Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 37
Hjálpsami Þjóðverjinn sem hvarf tmm bls. 35 andi til Akureyrar úr næstu héruðum. Hestarnir höfðu hvorki fóður né skjól í bænum meðan á útréttingum stóð og Schrader rann til rifja að sjá skepnurnar norpa í norðangarranum. Hann réðst þess vegna í að reisa hestahótel á Akur- eyri þar sem rúm var fyrir 130 hross á stalli og 30 gistirými. Steingrímur læknir virðist hafa staðið þétt að þaki Schraders í þessu máli en nokkrum fortölum og þréfaskriftum þurfti að beita bæjarstjórn Akureyrar áður en lóð fékkst fyrir bygginguna. Schrader nefndi húsið eftir móður sinni og kallaði það Caroline Rest. Öllum sem komu til Akureyrar var frjálst að geyma hesta þar á daginn án borgunar, en næturgist- ing fyrir bæði hesta og menn var hóflega verð- lögð. Opnun hesthússins var kynnt með grein sem Jónas Jónasson frá Hrafnagili ritaði í Norð- urland í janúar 1914. Þar er byggingin kynnt sem: „Hesthús fyrir almenning og samkomu- staður fyrir bændur." í fréttinni segir að bygg- ingarlag hússins sé nýjung og ætlað að vera fyrirmynd fyrir eyfirska bændur. Fólst nýjungin í því að safna öllu því sem hrossin skiluðu af sér með sérstakri rennu í steypta „áburðargryfju áfasta við húsið. Þetta varð til þess að „vætan rann ekki til spillis heldur safnaðist fyrir með taðinu í áðurgreindri gryfju. Akureyringum þótti heilmikið til um þetta en á þeim tíma þegar til- búinn áburður var ekki til þótti það mikill kostur að keytan fylgdi með skítnum og er það sögn gamalla manna að oft hafi legið við handalög- málum þegar mokað var upp úr „áburðargryfj- unni" hjá Caroline Rest og innihaldið selt hæst- bjóðanda. I fréttinni segir einnig að Caroline Rest eigi að vera „hjeraðssamkomustaður" og að Stein- grímur læknir og Sigurður dýralæknir Einarsson ætli að „halda fyrirlestra á þessum samkomu- stað við og við á kvöldin um heilsufræði og um varnir við sjúkdómum manna og dýra og varnir gegn þeim ..." Erfitt er að geta sér þess til með fullri vissu hversu öflugt samkomuhald varð í Caroline Rest en víst er að þar starfaði matreiðsluskóli fyrsta árið með tilstyrk Schraders og undir forystu fröken Jóninnu Sig- urðardóttur. Þar var ungum stúlkum kennt um „allskonar tilbúning og drýgindi matar" auk ým- issa annarra kvenlegra dyggða. Flest bendir til þess að kennslan hafi gengið vel og til þess að votta það að matreiðsluskólinn stæði undir nafni fékk Schrader læknisfrúna Kristínu Thoroddsen ásamt tveimur öðrum mektarfrúm til að snæða í Caroline Rest hjá nemendum Jöninnu 21. apríl 1914. Þær kvitta síðan fyrir í stuttri tilkynningu í fréttablaðinu Norðurlandi og að þeirra sögn var „maturinn bæði bragðgóður og snyrtilega framreiddur." Síðar styrkti Schrader fröken Jóninnu til þess að gefa út sína eigin matreiðslubók sem kom út árið 1915 og varð mjög vinsæl um land allt. Gisting á Caroline Rest varð fljótt vinsæl og skilaði góðum arði sem rann óskiptur til spítal- ans á Akureyri. Schrader virðist með raun og réttu hafa verið frumkvöðull í stofnun góðgerða- fyrirtækja (e. non-profit organization) sem svo algeng eru í Bandaríkjunum en voru nýjung á fslandi. Hann gaf síðan Akureyrarbæ Caroline Rest áður en hann yfirgaf landið, ásamt digrum sjóði, en skipaði stjórn undir forsæti Steingríms læknis til þess að sjá um reksturinn. Rekstrar- grundvöllur staðarins brast þegar bílar urðu þörf- ustu þjónar landsmanna um og eftir stríð. Hót- elið var lagt niður 1947 og húsið rifið árið 1979. Um hesta og reiðmenn Stærsta verkefni Schraders á Akureyri - hvað varðaði hans eigin tíma og erfiði - var þó bókin Hestar og reiðmenn á íslandi sem Jónas Jón- asson frá Hrafnagili þýddi og kom útárið 1915. Flest bendir til þess að Schrader hafi ávallt haft mikinn áhuga á hestamennsku og átt hesta í Bandaríkjunum. Ennfremur virðist honum hafa þótt þó nokkuð til um íslenska hestinn. „Og það mun óhætt að segja, að það bezta, sem (s- land hafi að bjóða, séu hestarnir", segir í upp- hafskafla bókarinnar. Aftur á móti er hrifningin mun minni á reiðmönnunum sem einnig kem- ur fram í upphafskafla bókarinnar. Þar segir: „Það eru líklega engir reiðmenn, sem útlend- ingum verður eins starsýnt á eins og íslending- ar. Þeir eru svo stórir í samanburði við hestana, mismunandi klæddir, hafa mismunandi, oft skringilegt og ófagurt reiðlag ..." Sú hugsun læðist reyndar að manni við lestur bókarinnar að Schrader hafi fyrst og fremst komið hingað til lands til þess að hjálpa íslenskum hrossum, og þá að hjálpin við mannfólkið hafi fyrst verið miðuð að því að koma hestunum til góða. í for- mála segir: „Aðalmarkmiðið, sem eg er að reyna að ná, er að bæta kjör hinna ágætu hesta á íslandi, til þess að þeir nái þeim réttindum til góðrar hirðingar og meðferðar, sem mannúðin heimtar að sé látin þeim í té." Ljóst er við lestur bókarinnar að Schrader hefur lagt mikla alúð við verkið. Hann er sá fyrsti sem fjallar um íslenska hestinn á skipu- legan og fræðilegan hátt, sérstaklega hvað varðar hirðingu. Umfjöllun bókarinnar um fóð- urþörf, fóðurtegundir, hófhirðu, hýsingu og svo framvegis er mjög vönduð og studd með ná- kvæmum teikningum og lýsingum. Allt þetta stendur enn þann dag í dag. Miklu rými er var- ið í að lýsa slæmri hirðu - eða öllu heldur hirðu- leysi - landsmanna gagnvart sínum þarfasta þjóni. Um þetta tilfærir Schrader hvert dæmið á fætur öðru. Það fer t.d. ósegjanlega í taugarnar á þýskum nákvæmnismanni að sjá íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: