Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 12
alltaf forðast eins og pestina vandræðin-sem stafa af tímaflakki, ferðalögum með óendaTíieg- um hraða, dulvitund, sálaraflsfræði o.s.frv., vegna þess einfaldlega að ég trúi ekki að þessi fyrirbæri verði nokkurn tima að veruleika."6 Stanislav Lem er ef til vill nokkuð hreintrúa í af- stöðu sinni til bókmenntaformsins þar sem öll þau fyrirbæri sem hann nefnir hafa verið notuð sem efniviður í vísindaskáldskap. Líklega er vís- indalegur trúverðugleiki eins konar gæðastimp- ill fremur en skilgreinandi þáttur bókmennta- formsins. Fræðimaðurinn Carl D. Malmgren setti fram þá grunnskilgreiningu í upphafi bókar sinnar ZVorlds apart, Narratology of Science Fiction að greina megi vísindaskáldskap í tvo megin- þætti.7 Annars vegar búa vísindaskáldsögur við heimsmynd sem er ólík þeirri sem við eigum að venjast, hins vegar skynjum við það á sögu- þræðinum hvort um vísindaskáldsögu sé að ræða. Sem dæmi má nefna tímaflakkssöguna, könnunarleiðangurinn, söguna af mannkyni eft- ir ragnarök, kynni af geimverum, græjusöguna o.s.frv. Malmgren telur þó vænlegra að líta á þá heimsmynd sem lýst er í vísindaskáldskap sem skilgreinandi þátt fremur en ólíkar gerðir sögu- þráða þar sem sömu söguþræðir geti komið fyrir í öðrum bókmenntaformum. Undir þetta viðhorf tekur vísindaskáldsagnahöfundurinn Philip K. Dick sem lýsir kjarna vísindaskáldsög- unnar á eftirfarandi hátt: Vísindaskáldsagnahöfundurinn leysir upp viðtekið samhengi hlutanna (umhverfi okkar, daglegar athafnir); hann sker nægilega mikið á tengsl við veruleikann til þess að við fáum tilfinningu fyrir því að við séum stödd í þriðju víddinni, sem er hvorki hlutbundin né óhlut- bundin, heldur eitthvað nýtt, eitthvað sem er í senn tengt því hlutbundna og óhlutbundna. Klippt er á samhengið við veruleikann, þó á þann hátt að við gleymum því ekki að við til- heyrum tilteknu samfélagi á tilteknum tíma.8 Vangaveltur sem þessar leiða ósjálfrátt hugann að upphafi vísindaskáldskapar og þeim rótum sem rekja má til útópískra bókmennta eða staðleysubókmennta. Er vísindaskáldsagan að- eins skilgetið afkvæmi iðnbyltingarinnar þegar menn fóru í auknum mæli að láta sig dreyma um bjartari framtíð í krafti tækninýjunga? Eða er vísindaskáldskapur ef til vill eitthvað sem hefur lifað með manninum svo lengi sem sagnaand- inn hefur búið í honum? Geimferðir guðanna Þrjúþúsund ára gamlar frásagnir Súmera sem fundust á leirtöflum og geyma söguljóðið um Gilgamesh eru áþekkar vísindaskáldskap.9 Kvæðið fjallar öðrum þræði um leitina að ódauðleikanum, ferðalög í framandi heimi, kynni manna af ójarðneskum verum og yfirnátt- úrulega söguhetju. Aðrir hafa bent á það hvern- ig frásagnir í Biblíunni eru áþekkar vísindaskáld- skap. Þannig virðist lítill munur á því þegar kapteinn Spock, álfslega geimveran í StarTrek, er beðinn um að flytja kaptein James T. Kirk með efnisflutningi upp í geimfarið og þeirrar frásagnar í II. Konungabók Biblíunnar sem seg- ir frá því þegar Jahve nemur Elía upp til himna: En er þeir voru komnir yfir um, sagði Elía við Elísa: Bið þú mig einhvers, er eg megi veita þér áður en eg verð numinn burt frá þér. El- ísa svaraði: Mættu mér þá hlotnast tveir hlut- ar af andagift þinni. Þá mælti hann: Til mikils hefir þú mælst; en ef þú sér mig, er eg verð numinn burt frá þér, þá mun þér veitast það, ella eigi. En er þeir héldu áfram og voru að tala saman, þá kom alt í einu eldlegur vagn og eldlegir hestar og skildu þá að, og Elía fór til himins í stormviðri. (2Kon. 1.2) í stað tæknibúnaðar sem smíðaður er af mönn- um og geimverum eignar Biblían flutning mannsins til himna náttúrulegum frumkröftum: eldi og vindi. Eldlegur hestur er áþekkur eld- ingu og þau stormviðri sem helst eru þekkt fyr- ir að færa hluti úr stað eru hvirfilbylir. Ef skil- greiningin er á þennan veg, er þá ekki orðið skammt á milli bókmennta af goðsagnalegum toga og vísindaskáldskapar og skilgreining vís- indaskáldskapar orðin of víð til þess að þjóna skilgreinandi hlutverki sinu? Ef hægt er að slá tilvitnun úr II. Konungabók út af borðinu með þessum rökum væri fróðlegt að sjá hvort þau rök gætu einnig átt við tilvitnun úr bók Esekíel og þær sjónir sem hann færir í orð, um fyrirbæri sem helst líkjast geimverum á fljúgandi disk- um. Eg sá, og sjá: stormvindur kom úr norðri og ský mikið og eldur, sem hnyklaðist saman, og stóð af því bjarmi umhverfis, og út úr hon- um sást eitthvað, sem glóði eins og lýsigull. Og út úr honum sáust myndir af fjórum ver- um. Og þetta var útlit þeirra: mannsmynd var á þeim. Hver þeirra hafði fjórar ásjónur og hver þeirra hafði fjóra vængi. Fætur þeirra voru keipréttir og iljarnar eins og kálfsiljar, og þeir blikuðu eins og skygður eir. Og undir vængjum þeirra á hliðunum fjórum voru mannshendur. ... Og enn fremur sá eg, og sjá: eitt hjól stóð á jörðunni hjá hverri af ver- unum fjórum. Og hjólin voru á að líta eins og þegar blikar á krýsolít, og öll fjögur voru þau samlík og þannig gjörð, sem eitt hjólið væri innan í öðru hjóli. (Ese. 1,2) Þrátt fyrir að myndin sem dregin er hér upp af hjóli inni í öðru hjóli sé glettilega lík fljúgandi diski er það ekki ætlun mín að lesa nútímann inn í fortíðina eins og Erich von Daniken gerði á sjötta áratugnum í hinni innblásnu bók Voru guðirnir geimfarar? er kom út í íslenskri þýð- ingu árið 1972.10 Líklegri er sú tilgáta að í Gilga- meshkviðu, völdum stöðum í Biblíunni og í vís- indaskáldskap 19. og 20. aldar leggi maðurinn fram áþekkar spurningar um uppruna sinn og tilgang með jarðlífinu. Hann veltir fyrir sér þekk- ingu sinni á heiminum og landamærum yfir í annan heim. Þess sér víða stað í bókmenntum að kynjamyndir undursins taki við af raunsæis- legri frásögn þar sem hinum þekkta heimi mannsins sleppir og hinn ókannaði heimur tek- ur við. Fjölmargt annað hefur verið skrifað sem tengist vísindaskáldskap frá því að Gilgames- hkviðurnar voru festar á leirtöflur og Biblían greindi frá fljúgandi diskum til þess tíma þegar greinin blómstraði á 19. öldinni með verkum manna eins og Jules Verne. Þannig hefði kot- bóndi á íslandi á 18. öld, ef við lítum okkur nær, getað átt þess kost að láta hugann reika til fjar- lægra stjarna og virt fyrir sér íbúa þeirra í frá- sögn Ludvigs Holbergs af ferðum Nikulásar Klím sem kom út í Þýskalandi á latínu árið 1740 en var þýdd yfir á íslensku af Jóni Ólafssyni Grunnvíkingi, skrifara Árna Magnússonar, árið 1745." Saga Nikulásar Klím er talin vera undir sterkum áhrifum frá sögu Swifts um Ferðir Gúllívers sem kom út árið 1720 en sú bók er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: