Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 31
tmm bls. 29 hann sér allan rétt til að tilheyra ekki menginu „allir". Svona slagorð og alhæfingar geta jafn- vel haft þveröfug áhrif, og gera það oft. Þegar auglýsendur/seljendur höfða til einsleitni fólks finnst manni gott að finna til sérstöðu sinnar - maður fellur ekki í gildruna. Eða telur sér alltént trú um það. Slagorðum sem eru stíluð inn á múgsefjun og einsleitni fólks verður samt oft ágengt. Öllum brögðum er beitt í bókinni, líka styrkjandi hóli eftir að viðskipti hafa átt sér stað. Hugmyndin gengur upp af því að mark- hóparnir eru skýrir og þeir virka. Framtíðarmanni LoveStar (bókarinnar) er hægt að stýra með auglýsingum sem koma út úr svokölluðum gölurum, einstaklingum sem verða að fjármagna líf sitt með því að hrópa fyrir- varalausar auglýsingar í tíma og ótíma á götum úti, kannski ekki ósvipað því sem gsm-notend- um stendur núna til boða, að senda auglýsingar með smáskilaboðum í síma til að fá eigin skila- boð frítt. Slagorð bókarinnar mega sín samt lítils gagn- vart Sigríði og Indriða sem hafa hvort annað og hvorki þurfa né vilja mikið meira frekar en flest nýreiknuð pör, eins og stemningsdeildin kemst að ótrúlega seint í bókinni. Það bendir til þess að stemningsdeildin sé enn í verulegri mótun, ella hlýtur það að vera formgalli á henni að hún sé ekki búin að átta sig á því að þegar þarfir fólks eru afgreiddar í eitt skipti fyrir öll er öll frekari markaðsherferð unnin fyrir gýg. Hvort sem tveir himbrimar finna hvor annan eða tveir menn geta þeir sent frá sér eina bylgju í stað tveggja. Þarfirnar verða takmarkaðar og út- gjöldin sáralítil. En það er ekki það sem stemn- ingsdeildin vill. Samt er hún lengi bókar ábyrg fyrir því að leiða saman þá tvo einstaklinga hverju sinni sem samkvæmt útreikningum vilja ekkert annað en hinn aðilann. „Getur verið að hamingjan sé einmitt leiðin til glötunar?" spyr Ragnar Ö. Karlsson stemningsmaður (200) þegar honum verður Ijóst að hinir ástföngnu þurfa einskis með, eyða engu og að fyrirtækið þénar ekki nóg. í augum Ragnars, stemnings- mannsins sem hugmyndin einbeitir sér að þegar LoveStar þreytist á því að vera viðfang hennar, verður hamingjan mæld í krónum og aurum. Eins er það óhagstætt fyrir söludeildina að systkini hafi sömu áhugamál, þá gætu þau hlustað á diskana hvert hjá öðru, skipst á föt- um, lesið sömu bækurnar og sinnt sömu kanín- unni. Nei, frekar er þeim stýrt í ólíka farvegi til að hámarka sölumöguleika. Aðeins þannig get- ur arður hluthafanna orðið mestur. Þegar Sigríður hefur verið reiknuð en Indriði ekki neita þau að verða við útreikningunum, neita að horfast í augu við að þau séu ekki ætl- uð hvort öðru. Þau líta á útreikningana sem mistök sem þau ætla að leiða hjá sér. En stemn- ingsdeildin lætur ekki að sér hæða, hún er búin að reikna þau sundur, hana saman við Per Moller, og leitar nú allra ráða við að koma vitinu fyrir elskendurna eins og áður hefur verið reynt á öllum tímum og í ýmsum bókum, m.a. gagn- vart forverum þessa pars, Sigríði og Indriða í Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen. Einhver annar veit betur, ævinlega. Stemningsdeildin sendir ráðgjafa sem á að höfða til samvisku þeirra og segir að þessi aðferð, að reikna sam- an fólk eftir áhugamálum og öðru sem fólk á sameiginlegt, stuðli að friði og sátt í heiminum þar sem fólk tengist hnattrænt í gegnum nýjar fjölskyldur í öðrum löndum og heimsálfum. Sig- ríður og Indriði fara með veigamikil hlutverk í þessu leikhúsi útreiknaðs markaðar en þau vilja ekki láta að stjórn. Þau eru tvö sem verða eitt en útreikningar sýna fram á að hið rétta er rangt. Þegar röngum útreikningum er fylgt eftir með réttum aðferðum og nægu fjármagni efast þeir sem höfðu rétt fyrir sér. Þetta má yfirfæra á hvað sem er, t.d. náttúruvernd þar sem náttúr- an fær ekki að njóta vafans heldur markaðurinn. Ádeila sem hugmynd Það er erfitt að skilja bókina ekki sem ádeilu á þaulreiknað markaðsþjóðfélag þar sem arð- semi fjár er metin meira en arðsemi fólks. Höf- undur gagnrýnir stýringuna, hvernig hinn frjálsi vilji er hunsaður og öðrum vilja þröngvað upp á fólk. Það sést ef til vill skýrast í því hvernig hver atrennan á eftir annarri er gerð að ást Sigríðar og Indriða sem hafa upp á sitt einsdæmi fund- ið hvort annað. Líkt og illkvittna fólkið í Pilti og stúlku er nú allt hið markaðssetta samfélag önnum kafið við að stía þeim í sundur. Nú er bréfum elskendanna ekki lengur stungið undan eða þau endursamin heldur eru neikvæð skila- boð send í gegnum sjónvarpsþætti, galara á götum úti eða ráðgjafa sem eru með stöðug þráðlaus skilaboð í eyrunum. Hversu lengi dug- ir mótstöðuaflið þegar allir hinir leggjast á eitt um að sannfæra mann um að hið rétta sé rangt? Ef Sigríður tekur ekki saman við Per verður Per ávallt einn og líka sú kona sem Indriði á eftir að reiknast saman við. Hver vill bera ábyrgð á þeirri vansæld? Tilvist hamingjunnar er tryggð með EftirSjánni. LoveStar tryggir þeim velsæld sem fellur fram og tilbiður hann. EftirSjáin sér öllum fyrir þeirri góðu tilfinningu að þeir hafi tekið rétta ákvörðun, ævinlega. Hún hreinsar upp fortíðina og færir heiminn nær hamingj- unni. Allt annað sem menn hefðu gert hefði leitt tortímingu yfir a.m.k. viðkomandi, gjarnan þó gjörvalla heimsbyggðina. Þægindatilfinning- in er tryggð, syndaaflausnin. Hún kostar bara eitthvert lítilræði. Framtíðarmanninum er seld fullvissan um að ákvörðunin hafi verið rétt, hvort sem hún snýst um að taka seinni strætó, skilja við kærastann, fara ekki í heimsreisu eða borða lóusamloku. Allar óteknar ákvarðanir voru rangar og fólk hallar sér andvaralaust aftur í makindum, fullvisst um að hamingja þess sé tryggð. Hamingjan er sem sagt líka fáanleg í heppilegum umbúðum og einingum, vísindin efla alla vellíðan. Fyrirhafnarleysið blífur. Stemningsdeildin vinnur líka að því að hneppa Guð í fjötra. Ef til væru tveir guðir - einn hefði sem sagt ekki ráðandi markaðsstöðu - væru þeir í samkeppni og byðu betri bjón- ustu. Það er eftirspurn eftir því sem ekki fæst keypt, svo sem hamingju, ást, heilsu, langlífi og sól. Undarlegt er samt að stemningsdeildin sé ekki búin að fjötra hugmyndina um markaðs- settan Guð. LoveStar verður að fórna sér fyrir leitina að LoveGod af því að hann er þræll hug- myndarinnar. Byltingin étur börnin sín. Leitin að Guð'rer hinsta verk LoveStars. Stemningsdeild- in er búin að átta sig á að til þess að finna Guð verður að elta uppi allar þær bænir sem menn senda af stað. Á þessu stigi máls búa bænirnar einar til ófyrirséðar og óútreiknanlegar bylgjur. Öllum bænunum er beint á einn stað og þang- að fer LoveStar líka, finnur fræ sem táknar í senn dauða hans sjálfs og upphaf nýrrar verald- ar. í fræinu safnast allt það sem sent er Guði, allar bænir, allar frómar óskir, það sem á endan- um er mesta verðmætið í gildisföllnum heimi. Vald LoveStars hafði verið óvefengt. Er Love- Star ríkið - eða þvert á móti? Er LoveStar (mað- urinn) Kári Stefánsson og er LoveStar (fyrirtæk- ið) íslensk erfðagreining? Er LoveStar (bókin) lykilsaga?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: