Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 40
sínum í sjóinn og skipti öllum peningum sínum á milli áhafnarinnar. Eftir það lét hann bera sig niður í koju og skrifaði þar stutt bréf til vinar síns, Steingríms læknis. Hvað gerðist næstu nótt er óljóst. Stefán skipstjóri segir að hann hafi verið vakinn um nóttina og sagt að Schrader væri horfinn. Af ummerkjum sást að Schrader hafði risið á fætur og hlaðið skamm- byssu er hann átti. Síðan hafði hann með ein- hverjum hætti dregist upp á dekk án þess að nokkur yrði hans var, en skipverjar höfðu vakn- að við byssuhvell. Þegar þeir komu á vettvang var Schrader horfinn í öldur Atlantshafsins. Eftir komuna til Noregs var gerð nákvæm réttarrannsókn og allir skipverjar á Helga magra voru yfirheyrðir, hver í sínu lagi. Framburður þeirra allra var samhljóða og voru þeir hreinsað- ir af allri sök af hvarfi mannsins. Þeir voru með- al annars spurðir að því hvort Schrader hefði með einhverjum hætti getað bjargast í land, t.d. á fleka, en svo virtist sem hann hefði verið líf- tryggður fyrir geipilega háa fjárhæð í Bandaríkj- unum. Hvort líftryggingin hafi haft einhver áhrif á gerðir Schraders þarna á miðju Atlantshafi veit enginn nú. Eftirmælin um Schrader Steingrímur skýrði frá láti Schraders í (slendingi í apríl 1916, sem áður er getið. Þar segir hann að Schrader hafi fallið útbyrðis og drukknað. Steingrímur birti einnig síðustu kveðju hans, bréfið sem til hans var stílað. Með því fylgdi 50 króna seðill sem Schrader vildi nota til þess að stofna sjómannasjóð til styrktar ekkjum og börnum drukknaðra sjómanna. (50 krónur hlutu að vísu að hrökkva skammt til þeirra verkefna, en til samanburðar hafði fröken Jóninna fengið 500 krónur til styrktar bókaútgáfu sinni.) Stein- grímur segir að bréfið frá Schrader hafi verið harla torlæst „enda hafði verið mikill sjógangur og rugg mikið er hann skrifaði það." Steingrím- ur segist ennfremur hafa hitt systur hans í Þýskalandi og hún sagt að hann hafi verið „milljónaeigandi" og hefði verið löngu síðan verið búinn að gefa allar eigur sínar eða ráð- stafa þeim eftir sinn dag til hjálpar fátækum. Loks endar Steingrímur kveðjuna með því að hvetja eyfirska bændur til þess að kaupa bók Schraders um hesta og reiðmenn. „Mjer- sem kynntist honum betur en flestir aðrir - er kunn- ugt um hve mikið áhugamál honum var að ritið seldist." Og Steingrímurtelursíðan upp hversu mikið erfiði Schrader hafi lagt á sig til þess að bókin yrði til. Svo klykkir læknirinn út með setn- ingu sem er um margt lýsandi: Munið eftir því, eyfirskir bændur, að þjer eig- ið ennþá kost á að gleðja gamla Schrader, sýna honum þakklætisvott ykkar fyrir ómak hans ykkar vegna, með því að kaupa bókina hans. Þessi lokasetning í síðustu fréttinni sem rituð var um Schrader í íslensku dagblaði er dálítið athyglisverð. Steingrímur reynir að höfða til samúðar bændanna til þess að þeir veiti Þjóð- verjanum hjálpsama viðurkenningu að honum látnum með því að kaupa bók hans vegna þess að hann er þess viss hve mikils virði slíkt hefði verið fyrir hann í lifanda lífi. Annars átti það ekki fyrir hinum heimsvönu læknishjónum að liggja að ílendast á íslandi. Kristín Thoroddsen skildi við mann sinn og hélt út til Indlands árið 1932, en hún hafði mikinn áhuga á guðspeki. Þaðan fór hún til Englands tveimur árum síðar og var þar þegar seinni heimsstyrjöldin braust út. Hún gerðist þá hjúkr- unarkona í liði bandamanna og starfaði á veg- um hersins í New York og var einnig fréttaritari Morgunblaðsins þar vestra. Eftir stríðið dvaldist hún til skiptis á (slandi og Englandi, allt til dauðadags árið 1959. Dug Kristínar má marka af því að þegar til stóð að vísa henni, ásamt öðrum útlendingum, úr landi í upphafi stríðsins í Bretlandi, þá reit hún persónulegt bréf til Win- stons Churchills - sem hann svaraði sjálfur - og fékk dvöl sína framlengda. Steingrímur Matthíasson hóf aftur á móti nýtt líf árið 1936 sem læknir í Nexö á Borgundarhólmi. Hann gaf út bók um þessa reynslu sína sem ber heitið Annað líf íþessu lífi sem kom út árið 1947, auk nokkurra annarra bóka. Hann dvaldist á Borg- undarhólmi allt þar til hann veiktist af krabba- meini, kom hingað fársjúkur árið 1948 og lést skömmu síðar. Tilgátur og hugarflug Nú er vitaskuld fennt í spor flestra er kynntust Schrader á Akureyri fyrir rúmum 90 árum síð- an. En ef þeim brotum sem enn er hægt að finna er safnað saman má raða saman nokkrum skemmtilegum tilgátum. í fyrsta lagi bendir allt til þess að veikindi Þjóðverjans hjálp- sama hafi verið meginástæða þess að hann ákvað að dvelja á íslandi síðustu æviár sfn. Akureyringum fannst hann beygður maður er hann kom til þeirra árið 1912 og þess vegna spruttu sögurnar um að hann hefði orðið fyrir einhverju skipbroti í lífinu, svo sem ástarsorg. Skipbrotið virðist hins vegar hafa falist í hrörn- unarsjúkdómi, sem örugglega hefur farið að gera vart við sig mun fyrr en hásetarnir þrír báru hann niður í skipstjórakojuna á Helga magra. Skipstjóri bátsins segir einnig í ævi- minningum sínum að sér virtist sem téður Schrader hafi einnig verið farinn að missa and- lega heilsu sína við brottförina frá Akureyri. Sjúkdómurinn gæti hafa verið Parkinson, ein- hver annar taugasjúkdómur eða jafnvel sára- sótt (syflis) sem var hinn ólæknandi menningar- sjúkdómur þess tíma og hafði mjög svipuð lokaeinkenni og skipstjórinn á Helga magra lýs- ir í ævisögu sinni. Hver sem sjúkdómurinn var bendir margt til þess að Schrader hafi ekki vilj- að láta sína nánustu sjá sig ganga með hann til loka. Af þeim rótum gæti sú ákvörðun hans verið sprottin að dvelja í einu fjarlægasta horni Evrópu allt þar til sjúkdómurinn hafði náð svo alvarlegu stigi að hann var vart sjálfbjarga, og fremja þá sjálfsmorð. Líklega hefur hann einnig viljað vera þar sem hann áleit að hann gæti komið að gagni og ef til vill hefur það kitlað hann að verða sá fyrsti til þess að gera íslenska hestinum skil með skipulegum hætti. En hvað um það. Ganga Schraders um Akureyri var því í raun bið eftir dauðanum sem hann hefur oft eytt í ótta og angist, og einhverri sjálfsvorkunn sem eðlilegt má teljast. Það er ef til vill rót þess að hann hafi vantað viðurkenningu eða fullvissu um að hann hefði skilið eitthvað eftir sig áður en hann yrði allur sem og hve viðkvæmur hann var gagnvart viðbrögðum íslendinga. Slíkt hend- ir oft fólk sem veit að það mun brátt burtkallað. Líklega hafa læknishjónin verið ein af fáum - ef ekki þau einu - hérlendis sem vissu af veik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: