Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 21
Söguþættir af sæborg tmm bls, 19
annarra lífvera) og manna, og 2) milli sjálf-
stýrðra, sjálfvirkra véla (vélvirkja (automaton))
og lífvera, sérstaklega manna (sem eru fyrir-
myndir sjálfræðis (autonomy)). Sæborgin er því
vera fædd af skörun sjálfvirkni og sjálfræðis.17
Gangvirkið eða vélbrúðan er Ijóslega ein af
sjónrænum fyrirmyndum eða formæðrum sæ-
borgarinnar, eins og reyndar kemur greinilega
fram í þróun hennar á tuttugustu öld í kvik-
myndum. Frá vélbrúðum átjándu aldar liggur
bein lína yfir í vélmenni tuttugustu aldar, með
viðkomu í vélrænni fagurfræði módernisma,
fútúrisma, Bauhaus og fúnksjónalisma. Þetta
mynstur kemur greinilega fram í Metropolis en
er einnig auðsýnilegt í hönnun skrýmslisins í
fyrstu Frankenstein-kvikmynd James Whale
(1931).18 Sæborgin myndar lykkju um sjálfa
sig, þarsem hún tengir átjándu aldar vélvirki við
tuttugustu aldar hönnun á skrýmsli sem varð til
í nítjándu aldar skáldsögu, skáldsögu sem sótti
án efa að einhverju leyti til sama hugmynda-
heims og skóp nefnd vélvirki. Þannig ferð-
ast sæborgin í hringi og fellir saman tíma
og rúm: skáldskap, list og veruleika.
Frankenstein og félagar
Langfrægasta formóðir sæborgarinnar er
skáldsaga Mary Shelley, Frankenstein:
Or, The Modern Prometheus, sem kom
fyrst út árið 1818, en var gefin út að nýju
í endurskoðaðri mynd 1831. Eins og frægt
er orðið smalaði Frankenstein skrýmsli
sínu saman úr líkamshlutum manna og dýra: en
Frankenstein lýsir því hvernig það var ekki að-
eins líkskurðarherbergið heldur einnig slátur-
húsið sem sá honum fyrir hráefnum. Franken-
stein er ungur og metnaðarfullur læknastúdent
sem vill ekki einungis lækna sjúka heldur ætlar
sér að skapa nýtt líf, án þess þó að getnaður
komi við sögu. Honum tekst ætlunarverkið og
lífgar heimatilbúið gervimenni, en bregður svo
við að hann fellur í ómegin. Gervimennið strýk-
ur og uppgötvar fljótlega að það á ekki heima í
heimi mannanna, reiðist og ræðst í hefndarhug
gegn fjölskyldu Frankensteins.19
Skáldsagan var fljótlega leikgerð.20 Árið 1931
gerði James Whale sína frægu útgáfu, og fram-
haldsmyndina Bride of Frankenstein fjórum
árum síðar, en báðar þessar myndir ollu
straumhvörfum í skilningi og túlkun á skáldsög-
unni.21 Áherslan færðist frá vangaveltum um
mennsku skrýmslisins yfir á geðveiki og oflát
skaparans, auk þess sem sjálf sköpunin var öll
færð í tæknilegra form með tilheyrandi tilrauna-
stofublæ, blikkandi Ijósum, rofum og rafmagns-
græjum allskyns, form sem hefur síðan orðið
að viðmiði í sæborgskri sköpun. Frankenstein
hefur orðið að einskonar biblíu sæborgarmenn-
ingar, og lykilorði í fræðilegri jafnt sem poppað-
ari umræðu um sæborgir, erfðavísindi og líf-
tækni nútímans. Hin tvöfalda vísun nafnsins, til
skapara og skrýmslis, svo og sá gríðarlegi
menningarlegi farangur sem núorðið fylgir
nafninu, gefur oft ögrandi sýn á vangaveltur um
sæborgina. Og nú ætla ég að gerast kerfis-
bundin og setja fram lista yfir þau hugrenninga-
tengsl sem vakna þegar nafn Frankensteins er
nefnt:
a) Mennska. Vangaveltur um mennsku eru
greinilegur undirtónn sögunnar. Hvað er
mennska? Getur maður skapað annan
mann?
b) Ábyrgð skaparans. Þetta er hinn ráðandi
hluti skáldsögunnar. Hvernig er að lifa til-
búnu lífi?
c) Siðferði vísinda. Hver er staða tækni og vís-
inda í þessari jöfnu: eru þau saklaus eða
sek? Eigum við að nota þá tækni sem við
höfum, sama hvert hún leiðir okkur? Teng-
ist lið b um ábyrgð vísindamannsins.
d) Konan. Hvar kemur konan inn í þessa sköp-
un alla?22
e) Hrollvekja. Ekki má gleyma því að Franken-
stein er ekki bara vísindaskáldsaga heldur
líka hrollvekja. Af hverju er sköpun nýrrar líf-
veru færð í form hrollvekjunnar? Hvað er
það sem gerir slíka sköpun sjálfkrafa hroll-
vekjandi? Og þá skaparann um leið?
f) Tengsl sæborgar og skapara. Á hvaða stigi
verður skaparinn sæborgskur og sæborgin
að skapara? Gervimennskan virðist vera
meira smitandi en mennskan. Ein skilgrein-
ing á lífveru er sú að hún geti getið af sér
aðra lífveru. Róbótar hafa verið að framleiða
aðra róbóta síðan snemma á tuttugustu
öld.23 í myndinni Alien Resurrection (Jean-
Pierre Jeunet 1997) er sæborg sem er
sköpuð af öðrum sæborgum, með þeim af-
leiðingum að hún er mennskari en mann-
fólkið.24 í skáldsögu Terry Pratchett, Feet of
Clay (1995), skapa gólemin nýtt gólem, en
það tryllist, því of miklar kröfur eru gerðar ti!
þess. Sæborgir getnar af öðrum sæborgum
eru því ýktari á einhvern hátt, þær ganga
enn lengra.25
Eins og áður sagði hefur Frankenstein orðið
að einskonar upprunasögu sæborgarinnar og
því má segja að þeir félagar, Frankenstein og
skrýmsli hans, hafi einmitt getið af sér fjölda
sæborga - og skapara.
Einn af þeim er dr. Moreau, úr skáldsögu
H.G. Wells, The Island of Dr. Moreau, frá árinu
1896. Dr. Moreau hefur, líkt og gólemið, öðlast
endumýjaða frægð með tilkomu aukins áhuga
á líftækni.26 Saga Wells segir frá því að skip-
brotsmanni, Prendick, er bjargað á skip sem er
hlaðið rándýrum. Umsjónarmaður farmsins er
undarlegur náungi að nafni Montgomery, og
með honum í för eru nokkrir menn
sem eru allsérkennilegir I útliti.
Ferðinni er heitið til eyju dr. Mor-
eau, og vegna óbeitar skipsáhafn-
arinnar á föruneyti Montgomerys
er Prendick vísað af skipinu og
hann skilinn eftir á eyjunni. Þar
kemst hann fljótt að því að undar-
legt útlit mannanna er afleiðing til-
rauna dr. Moreau, en þær ganga
út á að breyta dýrum í menn með
efnafræðilegum leiðum. En efnafræðin er ekki
lykilatriði hjá dr. Moreau, heldur sársauki, því
auk þess að sprauta dýrin með einhverskonar
hormónablöndu gerir læknirinn á þeim róttækar
skurðaðgerðir sem breyta líkamsbyggingu dýrs
í líkamsbyggingu mannveru. Og skurðaðgerð-
inar eru gerðar án deyfingar. Á endanum gera
manndýr Moreau uppreisn og drepa bæði hann
og Montgomery, en Prendick er strand á eyj-
unni og fylgist með því hvernig manndýrin
hverfa hægt og rólega frá áskapaðri mennsku
sinni og verða aftur að dýrum. Þegar hann loks-
ins kemst aftur til siðmenningar uppgötvar
hann að hann er varanlega breyttur af samvist-
um sínum við manndýr og dýrmenni og van-
treystir mennsku mannanna: honum finnst dýr-
ið alltaf við það að brjótast fram. Svipuð tilfinn-
ing er einnig tjáð undir lok sögu Hoffmanns, en
þar segir að í kjölfar atburðanna með Ólympíu
hafi gætt greinilegs vantrausts á hið mennska
form meðal almennings.
Hér koma fram greinileg merki þess að sæ-
borgin er ekki andstæða mannsins heldur hlið-