Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 43
tmm bls. 41 Tímatafla 1747 Ahmad Shah Durani sameinar helstu þjóðernishópa og stofnar ríkið Afganistan. 1819-35 Borgarastríð. 1839-42 og 1878-81 Bretland og Rússland berjast um yfirráð yfir landinu. Bretar vilja stöðva framrás Rússa til suðurs. 1919 Bretland hættir afskiptum af landinu og Afganistan fær fullt sjálfstæði. 1919-1933 Tilraunir til umbóta og til að draga úr kúgun kvenna mis- heppnast vegna andstöðu ættbálka - og trúarleiðtoga. Amanullah Khan settur af og Muhammad Nadir Khan, konungur, drepinn. 1933-1973 Muhammad Zahir Shah, áhugalítill konungur. 1953 Muhammad Daoud verður forsætisráðherra. Sovétríkin ná mikl- um ítökum en Bandaríkin sofa á verðinum. 1960+ Tilraunir til umbóta mæta andstöðu. 1973 Muhammad Daoud fer fyrir byltingu hersins og fellir konungs- stjórnina. Lýðveldi stofnað, Daoud verður forseti og reynir að draga úr völdum Sovétríkjanna. 1978 Aprílbyltingin, kommúnistar ná völdum og Daoud drepinn. Ný lög banna hjónabönd barna, nauðungarhjónabönd og brúðarverð. Áhersla á menntun allra. Sundraðir trúarhópar sameinast gegn kommúnistum og umbótum þeirra og hefja heilagt stríð (jihad). 1979 Innrás Sovétríkjanna. 1986 Pakistan og Bandaríkin semja um herþjálfun tugþúsunda öfga- trúarmanna frá Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Sádi-Arabía fjármagnar hana. 1988-89 Sovétríkin draga herlið sitt til baka. Leppstjórn þeirra tekur við. Stríð milli stjórnarhersins og mujahedins (skæruliða). 1992 Stjórnin fellur og „heilögu stríði" er lokið. Samstaða mujahedins brostin. Stjórnleysi og upplausn. Mismunandi hópar mujahedins ráða landsvæðum utan Kabúl. Rabbani verður forseti. Réttindi kvenna skert. 1992 Bandaríkjamenn fara. Tómarúm og grimmileg valdabarátta verður að borgarastríði. AI'Qaeda eflist undir forystu bin Ladens. 1992-94 Valdabarátta annars vegar milli stærsta þjóðernishópsins, pastúna, sem eru m.a. studdir af Pakistan, Sádi-Arabíu og Banda- ríkjunum og hins vegar tajika (af persneskum uppruna), hazera (persneskumælandi sjíta-múslimar, studdir af íran), uzbeka o.fl. 1994 Talibanar sigra aðra mujahedin-hópa og vinna nokkur héruð. Þeir eru pastúnar en þúsundir Pakistana og hundruðir araba berjast einnig með þeim. Takmarkaður friður kemst á. 1996 Bandaríkjamenn snúa aftur, m.a. til að greiða fyrir samningum fyrir olíufyrirtækið Unocal. Hörð barátta alþjóða-olíufyrirækja og fyrrverandi Sovétlýðvelda um lagningu olíu- og gasleiðslna um landið frá Kaspíahafi til Mið- og Suður-Asíu. Ofstækisstjórn tali- bana nær völdum í Kabúl og nærri öllu landinu undir stjórn múlla Omars. Fyrrverandi leiðtogar Norðurbandalagsins sameinast á ný. 1998 Frjáls félagasamtök og hópar á vegum Evrópusambandsins fara frá landinu.Bandaríkin krefjast framsals bin Ladens, sem fer í fel- ur. 1999 Bandaríkin hætta stuðningi við talibana og vilja í staðinn fyrrver- andi konung, Zahir Shah. Eigur talibana frystar í Bandaríkjunum. 1999 Ópíumframleiðslan margfaldast og verður 4600 tonn. 2001 Bandaríkjamenn gera innrás og koma talibanastjórninni frá völd- um. Þúsundir breskra og bandarískra hermanna í landinu. 2001 Ráðstefna í Bonn um væntanlegt friðarferli og uppbyggingu. Konum haldið utan við. 2002 Bandaríska þingið og forsetinn samþykkja 3,3 milljarða dollara framlag til uppbyggingar og friðargæslu á næstu árum. Brot af þessum fjármunum er veitt til landsins. Tony Blair kemur í opin- bera heimsókn og lofar langtímastuðningi við endurreisn samfé- lagsins. 2002-03 Bráðabirgðastjórn skipuð sem nær ekki trausti meirihluta þjóðarinnar. Unnið að uppbyggingu helstu stofnana samfélagsins, samningu stjórnarskrár og myndun þjóðarhers. Stríðsherrar sem eru meintir stríðsglæpamenn og sumir ofsatrúarmenn ráða lögum og lofum fyrir utan Kabúl. Átökin halda áfram. Sundurtætt og sundrað ríki Öldum saman hefur Afganistan verið valda- laust peð á taflborði öflugri ríkja og íbúar þess oft fórnarlömb grimmdar og harðræðis. Gildir einu hvort um er að ræða Persa, Grikki, Mong- óla, Indverja, Tyrki, Rússa, Breta, Sovétmenn eða Bandaríkjamenn. t byrjun nýrrar aldar er Afganistan sundurtætt, íbúarnir sundraðir og flestir leiðtogar svikulir. Þau mannvirki sem ekki urðu eyðileggingu Sovétmanna að bráð sprengdu skæruliðar og nú síðast Bandaríkjamenn. Frekari eyði- legging hefur orðið á landinu af völdum jarðskjálfta og þurrka. Jarðsprengjur eru hvergi fleiri f heiminum eða um 8-10 milljónir.3 Einu starfhæfu verksmiðjurnar eru verksmiðjur góðgerðasam- taka sem framleiða gervilimi en talið er að um 200.000 manns þurfi á þeim að halda. Um ein og hálf milljón kvenna, karla og barna hefur látist í stríðsátökum undanfarinn aldar- fjórðung. Um fimm milljónir manna bjuggu við ömurlegar aðstæður árum saman í flótta- mannabúðum í (ran og Pakistan. Hvorugt þess- ara landa hefur þó haft bolmagn til að annast slíkan fjölda. Á friðartímum flutti Afganistan út matvæli en á ökrum landsins er nú ræktað ópíum fyrir heróínmarkaði Evrópu og margfaldaðist fram- leiðslan undir stjórn talibana. Fáir hafa aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónusta fyrir utan Kabúl er lítil eða engin.4 Mæðra- og barnadauði er hvergi meiri í heiminum og meðalaldur fólks með því lægsta sem þekkist, eða um 45 ár. Um fjórðungur barna nær ekki fimm ára aldri. Um 1700 konur deyja af barns- förum miðað við hverjar 100.000 fæðingar en ( sumum héruðum eru þær 6500. Samsvarandi tölur hér á landi væru að um 70-300 konur létust árlega af barnsförum. Lífið er örbirgð, ótti og ofbeldi, ekki síst fyrir konur. Þær halda því fram að enn séu hundruð- ir þúsunda „viljugra böðla" í landinu, þ.e. tali- banar og aðrir hópar skæruliða. Baráttuþrek margra þeirra virðist óhaggað og þær treysta ríkjum heims til að koma á friði og öryggi til að börn þeirra eigi sér framtíð. Margar eygja enga fyrir sig.5 Eftir að talibanar náðu völdum bjuggu konur í landinu við hættu á pyntingum og dauða fyrir þá sök eina að vera sýnilegar. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að margar þeirra hættu lífinu með því að reka skóla og vinnu- staði í felum. Fjöldamörgum stúlkum og kon- um hefur verið nauðgað hrottalega en drengir börðust sem skæruliðar. Stríðsfangar nema þúsundum og margir voru pyndaðir. Börn tveggja kynslóða hafa verið á flótta allt sitt líf. Flótta undan Sovétmönnum, skæruliðahópum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: