar útlit hlutanna sem birtast í tölvuleiknum en síð- an eru smíðuð módel eftir teikningum hans. Geimskipin og geimstöðvarnar sem birtast á tölvuskjám þeirra sem spila leikinn eru því upp- runalega hans hönnun. Ásgeir hélt fyrstu einkasýningu sína í Gallerí Skugga í ársbyrjun og þá lýsti Guðmundur Odd- ur Magnússon, prófessor við Listaháskóla ís- lands, verkum hans með þessum orðum í sýn- ingarskrá: „Þéttur grunnur er ofinn, landslag málað eða eitthvað annað með sýndardýpt; Ijósi og skugga (chiaroscuro) ásamt hvarfpunkti er beitt til að ná fram sviðsetningu og fjarvídd en eingöngu til að mynda bakgrunn. Frumstæð teikning, „primitíf" barnateikning eða frum- mannsteikning að hætti hellamálara er sett í forgrunn." Sjálfur gaf Ásgeir sýningunni heitið „Neonaív" en hann telur verk sín að hluta til naívisma eða prímitívisma. Hann segist gjarnan byrja á að mála bakgrunninn meðan hugmyndir að fígúrum séu að fæðast, svo láti hann hug- myndirnar streyma fram á grunninn með túss- penna. Sýningunni í Gallerí Skugga var afar vel tekið og nær öll verkin seldust. Ásgeir er því þegar farinn að huga að næstu sýningu sem hann vonast til að geta haldið seinna á árinu. Þar ætl- ar hann að sýna stærri verk, þriggja metra breiða fleka en þó ( sama stíl. Hann segir að hversu mikið sem verið hafi að gera í leikja- hönnuninni hafi hann alltaf gefið sér tíma til að mála. „Ég sleppi bara flestu öðru og reyni að koma svefni einhvers staðar að," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: