Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 29
Svo ólíkt en samt eins tmm bls. 27 fram, ný starfsstétt hefur skapast á tiltölulega fáum árum sem sér um hreingerningar á fleiri og fleiri heimilum og upp er að vaxa fjöldi barna sem ekki hefur hugmynd um hvernig á að vinna einföldustu heimilisstörf. Og svona má eflaust lengi telja ef vel er að gáð. Harðstjórn augnabliksins Það sem allir framangreindir framtíðarfræðing- ar eiga sameiginlegt að hafa ekki séð fyrir er þróun og útbreiðsla internetsins. Þegar þeir settu fram hugmyndir sínar var netið enn frum- stætt og mjög afmarkað og ekki líklegt til stór- ræða. Sú breyting sem internetið og tölvupóst- ur hafa haft í för með sér er hins vegar gríðar- leg og hefur haft áhrif á daglegt líf flestra beirra sem eru svo heppnir að hafa fæðst með gull- skeið í munninum í alþjóðlegu tilliti. Á árunum 1995 til 2000 fjölgaði internetnotendum í heim- inum úr um 25 milljónum í um 300 milljónir. Á sama tíma fjölgaði vefsíðum á netinu úr um þremur milljónum í um 72 milljónir. Þessi feikn upplýsinga sem almenningur hefur nú aðgang að á netinu, auk hefðbundnari miðla, s.s. blaða, bóka, tímarita og sjónvarps, hefur myndað upp- lýsingaflóð sem er það stórt og mikið að um- fangi að það snýst upp í andhverfu sína og get- ur komið í veg fyrir að menn finni það sem þeir eru að leita að. Við þurfum stöðugt að sía burt það sem við erum ekki að leita að - sem er yf- irleitt um 99,9% af því sem mætir okkur. Þeir sem kunna að leita og sía burt upplýsingar geta nýtt sér þessa nýju möguleika, hinir verða und- ir upplýsingaflóðbylgjunni. Norski mannfræðingurinn Thomas Hylland Eriksen fjallar um upplýsingaþjóðfélagið í bók sinni 0yeblikkets tyranni sem út kom 2001. Hann rekur þróun þess og eðli og er fróðlegt að skoða lýsingu hans á veruleikanum í upplýs- ingaþjóðfélaginu og bera hana saman við hug- myndir framtíðarfræðinganna. Hraði er að mati Eriksens lykilorðið í upplýsingasamfélaginu; sígarettan hefur tekið við af pípunni, kornflex er komið í stað grauts og tölvupóstur í stað sendi- bréfa. Blaðgreinarnar verða styttri og styttri, kvikmyndir og sjónvarpsfréttir eru með sífellt hraðari skiptingum milli atriða - tónlistarmynd- böndin á MTV eru tíðarandinn í hnotskurn. Frí- tíminn hefur ekki aukist en það sem gera þarf í frítímanum eykst stöðugt. Baráttan um tíma og athygli er í algleymingi og neytandinn hefur sí- fellt minni tíma til að komast yfir það sem hann telur sig þurfa að gera í frítímanum og stunda meiri og meiri neyslu. Hraðinn verður líkt og ávanabindandi fíkniefni, óþreyja er ríkjandi sál- arástand, allt þarf að gerast hratt og í kvik- myndahúsum óska áhorfendur sér stundum að geta spólað myndina áfram ef framvindan er hæg. Krafan um aukinn hraða og meiri neyslu verður til þess að sífellt þarf að troða fleiri at- burðum inn í sama tímaramma, tíminn þjappast saman, augnablikin verða styttri og styttri - in- stant verður markmiðið á fleiri og fleiri sviðum. Þessu fylgir síðan að krafan um samhengi f veruleikanum víkur - „af því að" og „vegna þess að" eru orðasambönd sem minna og minna sést af í ritgerðum skólanemenda, ef marka má orð bandaríska fræðimannsins Neils Postmans. En hraðinn er harður húsbóndi sem tekur sinn toll; þeir sem lifa og hrærast þar sem hraðinn er mestur og krafan um skjótan frama er yfir og allt um kring geta búist við því að vera útbrunnir áður en beir verða 35 ára. Kona nokk- ur sem lifði hröðu lífi í krefjandi starfi komst á síður dagblaðanna þegar hún dó skyndilega úr stressi fyrir framan fullbókaða dagbókina sína. Því er haldið fram að um 10.000 Japanir deyi árlega úr stressi. Eriksen bendir á að orðið „út- brunninn" sé sérlega gott myndmál um afleið- ingar streitunnar þar sem hraðinn í samfélaginu er mestur því hiti sé í sjálfu sér ekki annað en hraði. Blíp Það hljómar kunnuglega þegar því er haldið fram að ungt fólk nú til dags lifi hröðu lífi og sjái ekki umheiminn í neinu samhengi - orsök og afleiðing sé eitthvað sem engu máli skipti. Toffler hélt því fram í fyrrnefndri bók sinni frá 1980 að í upplýsingaþjóðfélaginu væri ekki lengur hægt að tala um „fjöldasál" þar sem flestir hefðu svipaðar skoðanir sem búið væri að berja inn í höfuðið á þeim með stöðugum áróðri í áraraðir. Samfélagið þróaðist í átt að meiri fjölbreytni og skoðanir og smekkur yrði sí- fellt fjölbreyttari og persónubundnari. Um leið gerðist það að veruleiki hvers og eins yrði undirlagður fjölda samhengislausra skoðana- brota og hugmynda sem umlyktu einstakling- ana líkt og endalaus röð af leiftrum sem Toffler kallaði „blíp". Það væri ekki aðeins veruleiki borgaranna sem einkenndist af endalausum „blípum" heldur ætti það einnig við um fjöl- miðla og bókmenntir: í stað bess að settar væru fram hugmyndir og efni sem búið væri að raða saman þannig að samhengi og heild myndaðist væri búið að brjóta innihaldið niður í litla, samhengislausa bita þar sem stöðugt væri skipt úr einu í annað. Að lokum ... j sjálfu sér er hægt að halda endalaust áfram að skoða það samfélag og þann veruleika sem við lifum í (hvert og eitt) og bera þetta saman við vangaveltur framtíðarfræðinganna á sínum tíma. Önnur og kannski skemmtilegri leið er að lesa skáldverk sem hafa framtíðina sem sögu- svið. Þótt innan þeirrar bókmenntagreinar sé rík tilhneiging til að draga upp framtíðina í myrk- um litum er þar oft að finna vangaveltur og framtíðarsýnir sem fá hjartað til að slá hraðar - ekki bara af ótta eða spennu heldur einnig þeirri tilfinningu sem fylgir því að uppgötva nýj- ar hugmyndir sem opna fyrir áður óþekktar víddir. Því þegar allt kemur til alls eru spár um framtíðina bara heillandi leikur af hugmyndum á ósýnilegu leiksviði sem við höfum ekki hug- mynd um hvernig lítur út. Heimildir Bonke, Jens: Aldríg mere arbejde. Kaupmannahöfn, 1983. Gorz, André: Paradisets veje - kapitahsmens dods- kamp. Kaupmannahöfn, 1984. Hylland Eriksen, Thomas: 0yeblikkets tyranni. Ósló, 2001. Thyssen, Ole: Teknokosmos - om teknik og menn- eskerettigheder. Kaupmannahöfn, 1985. Toffler, Alvin: Den tredje belge. Kaupmannahöfn, 1981. Bjarni Þorsteinsson (f. 1960) er útgáfustjóri Almenna bókafélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: