Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 60
tekist að neyða starfsmenn sína til að vinna þrjá daga ókeypis í viku hverri. Fyrirtækið hafi hótað
því að flytja reksturinn til Tékklands nema starfsmennirnir gerðu sem það þauð. Ekki hafa Tékkar
orðið feitir á viðskiptum sínum við stórfyrirtæki ef marka má orð Þjóðverjanna tveggja. Þeir segja
að eftir að Volkswagen keypti Skodaverksmiðjurnar hafi framleiðni þeirra aukist um þrjátíu prósent
á fáeinum árum en kjör starfsfólksins batnað lítið. Er fólkið hafi gerst svo djarft að biðja um launa-
hækkun hafi eigendurnir hótað að flytja starfsemina til Mexíkó. Þetta þýði ekki að þriðjaheimslönd
þéni á ástandinu. Stórfyrirtækin þvingi tiltekin lönd til að mölva verkalýðsfélögin, lækka laun og
skatta. Svo þegar næsta land bjóði enn „betur" flytji fyrirtækin þangað og fátæku löndin sitji eftir
með sárt ennið. Þess vegna sé hnattvæðingin ekki hagstæð þriðja heiminum. Ekki sé nóg með að
stórfyrirtækin svínbeygi starfsmenn sína, þau hafi líka ráð ríkisstjórna í hendi sér. Þess séu dæmi
að fyrirtækin hafi kúgað fé út úr skattgreiðendum, heimtað niðurgreiðslur og fríðindi. Að öðrum
kosti flytji þau útibú sín til annarra landa. Auk þess geti þau að miklu leyti ráðið skatthlutfalli íýms-
um ríkjum. Þau berji í gegn skattfríðindi sjálfum sér til handa með þeim afleiðingum að skatta-
stefna lýðræðisríkja markist að miklu leyti af þeim (stórfyrirtækjunum).7
Ég get ekki dregið aðrar ályktanir af orðum þeirra félaganna en hnattvæðingin og fjölþjóðafyrir-
tækin ógni þæði lýðræðinu og markaðnum.8 Jafnframt eru þau skilgetin afkvæmi markaðarins, en
eins og máltækið segir: „sjaldan launar kálfur
ofeldið". Nokkuð svipaða gagnrýni má finna hjá
hagfræðingnum Rune Skarstein. Hann segir að
hnattvæðingin hafi haft í för með sér stóraukin
völd viðskiptaauðvaldsins (finanskapitals). Fjár-
málafyrirtæki geti flutt milljarða milli landa með
því að ýta á einn tölvutakka. Um leið sé pen-
ingamarkaðurinn í litlum tengslum við fram-
leiðslugeirann. Staðan á peningamarkaðnum
ráðist því að litlu leyti af raunverulegum verð-
mætum. Smátaugatruflun hjá fjármálaspekúl-
öntum geti hrint af stað keðju atburða sem geti
haft örlagaríkar afleiðingar fyrir framleiðslugeir-
ann. Því sé hinn alþjóðlegi peningamarkaður
efnahagslega „irrasjónell" og geti haft skelfi-
legar afleiðingar fyrir efnahagsafkomu heims-
ins.9
Skarstein er vinstrimaður og það munu
Þjóðverjarnir báðir vera. Gagnstætt þeim
gagnrýna Soros, Korten og Willoch hnattvæð-
inguna frá hægri. Þeir þremenningar eiga sér
ýmsa sálufélaga, meðal þeirra eru íhaldsjálk-
arnir Samuel Huntington og John Gray. Hunt-
ington ræðir þá staðhæfingu frjálshyggju-
manna að alþjóðleg viðskipti dragi úr líkum á
styrjöldum. Því hnattvæddari sem viðskiptin
verði, því friðsælli verði heimurinn. En þetta er
alrangt, segir ameríski íhaldskarlinn. Heims-
viðskiptin höfðu aldrei verið frjálsari en árið
1913, samt varð heimsstyrjöld ári síðar.10
Gray, sem er breskur heimspekingur, tekur
svolítið annan pól í hæðina. Hann bendir á að
hnattvæðingin hafi verið hvalreki á fjörur
hryðjuverkamanna, glæpahringja og dópsala.
Kapítalisminn þurfi ekki frjálsan heimsmarkað
til að virka, fremur hið gagnstæða. Kerfið
þarfnist friðar og öryggis auk skynsamlegra
reglna fyrir kaupsýslu. En hnattvæðingin ógni
friði, öryggi og traustum viðskiptum og sé því
kerfinu hættuleg. Auk þess sé trúin á töfra-
mátt markaðarins villutrú sem troðið sé upp á
heiminn nauðugan viljugan. Frjálshyggjan sé
andlega skyld marxismanum og byggist eins
og hann á framfara-hjátrú og hnattvæðingar-
dýrkun." Það má svo fylgja sögunni að ég
spyrti marxisma og frjálshyggju saman í Dag-
blaðinu sáluga þegar árið 1979. Gott er að eiga
góða sporgengla!12 Nefna má að marxistar
töldu að Fróðafriður myndi ríkja í heimi sósíal-
ismans, samanber kenningar frjálshyggjunnar
um friðsama veröld hinna frjálsu heimsvið-
skipta. Margt er líkt með skyldum.
Ég hef rætt gagnrýni vinstri- og hægrimanna
á hnattvæðingu og hyggst nú rekja krítik miðju-
manns, hagfræðingsins Josephs Stiglitz. Að
hans mati eiga hagfræðikreddur frjálshyggjunn-
ar sök á ýmsu sem miður fer í hnattvæðingu
samtímans. Nóbelshafinn er ómyrkur í máli er
hann sakar Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um mark-
aðs-strangtrúarstefnu. Sjóðurinn gefi sér fyrir-
fram að frjáls markaður sé ævinlega lausnin á
öllum efnahagsvanda. Starfsmenn hans skilji
ekki að frjáls markaður virki ekki almennilega
við skilyrði þar sem upplýsingar manna eru tak-
markaðar. Stiglitz bætir við að upplýsingar geti
aldrei verið annað en takmarkaðar, því geti hinn
frjálsi markaður aldrei virkað fullkomlega. Ekki
er furða þótt menn tali um hina ósýnilegu hönd
markaðarins, hún er nefnilega ekki til, segir
Stiglitz. Til að gera illt verra nenni sjóðsmenn
ekki að kynna sér sérstakar aðstæður í einstök-
um ríkjum. Þess séu dæmi að þeir hafi Ijósritað
skýrslur um land X og yfirfært yfir á land Y án
þess að vita neitt um Y. Þessi kreddutrú hafi
leitt til þess að sjóðurinn hafi þvingað Austur-
Asíuríkin til opinbers sparnaðar sem lausn á
kreppu áranna rétt fyrir aldamót. En sjóðs-
mönnum hafi yfirsést sú staðreynd að gróði
hafi verið á fjárlögum í þessum löndum og að
rætur kreppunnar hafi ekki verið hjá ríkinu held-
ur einkafyrirtækjum. Ábyrgðarlaus einkafyrir-
tæki höfðu ástundað fjárglæfrastefnu og spek-
úlasjónir, ekki síst í fasteignum, að sögn Stig-
litz. Ekki fær stefna sjóðsins í málefnum Rúss-
lands betri einkunn hjá nóbeishafanum. Hann
segir að ráðgjafar sjóðsins hafi skipst í tvær
fylkingar, markaðsdýrkendur vildu „sjokk-
terapíu", það er „einkavæðingu strax í gær".13
Um þetta deila hinir lærðu og hefur staðið mik-
ill styrr um Stiglitz síðustu misserin.
Alltént hafa glópar glóbalíseringarinnar gott