Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 62
Sigurður A. Magnússon
Strindberg og tónlistin
Sænska skáldið August Strindberg (1849-1912)
var einhver fjölhæfasti rithöfundur sem um get-
ur, jafnvígur á leikrit, skáldsögur, smásögur,
Ijóðlist, ferðasögur, ádeilurit og dulspekirit, auk-
þess sem hann fékkst við rannsóknir í efna-
fræðí og tungumálafræðum og skrifaði hundruð
greina fyrir blöð og tímarit. Hann samdi 120
verk, þaraf 60 leikrit. Heildarútgáfa verka hans
hófst árið 1981 og varð 74 bindi. Bréf hans frá
árunum 1857-1912, um 10.000 talsins, hafa
komið út 120 bindum hjá Bonniers. Strindberg
var sömuleiðis liðtækur myndlistarmaður og
fékk málverk sín sýnd I Berlín, París og Stokk-
hólmi. Hann var mikill áhugamaður um Ijós-
myndun og gerði ýmsar tilraunir á því sviði. Hér
verður einkum fjallað um ítökin sem tónlistin
átti I honum.
Skömmu áðuren Strindberg leit Ijós heimsins
fyrsta sinni voru ferðalög tímafrek fyrirtæki,
hvort heldur var á sjó eða landi - ýmist með
seglskipum sem voru háð veðri og vindum eða
með hestakerrum á torfærum vegum og veg-
leysum. Það voru endurbætur skoska uppfinn-
ingamannsins James Watts á gufuvélinni á ár-
unum 1764-69 sem gerðu manninum kleift að
bjóða náttúruöflunum byrgin. Á nítjándu öld
umbylti gufuvélin í reynd heimsmyndinni með
róttækari hætti en tölvan hefur gert á liðnum
áratugum. Siglingar tóku algerum stakkaskipt-
um og á undraskömmum tíma voru lagðar járn-
brautir þvers og kruss um Evrópu, Amríku og
Asíu með þeim afleiðingum að umheimurinn
var innan seilingar sem aldrei fyrr.
Þegar skáldvinurinn Ola Hansson skrifaði
Strindþerg frá Berlín haustið 1892 lét hann ekki
á sér standa að hoppa uppí lestina í Stokkhólmi
og var kominn til Berlínar tveimur dögum síðar.
Þar tók á móti honum heil fylking frægra lista-
manna. Þegar hann lyfti hattinum vall Ijóns-
makkinn fram. „Sag á legkökunni?" hvíslaði
Pólverjinn Przybyszewskí að Adolf Paul. „Hann
losnar aldrei úr móðurlífinu!" Vinum og verð-
andi vinum var kunnugt um flókið samband
Strindbergs við kvenþjóðina.
Heima í Svíþjóð var allt í kaldakoli, pyngjan
tóm og samfélagið fjandsamlegt. Eftir skilnað-
inn við Siri von Essen þjáðist Strindberg af lítt
bærilegri löngun í félagsskap kvenna. Ola
Hansson lofaði að í Berlín yrði þrá hans full-
nægt. Þar um slóðir var Strindberg þegar dáður
og verk hans leikin, enda var hann talinn einn af
helstu leikskáldum samtímans. Norræni hópur-
inn í Berlín hafði séð á bak frægasta lagsbróð-
urnum, tónskáldinu Sibeliusi, sem horfinn var
heim til Finnlands. Menn vildu gjarna fá til sín
annan snilling, sem þeir gætu dáð og nuddað
sér uppvið. Strindberg átti eftir að verða mið-
depill félags- og menningarlífs í borginni. Fyrir
honum var Berlín ekki bara kærkomin vin eftir
erfiðleikana í Stokkhólmi, heldur hugðist hann
nota velgengnina á meginlandinu til að lækka
rostann í útkjálkalegum öfundarmönnum
heimafyrir. „Ég ætla að vinna mér evrópskan
orðstír," skrifaði hann norska skáldinu Bjorn-
stjerne Bjornson. „Landar mínir skulu hlusta á
hverja hneppingu á skyrtunni minni og þeir
skulu senda símskeyti þegar ég hnerra." Það
átti hann eftir að láta rætast!
Ola Hansson hafði ekki farið með neinar ýkj-
ur. í Berlín gekk Strindberg undir auknefninu
Meistarinn. Norðurlandabúar, Þjóðverjar og Pól-
verjar sátu við fótskör hans sem væri hann aust-
urlenskur gúrú. Konur flykktust að honum, fleiri
en hann fékk við ráðið, enda komu upp nokkur
hneykslismál ástalífsins sem áttu eftir að setja
mark sitt á hann árin sem hann átti ólifað.
Þrjú píanó og dauður Rússi
Eitt af fyrstu bréfum Strindbergs frá Berlínar-
dvölinni, sem varðveist hafa, er undarlegt skrif
á samblandi af þýsku og sænsku, stílað á
finnska skáldið Adolf Paul, sem nýverið hafði
verið á hælunum á Sibeliusi og var nú skyndi-
lega farinn að snobba fyrir Strindberg, vék
naumast frá honum. Adolf Paul og tveir Pólverj-
ar - annar þeirra var hinn skuggalegi satanisti
Stanislaw Przybyszewskí sem hvað eftir annað
kemur fyrir á málverkum Edvards Munchs frá
þessu skeiði - voru hvattir til að hitta Strind-
berg á kránni Múggelschloss. Þar átti að dansa
„Dauða Rússann" við undirleik þriggja píanóa.