Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Page 28
af þjóðfélagi framtíðarinnar þar sem haldið væri áfram á sömu braut og áður með aukinn hag- vöxt sem markmið og frum- skógarlögmálin ráðandi á vinnu- markaðnum. Bonke sá fyrir sér þjóðfélagspíramída þar sem efst trónaði útvalinn hópur sem hann kallaði eðalstarfsfólk. Eðal- starfsfólkið tæki af fullum krafti þátt í samkeppninni á eftirsótt- ustu sviðum hins harða og sí- fellt þrengri vinnumarkaðar og lifði eingöngu fyrir starf sitt - fjölskyldulíf og tómstundir hefði það gert burtrækt úr lífi sínu. Þetta fólk ynni að stjórnun og framþróun í tækni, vísindum, hönnun, fjölmiðlun, eftirliti og viðskiptum. Vinnan væri krefj- andi en um leið skapandi og vel launuð. Á næsta þrepi í píramídanum væri hið gráa og hversdagslega starfsfólk sem ynni við ýmis- konar eftirlitsstörf fyrir framan tölvuskjái og ýtti á takka þegar við ætti. Þessi störf væru nauð- synleg meðan ekki borgaði sig að leggja þau niður og tæknivæða þau - málið snerist jú fyrst og fremst um krónur og aura. Á þriðja þrepi píramídans væru þeir sem Bonke kallaði félagstækna, hópur ýmissa starfsstétta sem ynnu að því að viðhalda öryggi og jafnvægi í samfélaginu. Löggæsla, atvinnu- ráðgjöf og kennsla væru dæmi um störf þessa hóps. Á fjórða þrepi píramídans fengi þjóðfélags- hópur sem meira bar á fyrr á öldum, þjónustu- fólk, glæsilega endurreisn. Þjónustufólkið væri ráðið af hinu sívinnandi eðalstarfsfólki sem hefði efni og aðstöðu til að taka upp gamla siði. Þjónustufólkið sæi um matseld, hreingerning- ar, akstur, garðrækt og fleira á heimilum eðal- starfsfólksins. Á botni píramídans væru svo hinir nýju og sí- fellt fleiri öreigar: lausavinnumenn, atvinnuleys- ingjar, fatlaðir og öryrkjar. Þetta fólk ætti allt sitt undir velvild kerfisins og túlkun félagstækn- anna á hinum flóknu reglum félagsmálakerfis- ins. Því væri att hverju gegn öðru með því að Miklar vonir voru bundnar við að tölvutæknin myndi losa mannfólkið undan áþján einhæfra og óspennandi starfa. skipta því niður í fyrsta-, annars- og þriðjaflokks atvinnuleysingja eftir bakgrunni og ástandi. Með íþróttaiðkun, áfengisneyslu og sjónvarps- glápi fengi hin nýja öreigastétt útrás fyrir gremju sína og óánægju án þess að stofna rikj- andi skipulagi í hættu. Framtíðin sem aldrei kom? Þegar litið er á þessar „gömlu" hugmyndir er hægt að koma auga á eitt og annað sem virðist að einhverju leyti hafa gengið eftir þótt sjaldn- ast sé það með þeim hætti eða í þeim mæli sem spáð var. Hinar stóru og miklu þjóðfélags- breytingar sem m.a. Gorz og Toffler spáðu hafa látið bíða eftir sér og draumurinn um að losna undan áþján launavinnunnar með hjálp tölvu- tækninnar hefur ekki ræst. Að vísu hefur vinnu- tími margra styst eitthvað en engan veginn þannig að um neinar verulegar breytingar sé að ræða. Vofa atvinnuleysis gengur enn laus og víða í Evrópu er stöðugt og mikið atvinnuleysi veruleiki sem ekki hefur tekist að breyta. Og engum dettur í hug að líta á atvinnuleysi sem lúxus sem flestir eigi að hafa aðgang að. Ýmislegt í framtíðarsýn Bonkes hefur ræst, enda hefur hagkerfið staðið af sér umbreyting- arnar frá iðnaðarsamfélagi yfir ( upplýsingasam- félag og frekar styrkst ef eitthvað er. Hagvöxt- ur er enn sem fyrr hið göfuga takmark sem haf- ið er yfir alla gagnrýni og því er almennt talið nauðsynlegt að auka neyslu og koma upp nýj- um mörkuðum. Unnið hefur verið markvisst í því að skapa markaði fyrir vörur ríku þjóðanna í löndum sem áður voru lokuð fyrir „kapítalistun- um" í vonda vestrinu, s.s. í Austur-Evrópu og Kína. Einnig hefur neysla heima fyrir aukist, sem og gildi neyslu og innkaupa í lífi fólks: Það er vinsæl helgarskemmtun fjölskyldna að ráfa um verslunarmiðstöðvar þar sem kaupmenn þjóna neytendunum af mikilli alúð eftir að hafa eytt stórfé í að undirbúa jarðveginn með áróðri og auglýsingum „og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi". Þú ert það sem þú kaupir. Vald og umsvif sérfræðinga hafa líka aukist þó enn sé langt í land að framtíðarsýn Thys- sens verði að veruleika. Þingmenn, ráðherrar og stjórnendur fyrirtækja og stofnana eru í enn ríkari mæli en áður háðir sérfræðingum á ólík- um sviðum til að geta tekið ákvarðanir. Hvort það sama er uppi á teningnum í lífi hins al- menna borgara skal ósagt látið. Eitt og annað bendir þó til þess að þróunin sé í þá átt að út- hýsa sífellt fleiri verkum úr hinum hefðbundna heimilisrekstri: Fleiri og fleiri leita aðstoðar end- urskoðenda með skattskýrslur sínar þó svo full- yrt sé að með hverju árinu sé einfaldara að telja

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.