Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 20
getur stafað, eða réttara sagt, af sjálfstæði sæ- borgarinnar. Því sæborgin, sköpun mannsins, er aldrei fyllilega undir hans stjórn, skaparinn á það alltaf á hættu að sæborgin brjótist undan valdi hans, hafni því hlutverki sem henni er ætl- að og öðlist sjálfstæði - sem endar reyndar oft á því að sæborginni er eytt. Að auki er sagan af góleminu annað dæmi um yfirburði sæborgar- innar, allavega hvað varðar styrkleik, því gólem- ið er ósigranlegt, og það er einungis með klækj- um sem tekst að þurrka út letrið af enni þess og yfirbuga það. Sköpun gólemsins er goðsöguleg og yfir- náttúruleg, líkt og sköpun Galateu. Bæði gólemið og Galatea eru dæmi um sæborgina sem goðsögu, þarsem guðlegum lífsanda er blásið í dautt efni. í báðum tilfellum er um að ræða jarðbundin efni, stein eða leir sem mótað- ur er í mannlegt form. Hvorugt þeirra hjúa ber með sér miklar tilvísanir til tækni, en þó ber þess að geta að samkvæmt goðsögunni er gólemið gert á sama tíma og klukkuverk ýmis- konar voru að slá í gegn við hirð Rúdolfs keis- ara. Það er vitað að hann var mikill áhugamað- ur um gullgerðarlist og hafði um sig hirð gull- gerðarmanna, sem hann réð í von um að fanga ódauðleikaelíxír þann sem í gullgerðarsteinin- um átti að búa.12 Gólemið ber einmitt með sér ákveðinn undirtón ódauðleika, sem síðan átti eftir að loða við sæborgina, og hefur kannski sérstaklega orðið viðvarandi í nútímalíftækni sem gengur út á það að lengja líf manna með því að bæta heilsu þeirra á nokkuð varanlegan hátt. Þriðja varðan á leið sæborgarinnar í gegnum tímann er saga E.T.A. Hoffmans, „Der Sand- mann" frá árinu 1816. Sagan er líklega frægust fyrir það að vera meginuppspretta kenningar Freuds frá 1919 um ókennileikann eða „Das Unheimliche", þótt þar væri reyndar ekki mikið komið inn á sæborgsk einkenni.'3 Sagan segir frá Nathaniel sem missir föður sinn ungur með voveiflegum hætti. Hann er í námi og einn góð- an veðurdag kemur hann auga á unga og fagra stúlku, Ólympíu sem hann fellir strax hug til. Stúlkan reynist dóttir prófessors hans, og í boði sem haldið er fyrir nemendur nær Nathaniel að kynnast stúlkunni og dansar við hana heilt kvöld. Honum finnst hún kannski hvorki sér- lega lífleg né málglöð, en hann lætur það ekki trufla sig og er heltekinn af ást. En svo kemst hann að því að stúlkan er bara dúkka, vélbrúða, búin til af prófessornum og Coppola, mannin- um sem átti hlut að dauða föður hans og við þá uppgötvun missir hann vitið. Eins og Ijóst má vera eru ákveðin líkindi með goðsögunni um Galateu og sögunni af Ólympíu, en báðar eru þær lífgaðar vegna ástar karla, sem álíta þær fyrirmyndir annarra kvenna. Augu eru lykilatriði í sögunni, en sem barn óttaðist Nathaniel mjög að Coppola myndi taka úr honum augun. Þegar í Ijós kemur að Ólympía er dúkka birtist lífleysi hennar meðal annars í því að Nathaniel finnur augu hennar rúllandi á gólfinu. Auk þess verður Ijóst að það eru augu Nathaniels, eða réttara sagt, augna- ráð hans, aðdáunaraugu eða gláp, á Ólympíu sem hefur lífgað hana við. Hér er á ferðinni einskonar samsett sköpun, bæði praktísk þarsem Ólympía er hreint klukkuverk, vélbrúða eða 'automaton', og mystísk eða yfirnáttúruleg þarsem það er augnaráð Nathaniels sem lífgar hana endanlega. Þrátt fyrir að sæborgin hafi orðið æ tæknilegri eftir því sem líður á sögu hennar, þá er oft að finna ákveðna undirtóna mystíkur, galdra eða kabbalah í sögum af sköp- un hennar: Frankenstein sem skóp skrýmsl í samnefndri skáldsögu hefur til að mynda les- ið verk gullgerðarmanna og galdraspekinga sextándu aldar, og sömuleiðis er tilraunastofa vélmennaskaparans Rotwangs í Metropolis út- bíuð í kabbalískum táknum. í nýlegri sæ- berpönk-mynd, The Lawnmover Man (Brett Leonard 1992), segir frá þroskaheftum manni sem er gerður að ofvita með hjálp sæber- netískrar tækni. Þegar hann er fyrst sendur í 'þjálfun' eða 'innspýtingu’ í hjáveruleikaheimi sér hann fyrir sér fjölda kabbalískra tákna. Það er þessi magíski þáttur sem Freud gerir að umræðuefni í grein sinni, en hann bendir á hvernig við upplifum heiminn sem lifandi ('ani- mism') þegar við erum börn. Því álítum við að leikföng okkar, t.d. dúkkur, séu lifandi. Þetta finnst okkur eðlilegt á þeim tíma og síðan vöx- um við upp úr þessu, og uppgötvum muninn á dauðu efni og lifandi. Hið ókennilega birtist því þegar við hittum raunverulega fyrir lifandi dúkku, því hún rifjar upp þetta tímabil kunnug- leika. En af því sá tími og upplifun eru liðin og við höfum sagt skilið við þetta tvennt birtist vél- brúðan okkur sem ókennileg. Þessa kenningu mætti heimfæra upp á sæborgina yfirleitt, því fólki finnst almennt fremur ókennilegt að sjá gerviveru af einhverju tagi hreyfa sig og tala, og því „eðlilegri" sem veran er, því ókennilegri verður upplifunin. Dæmi um þetta eru vax- brúðusöfn, en þar upplifa gestir oft tilfinningu ókennileika. Þrátt fyrir að við ættum að vera orðin vön vélbrúðum af ýmsu tagi, kannski sér- staklega (leikföngum, geta sæborgir enn vald- ið sterkum viðbrögðum.14 Eins og áður sagði er Ólympía fyrst og fremst vélbrúða. Vélbrúður eru meðal for- mæðra sæborgarinnar, en þær urðu mjög vin- sælar á 18. öld. Vélbrúður þessar gengu fyrir klukkuverki og voru meðal þeirra tækniundra sem mörkuðu upphaf iðnbyltingar með tilheyr- andi auknum áhuga á tækni.15 Áhuginn á vél- brúðunum var partur af auknum áhuga á mann- inum og líkamsbyggingu hans, sem greip um sig á tímum endurreisnar og hélt áfram inn f upplýsinguna.16 í yfirlýsingu sinni fyrir sæborgir tekur Donna Haraway dæmi af vélbrúðunni sem einni birtingarmynd sæborgarinnar en hún segir að sæborgin verði til við truflun og skörun landamæra af tvennum toga: 1) milli dýra (eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: