Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 16
hún aftur í stað fram. Brúnirnar voru miklar og loðnar, en rétt ofan við þær, á breiðu enninu, byrjaði „fax" mannsins. Það var ekki ósvipað þéttri og mjúkri hestmön, er breikk- aði aftur á höfuðið og niður hnakk- ann, en hárlaust var yfir eyrunum, er voru stór og uppmjó. (101) Trjámenn koma fyrir líkt og í skrifum Holbergs en þegar lýsa á þorpum og borgum eru þær bornar saman við byggðarlög á íslandi, borg faxmanna er á stærð við Hafnarfjörð (100), á ílan eru borgir á stærð við Reykjavík. (62) Sporgöngumenn óskast Önnur vísindaskáldsaga kom út eftir Kristmann Guðmundsson sama ár og Ferðin til stjarnanna. Bar hún heitið Ævintýri íhimingeimnum en þar var enn fjallað um ferðir Inga Vítalín til fjarlægra hnatta. Þar bindast geimverur og menn enn nánari böndum eftir að Ingi Vftalín og ástkona hans Nanía eignast afkvæmi. Hlé varð á vís- indaskáldsöguskrifum Kristmanns eftir 1959 og tók hann ekki þráðinn upp að nýju fyrr en árið 1975 með bókinni Stjörnuskipið. Ekki verð- ur farið út í nákvæman samanburð bóka Krist- manns hér en þar má þó í grófum dráttum sjá breytingu ( átt til meiri atburðafrásagnar. Mér er ekki kunnugt um að aðrir íslenskir vís- indaskáldsagnahöfundar hafi komið fram á sjónarsviðið strax í kjölfar Kristmanns. Ég fann eina bók sem skrifuð var árið 1970 sem fallið gæti í þennan flokk en það er sagan Gestir á óskastjörnu eftir Gústaf Óskarsson.30 Rétt er þó að hafa fyrirvara við slíkum fullyrðingum þar sem ekki hefur enn farið fram heildstæð rann- sókn á íslenskum vísindaskáldskap. Kápumynd bókarinnar ber það með sér að sagan falli í flokk unglingabóka en ekki er jafnauðvelt að lesa þá greiningu úr innihaldi bókarinnar. Sagan segir frá bóndanum Brandi í Botni sem býr í ónafngreindum eyðifirði á Vestfjörðum. Geim- skip brotlendir á miðjum firðinum og bjargar Brandur þremur flugmönnum úr skipinu sem í fyrstu virðast tala framandi tungu. í Ijós kemur að geimskipið var sent á loft af Frökkum, Þjóð- verjum og ítölum sem ætluðu sér að skáka stórveldunum í tæknikapphlaupi kalda stríðs- ins. Sagan er sögð á kjarnmikilli íslensku sem á stundum minnir á lýsingu af íslenskum þjóð- háttum. Geimfararnir segja frá kynnum sínum af geimverum. Þeir hitta fyrir í geimnum hvít- skeggjaðan öldung sem veitir þeim hverjum eina ósk. Geimfararnir ganga of langt í græðgi sinni og draga af ferðinni þann lærdóm að með- alhófið sé best. Þörf er á því að fara dýpra í greiningu og lýs- ingu á því litla sem til er af frumsömdum ís- lenskum vísindaskáldskap en hér er gert. Eftir lauslega athugun komu nokkrar bækur eftir ís- lenska höfunda í Ijós sem tengja má við vísinda- skáldskap. Þetta eru skáldsaga Ólafs Gunnars- sonar Gaga (1984), smásagnasafn Þorsteins Antonssonar Draumar um framtíð (1981), aðal- lega þó sagan „Skýrsla starfsmanns nr. 15", skáldsagan Sfá/nóft(1987) eftirSjón, skáldsaga Jóns Gnarr Miðnætursólborgin (1989), skáld- saga Þórunnar Valdimarsdóttur Júlía (1992), og nú síðast Love-Star (2002), skáldsaga Andra Snæs Magnasonar, einnig ber barnasagan Blái hnötturinn (2001) eftir sama höfund ýmis ein- kenni vísindaskáldskapar. Vel er viðbúið að ein- hverjar bækur vanti inn á þennan lista en það er von mín að laufum fjölgi á þessari grein skáld- skapartrésins og það taki að blómstra líkt og gerst hefur með íslenskar glæpasögur. Til þess ættu ytri skilyrði að vera hagstæðari en nokkru sinni áður - eða hafa íslendingar ekki eignast sinn fyrsta geimfara? 1 Hallgrímur Helgason, „Tek mér Laxnessleyfi," Morgunblaðið, laugardaginn 24. nóvember 2001, bls. 4. „Nú eru 30 ár síðan síðasti lesandinn opn- aði bók eftir Kristmann Guðmundsson en samt eru blöð og sjónvörp full af þáttum um ævi hans." 2 Ingi Vítalln, Ferðin til stjarnanna (Rvk. 1959), bls. 7. Vísað verður hér eftir til blaðsíðutals bókarinnar ínnan sviga I meginmáli. 3 „Ferðin til stjarnanna," Morgunblaðið, þriðju- daginn 3. mars 1959, bls. 9. 4 Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Jakob Bene- diktsson ritstýrði (Rvk. 1989), bls. 300. 5 Verne, Jules, Sæfarinn, Tuttugu þúsund mílur neðan sjávar (Hafnarfirði, 1957). 6 „Twenty-two Answers and Two Postscripts: An Interview with Stanislaw Lem," conducted by Ist- van Csicery-Ronay, Jr„ trans. Mark Lugowski, Sci- ence-Fiction Studies 13 (1986), bls. 255. Þýðing mín. 7 Malmgren, Carl D„ Worlds apart, Narratology of Science Fiction (Bloomington & Indianapolis 1991). 8 Dick, Philip K„ „Who is an SF Writer?" Science Fiction: The Academic Awakening. Ritstjóri Willis E. McNelly. (Shreveport, La„ 1974), bls. 46-50. 9 Greinargott yfirlit yfir sögu vísindaskáldskapar er að finna á netinu á slóðinni http://www.magicdragon.com. 10 Daniken, Erich von, Voru guðirnir geimfarar? Ráð- gátur fortíðar í ijósi nútimatækni (Rvk. 1972). 11 Holberg, Ludvig, „Nikulás Klím," þýðing Jón Ólafsson úrGrunnavík, ísienzk rit síðari aidaZ (Kh. 1948). 12 Sama rit, þls. 141. 13 Sjá til dæmis umfjöllun á http://www.imdb.com. 14 Björn Gunnlaugsson, Njóia eða hugmynd um ai- heimsáformið (Rvk. 1884), bls. 9. 15 Flammarion, Camille, Úranía, þýðing Björn Bjarna- son frá Viðfirði (Kh. 1898). 16 Ursin, Georg Frederik, Stjörnufræði, Ijett og handa alþídu, þýðing Jónas Hallgrímsson (Viðey 1842). 17 „Ferðin til Tunglsins," Norðri, 9. árg. 1861, bls. 74. 18 Gísli Halldórsson, „Ferðintil stjarnanna," Morgun- blaðið, þriðjudaginn 24. mars 1959, bls. 10. 19 „Kristmann var höfundurinn," Þjóðviljinn, fimmtu- daginn 26. mars 1959, bls. 4. 20 „Kristmann er Ingi Vítalín," Morgunblaðið, fimmtudaginn 26. mars 1959, bls. 2. 21 Kristmann Guðmundsson, ísold hin gullna, saga skálds (Rvk. 1962), bls. 169. 22 Gísli Halldórsson, „Ferðin til stjarnanna," Morgun- blaðið, þriðjudaginn 24. mars 1959, þls. 10. 23 Dr. Helgi Pjeturss, FramnýalHRvk. 1941), bls. 12. 24 Sama rit, bls. 13. 25 Gísli Halldórsson, „Ferðin til stjarnanna," Morgun- blaðið, þriðjudaginn 24. mars 1959, bls. 10. 26 Sama rit, bls. 22. 27 More, Thomas, Utopia (NY & London 1992), bls. 34-35. 28 Arni Bergmann, „Staðleysur, góðar og illar: frá Thomasi More til Georgs Orwell," TMM3, 1984, bls. 237-256; 240. 29 Gísli Halldórsson, Til framandi hnatta (Rvk 1958), bls. 178. 30 Gústaf Óskarsson, Gestir á óskastjörnu (Rvk. 1970). Þorfinnur Skúlason (f. 1971) stundar meistaranám í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: