Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 33
Hugmynd tekur völdin tmm bls. 31
frekar en samhangandi atburðarás. Persónu-
sköpunin er akkilesarhæll bókarinnar af því að
allur þunginn er lagður í hugmyndirnar. Við
kynnumst fyrir það fyrsta fáum persónum og
flestar eru þær steríótýpur, ekki síst Sigríður og
Indriði sem eru sömu saklausu gæðablóðin og
þau voru í Pilti og stúlku Jóns Thoroddsens.
Þau voru hálfgerðar aukapersónur í sinni eigin
ANDRI SNÆR MAGNASON
LOVESTAR*
sögu. Hér er búið að útfæra þau frekar í algjör-
an einkaheim þar sem þau þurfa á engum að
halda nema hvort öðru. Þau knýja söguna ekki
áfram nema á eins og einum hverfli, framleiða
ekki neina gríðarlega orku. En hver gerir það í
bókinni?
LoveStar er algjör andstæða við Sigríði og
Indriða, þróast í sögunni úr því að vera venju-
legur fjölskyldufaðir með áhuga á atferli fugla
og fiðrilda yfir í að ánetjast hugmyndinni um al-
gjör yfirráð yfir markaðnum og missa síðan aft-
ur áhugann og reyna að snúa atburðarásinni
við. Að vissu leyti er LoveStar því þroskasaga
Örvars Árnasonar sem snýr af þeirri leið sem
hann markaði sér. Aðrar persónur standa mjög
í skugga þessara þriggja og koma flestar við
sögu í örskamman tíma. Þær persónur hafa
talsvert vægi í kannski einn kafla eða tvo og
síðan ekki söguna meir, t.d. laumuhýsillinn
Símon, tæknimanneskjan Jamaguchi sem er
sá fulltrúi tæknihyggjunnar sem metur mann-
leg gildi einhvers og hún óttast að hverri nýrri
hugmynd verði breytt í markað, stemnings-
maðurinn Ragnar Ö. Karlsson sem er framleng-
ing af LoveStar þegar hann er sjálfur búinn að
skipta um skoðun og reynir að bakka út úr hug-
myndinni. Heimurinn er skráður ofan í smæstu
smáatriði. Allur heimurinn er eitt markaðs-
svæði. Og Ragnar er í essinu sínu. Helga eigin-
kona Örvars er arfur liðins heims, börn þeirra
afsprengi hins nýja, Grímur samstarfsfélagi
Indriða er sá eini sem sýnir að hann sé jarð-
bundinn og trúi ekki á neitt sem heitir vísindi og
Per Moller er örvæntingarfullur vonbiðill Sigríð-
ar. Flestar persónurnar hafa sem sagt eitt meg-
ineinkenni.
Kápa bókarinnar er óskaplega vel heppnuð.
Öxnadalurinn og Hraundranginn láta lítið yfir
sér en búa samt til þann grunn sem þarf að
vera. Rafsegulbylgjurnar endurvarpast yfir
dröngunum, önnur lagar sig að þeim, hin sneið-
ir einmitt hjá aðlöguninni og er ef til vill tákn
þess tíma þegar völdin eru tekin af náttúrunni.
Stjarna hrapar í fjarska, hugsanlega eitthvert
poppgoðið sem búið er með tímann sinn og
hefur verið skotið upp. Neðst er titillinn Love-
Star og aftan í hann er hnýtt stjörnutákni. Eins
og mér þykir forsíðan falleg og lýsandi, stjörn-
um prýdd, hefur titillinn allan tímann angrað
mig, sem og rithátturinn. Látum gott heita þótt
aðalpersónan velji sér og fyrirtæki sínu erlent
heiti sem er þar að auki skrifað upp á sérlega
erlendan máta, þ.e. ekki Lovestar eða jafnvel
Love star, vafalaust til að undirstrika erlend
áhrif, óæskileg trúlega, en ég held að titillinn
fæli frekar frá en ekki. Ég trúi a.m.k. ekki að
nokkur taki sér bókina í hönd án undangenginn-
ar markaðssetningar. Við þurfum sem sagt að
styðjast við þær aðferðir sem við finnum að!
Að auki koma við sögu LandnámsTófur sem
AggaGagga og Stóri Grimmi Úlfurinn sem þró-
að skemmtiatriði, Milljón Stjörnu Hátíðin líka -
og móðurmálshjartað í ritdómara missir úr slag.
Bara óskandi að það hendi líka þá sem er hætt-
ara við að verða fyrir Enskum Áhrifum. í ensku
eru hástafir mikið notaðir og sálfræðileg áhrif
þeirra eru að draga að sér athygli.
Ég skal líka alveg viðurkenna að ég saknaði
þess einkennis sem mér finnst hingað til hafa
sett mjög sterkan svip á höfundarverk Andra
Snæs, húmorsins. Honum er mikið niðri fyrir og
undirtónninn er þungur þótt bókin sé vitanlega
ekki laus við húmor. Höfundur er að miðla boð-
skap, sannindum, og í Ijósi fyrri vinsælda má
hann reikna með að ná augum fólks. Hann er
sameign okkar. Og hvaða hugmynd veður uppi
í bókinni? Hver er þessi hugmynd sem höfund-
ur gagnrýnir svo mjög undir rós? Er það hug-
mynd um stóriðju, ofnýtingu náttúrunnar, að
hringrásin sé rofin, að náttúran sé ekki lengur
sjálfbær, að náttúran og allt hennar sé selt
hæstbjóðendum? Ég held að svarið sé já en
mér finnst höfundi samt takast vel að klæða
boðskap sinn í skáldskap hálfframtíðarinnar,
tæknihyggjan er fjarlæg en þó skiljanleg, und-
anfarna áratugi höfum við séð hluti þróast svo
hratt að okkur óar ekki við breytingum. Við lif-
um á tímum breytinganna og reiknum ekki
með öðru en að þriðja kynslóð farsímanna taki
brátt við. Hvað er sérkennilegt við tilhugsunina
um örkubb græddan í eyrað þannig að við
séum sífellt „on-line"? Því skyldum við ekki sjá
í gegnum hóla og hæðir eða heyra grasið gróa?
Svo spyr maður sig hvort LoveStar sé lykilsaga;
er LoveStar sjálfur Kári Stefánsson? íslensk
erfðagreining færist ekki lítið í fang í leit sinni
að meingenum. íslensk erfðagreining tókst
ekki lítið á hendur þegar hún ákvað að rekja
saman ættir manna frá öndverðu til mín og þín.
Og má ekki jafnvel skilja það svo að verðgildi
fyrirtækisins hafi verið talað niður eins og hend-
ir LoveStar í bókinni?
Einu sinni heyrði ég brandara um þrjá tækni-
vædda menn sem skeggræddu málin í hléi á
ráðstefnu; Bandaríkjamaðurinn fékk skyndilega
einhverja kippi í lófann, leit ( hann og sagðist
hafa fengið skilaboð frá fyrirtækinu, Japaninn
greip þá um eyrað og hafði líka fengið skilaboð
frá sínu fyrirtæki og þá gat íslendingurinn ekki
verið minni maður, rak við og sagðist hafa
fengið fax að heiman. Kannski er ekkert af
þessu eins fjarlægt og manni virðist það vera.
Kannski á heimsósómi LoveStar (bókarinnar)
eftir að rætast eins og Jules Verne spáði rétt
fyrir um tunglferðalög. Kannski munu menn
fjármagna líf sitt með því að fá flogakast úti á
miðri götu, safna að sér fólki sem vill vel og
gala þá framan í það: Lóusamlokur á góðu verði
hjá The Thing! Kannski munu menn ekki lengur
fá símhringingar heldur sjónskeyti beint á augn-
himnuna, kannski verður hægt að staðsetja fólk
í smáatriðum hvenær sem er. Kannski tapast
allt einkalíf. Og kannski verður fólki alveg sama.
Kannski mun fólk líka láta sér ísland og nær-
svæði litlu varða þegar fram líða stundir. En
eins og sæmir í ævintýri finna Sigríður og Ind-
riði í lok bókar lítinn grænan blett í stækkandi
Ijósglætu.
Berglind Steinsdóttir (f. 1965) er BA í íslensku og
starfar sem ræðulesari á þingfundasviði Alþingis.