Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 50
röngu að standa, bæði hvað varðar staðreyndir og þær niðurstöður sem hann dregur af þeim. Víst er það satt að upp er risinn talsverður ágreiníngur með Evrópu og Bandaríkjunum nú, hugsanlega verri en verið hefur frá 1945, þegar Vesturlönd urðu til sem merkingarbær skil- greining yfir öryggissvæði og menningarlegur samnefnari um leið. En þessi sögulega sýn leiðir einmitt i Ijós eina skekkjuna í röksemda- færslu Kagans. Ef þetta er vandamál sem hef- ur verið lengi að myndast og á sér djúpar rætur í ólíku verðmætamati eins og hann heldur fram, hvernig getum við þá skýrt það að undanfarin sextíu ár hafa einkennst af mjög ríkri samvinnu og einhug um öryggismál? Mótuðu Evrópubú- ar með sér stefnu sem var gerólík stefnu Bandaríkjanna í þá tæpu hálfu öld sem kalda stríðið stóð yfir? Það gerðu þeir ekki. Hafa Evr- ópubúar og Bandaríkjamenn haft uppi gerólíkar áherslur í öryggismálum á undangengnum ára- tug, nú þegar sameiginleg ógn af Sovétríkjun- um hefur minnkað? Aftur verður að svara neit- andi. Allt frá Flóastríðinu til Bosníu, áfram um Kosovo og loks til Afganistans nýverið hafa hin- ir friðelskandi, heimspekilega þenkjandi óþurft- argemsar Evrópu sem eru frá Venus einhvern veginn látið undir höfuð leggjast að leika það hlutverk sem Kagan ætlar þeim. Og til hversu mikillar óþurftar er líka meginland sem ræður yfir verulegum hefðbundnum herafla, hefur lengi leyft (ef ekki beinlínis boðið) að tugir þús- unda bandarískra hermanna dveldu í landi sínu, og þar sem eru tvö af aðeins fáeinum kjarn- orkuveldum heimsins? • • • Þegar á allt er litið, þá er það aðeins þegar kem- ur að tilefnislausri innrásinni í írak sem alvarleg- ur klofningur hefur myndast um siðferðislega stefnu ríkja ( öryggismálum. (Þetta er mikilvæg vísbending um það hvað veldur í raun og veru vaxandi gjá milli hinna tveggja hluta Vesturveld- anna, og fyrir bragðið nokkuð sem Kagan gerir sér far um að gera lítið úr, eins og tilvitnunin í orð hans að ofan sýnir.) En meira að segja þeg- ar kemurað málefnum íraks hafa Bandaríkin og Evrópa fjarlægst mun minna en Kagan vill að við trúum. Þegar öllu er á botninn hvolft og at- Mótuðu Evrópubúar með sér stefnu sem var gerólík stefnu Bandaríkjanna í þá tæpu hálfu öld sem kalda stríðið stóð yfir? hafnir ríkisstjórna skoðað- ar, þá voru það aðeins þrjú Evrópuríki sem settu sig upp á móti stefnu Bandaríkjanna svo nokkru næmi en mikill fjöldi ann- arra ríkja studdi hana ótví- rætt, þar á meðal mikils- megandi lönd eins og Bretland, Spánn og Ítalía. Og eitt af þeim þremur sem spyrntu við fæti var Rússland sem hefur aldrei verið hluti Vesturveldanna eða átt sam- leið með Bandaríkjunum í öryggismálum (raun- ar var því auðvitað þveröfugt farið lungann úr síðustu öld), svo þar er ekki um að ræða að hlaupið hafi snurða á þráð góðra samskipta. Frakkar klufu sig vísast frá stefnu Bandaríkj- anna einasta vegna hinnar mikilsverðu en ekki endilega úrslitaspurnar hvenær árás á írak væri réttlætanleg, og hvort annarrar ályktunar frá Sameinuðu þjóðunum væri þá þörf á undan. í raun og sann var vísast breiðari gjá milli ríkj- anna en þetta, þar sem ríkisstjórn Bush hugð- ist ráðast á írak hvað sem öllu liði (og hugleiddi í alvöru að bera málið alls ekkert undir Samein- uðu þjóðirnar), og þar sem Frakkar hefðu hugs- anlega aldrei fallist á samþykkt um innrás í ör- yggisráðinu, hvað sem liði öllum vísbendingum um ógn eða annað sem hefði mátt nota gegn írak undir stjórn Saddams Husseins. Engu að síður var engin óbrúanleg gjá á milli stefnu stjórnvalda í þessum löndum. Þá eru bara Þjóð- verjar eftir, sem í orði kveðnu voru lengst frá stefnu Bush- stjórnarinnar, en gagnkvæm samskipti þeirra og Banda- ríkjanna hafa í raun þróast út í það sem lengst hefur borið í milli aðilja beggja vegna Atl- antshafsins. Þessu má vissu- lega ekki líta framhjá, en þá ber einnig að benda á hitt að afstaða Þjóðverja hefði að lík- indum verið mun sveigjan- legri ef Gerhard Schröder hefði ekki þurft á (raksdeil- unni að halda til að verja stjórn sína vísu falli í kosningum sl. haust. Þegar hann hafði unnið kosningarnar á grundvelli harðrar afstöðu gegn stríðinu en sú afstaða naut almenningshylli, þá var Schröder, sem hafði notið lítilla vinsælda fyrir, naumast í aðstöðu til að gera hentugar málamiðlanir aðeins fáeinum mánuðum síðar. Enda þótt Kagan hafi þannig ýkt umtalsvert klofninginn milli Evrópu og Bandaríkjanna, bæði hvað varðar stjórnmálamenningu landanna og afstöðu ríkisstjórna, þá er óneitanlega hlaupin snurða á þráð milli almennings í löndunum beggja vegna Atlantshafsins. í íraksmálinu voru allt að áttatíu prósent íbúa í öllum Evrópulönd- unum að Bretlandi meðtöldu andvíg stríðinu áður en það hófst. í Bandaríkjunum var stuðn- ingur við stríðið hins vegar um sextíu prósent mestallan tímann fram að innrásinni. Hér ber vissulega mikið á milli, hins vegar skýra ýmsir mildandi þættir hluta af þessu ósamræmi. Hvað Bandaríkjamenn varðar hefur áfallið 11. september vafalaust opnað augu þeirra fyrir því að þeim kynni að stafa hætta af erlendum árásaröflum sem bregðast yrði við. Um leið Þegar á allt er litið, þá er það aðeins þegar kemur að til- efnislausri innrásinni í írak sem alvarlegur klofningur hefur myndast um sið- ferðislega stefnu ríkja í öryggismálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: