Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 14
sjálfsævisögu sinni á þann veg að um hendingu
eina hafi verið að ræða: „Raunar var alls ekki
ætlunin að skrifa 'vísindaskáldsögu’, en það,
sem mér lá á hjarta, tók ósjálfrátt þetta form."21
Ef hins vegar er litið í dagþlöð árið 1959 er ein
skýring nærtækust. Ekki er þverfótað fyrir frétt-
um af geimferðum og villtum hugmyndum
mannsins um að komast út í geim, finna nýjar
reikistjörnur og jafnvel líf á öðrum hnöttum.
Dagblöðin keppast við að segja frá afrekum
stórveldanna, Morgunblaðið út frá sjónarhóli
Bandaríkjamanna en Þjóðviljinn út frá sjónarhóli
Rússa. Örvunin er títtnefnt kalt stríð milli þess-
ara ríkja sem kepptust við að toppa hvort ann-
ars árangur á öllum sviðum. Fyrirsagnir blað-
anna sýna hvað var efst á baugi líkt og dæmi úr
Þjóðviljanum í janúar og febrúar 1959 bera með
sér: „Daufgerð kona er hæfasti geimfarinn"
(18. janúar 1959), „Þannig litur gerviplánetan
út" (22. janúar 1959), „Mannaferðir til reiki-
stjarna áður en áratugur er liðinn" (3. febrúar
1959), „Ferðir til annarra sólkerfa" (12. febrúar
1959).
Japanir í svertingjakofa
Gísli Halldórsson hóf gagnrýni sína í Morgun-
blaðinu á jákvæðum nótum með því að lofa lipr-
an stíl höfundar og fjörugt ímyndunarafl. Hann
hrósaði lýsingum Kristmanns á menningu
ólíkra jarðstjarna en kom einnig auga á undir-
liggjandi andatrú i textanum, „svipaðar lýsingar
eru til í bókum Dr. Helga Péturss. teknar eftir
miðlum."22 Líking Gísla er ekki úr lausu lofti
gripin. Samhljóm er að finna hjá Kristmanni og
dr. Helga Pjeturss í hugmyndum þeirra um
alheimssálina og ferð mannkynsins í átt að
auknum skilningi. Árið 1941, þegar síðari heim-
styrjöldin geisaði, skrifaði dr. Helgi Pjeturss til
dæmis:
En þar sem ekki tekst að koma þeim skiln-
ingi fram, er lífið dauðadæmt. Þar er svo
ranglega lifað, að veran sem ætti að vaxa
fram til að geta tekið þátt í sköpunarverkinu,
leggur í þess stað mesta stund á að eyði-
leggja og undirbúa eyðileggingu. Og fer svo
að lokum, að sjálf hin líflausa náttúra tryllist,
og lífið þurkast út á þeim hnetti.23
Máli sínu til stuðnings vísaði Helgi í sögur af
ragnarökum í Völuspá og í Opinberunarbók
Biblíunnar sem greinir frá álíka atburðum fyrr í
sögu mannkyns. Af textabroti úr bók Helga
verður ekki betur séð en miðilsfrásagnir og dul-
vitundarfræði hafi haft mikil áhrif á upphaf ís-
lensks vísindaskáldskapar. Vandinn sem Ingi
Vítalín stendur frammi fyrir í Ferðinni til stjarn-
anna er sá sami og mannkynið á við að glíma:
„Hvernig lífið í alheimi á að verða fullkom-
lega samstilt heild, með fullkomnum tökum
á öllum öflum og möguleikum tilverunnar".24
Ástarþráður sögunnar virðist falla Gísla í geð.
Um Naníu ástkonu Inga Vítalíns segir hann:
„Nanía verður manni hugstæð kona, Ijúf og
kvenleg og full ástúðar."26 Gagnrýni Gísla bein-
ist fremur að formgerð sögunnar, „ferðalag
þetta er fremur líkt draumi eða miðilssvefni
heldur en ferðalagi jarðarbúa út í heiminn."26
Telur hann að skrif Jules Verne og H.C. Wells
hefðu verið betri fyrirmyndir og mannlíf á tungl-
inu þykir honum harla ólíklegt. Auðvelt er að
taka undir flest gagnrýnisatriði Gísla Halldórs-
sonar. Þannig minnir Ferðin til stjarnanna mjög
á fyrsta kafla Úraníu þar sem nemandi í stjörnu-
fræði svífur í draumi til fjarlægra plánetna í
fylgd gyðju sem heldur yfir honum eins konar
fyrirlestur um ómælisvíddir geimsins án þess
að aðalsöguhetjan komist nokkurn tíma í hann
krappann. Á líkan hátt er Inga Vítalín fylgt út í
geiminn undir leiðsögn grasafræðingsins Númí
frá jarðstjörnunni Laí.
Hugmyndir ættaðar frá nýlendutímanum fá
byr undir báða vængi í lýsingum ólíkra menn-
ingarheima sem eru mislangt komnir á þróun-
arbrautinni. Á dökku hlið tunglsins býr frum-
stætt samfélag manna sem hírist í lágreistum
„svertingjakofum" sem Inga finnst líkjast
Japönum í sjón: „Hárliturinn var dökkur, og því
svipaði talsvert til Japana um andlitsfall; þótti
mér það fremur ófrítt við fyrstu sýn en góðleg-
ur svipur þess og hæglátt fas gerði að verkum,
að mér fannst það mjög viðkunnanlegt." (19)
Laíbúar koma hér fram í hlutverki nýlenduherr-
ans algóða sem hefur komið sér upp búðum á
tunglinu og nýtur algerrar undirgefni tunglbúa:
„Fólkið nálgaðist diskinn í hægðum sínum, og
var auðséð, að það bar lotningu fyrir farartæki
þessu eða öllu heldur þeim, er stjórnuðu því."
(19) Að baki þessum lýsingum býr fyrirmyndar-
samfélag útópíunnar. Lífið í heild sinni stefnir í
átt að auknum andlegum þroska og hefur
herraþjóðin því öll ráð í hendi sér sjái hún færi á
að hraða því alheimsferli. Saga geimverunnar
Pak sem býr á stjörnunni Kípa er sett fram sem
sýnidæmi um það hvað gæti hent íbúa jarðar ef
þeir hvikuðu ekki af þeirri braut vígbúnaðar sem
var í hámæli á kaldastríðsárunum. „Tækni-
menningu höfum við ágæta, en fyrir svo sem
hundrað árum ykkar var svo komið, að einmitt
af henni stóð okkur og öðrum svo mikil hætta,
að eftirlitsmenn hnattasamsteypu geimsins
ákváðu að taka í taumana." (56-57) Hnattsam-
steypan tók Kípu í kjölfarið herskildi og setti
henni afarkosti að láta af vígbúnaði sínum ella
yrði menningu og tækniþróun plánetunnar eytt.
En hvernig lýsir Ingi Vítalín hinu fullkomna
samfélagi sem verður fyrir honum á jarðstjörn-
unni Laí í Teraíborg? Það er svo að sjá sem
borgarskipulag frá eyjunni Útópíu frá 16. öld
sé enn í fullu gildi fjórum öldum síðar. Teraí-
borg er byggð tveggja hæða háum húsum við
breiðstræti. Breiðstrætið er markað af með
trjágöngum og við hvert hús er aldingarður þar
sem íbúar geta gætt sér á gómsætum afurð-
um trjánna. Laímenn eru ekki þjófhræddir, þar
standa allar dyr opnar. (73) í Útópíu eftir
Thomas More liggja þriggja hæða há hús hvert
upp við annað og 20 feta breitt stræti á milli.
Stórir aldingarðar eru þar einnig við hvert hús,
eignarrétturinn óþekkt fyrirbæri og öll hús eru
ólæst.27 Þó svo að Kristmann úthúði kommún-