Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 44
og talibönum. Þau eru rótlaus og mörg hafa verið limlest. Stríðsglæpir, svo sem fjöldamorð og ill meðferð á óbreyttum borgurum og stríðs- föngum, og glæpir gegn mannkyni hafa við- gengist áratugum saman. Engin viðleitni er til að refsa hinum seku og færa fórnarlömbum þeirra von um einhvers konar réttlæti. Á annað ár er liðið síðan Bandaríkin og Bret- land hófu árásir á landið og komu talibana- stjórninni frá völdum. Fátt hefur breyst til batn- aðar. Konur óttast að öfgatrúin hafi náð fót- festu og samtök þeirra verða enn að starfa leynilega. Samtímis óttast þær að meintir stríðsglæpamenn á borð við Rashid Dostum, Ismail Khan og Burhanuddin Rabbani komist til æ meiri valda. Fyrir utan Kabúl ríkir óöld og dæmi eru um að kveikt sé í stúlknaskólum og skotið á þá, konum hópnauðgað og alls staðar hylja þær sig í burka af ótta við vopnaða skæru- liða og talibana.6 Önnur af tveimur konum í bráðabirgðastjórn Hamids Karzais, Sima Samar - mikils metin baráttukona og læknir - var hrak- in úr embætti sem guðlastari. Það sýnir hversu sterk ítök skæruliðar eiga í stjórninni. Þegar Bandaríkin undirbjuggu enn eitt stríðið gegn landinu í september 2001 reyndu konur ( Byltingarsamtökum afganskra kvenna (Rawa, stofnuð 1977) að sannfæra þarlend stjórnvöld um að engin mannvirki væru eftir til að sprengja, efnahagslífið væri í rúst, rétt eins og mennta- og heilbrigðiskerfið.7 En hvers vegna reyndu konur, sem horfðu á kynsystur sínar grýttar til bana á íþróttaleikvöngum, hýddar til óbóta og myrtar á götum úti fyrir það eitt að það sást í ökkla eða skóhljóð þeirra heyrðist, að koma í veg fyrir árás á talibana? - Konurnar héldu því fram að stjórn Norðurbandalagsins yrði ekki hótinu betri og þær því litlu bættari.8 Afleiðingar átaka síðastliðins aldarfjórðungs eru hörmulegar en átökin hafa haft áhrif víða um heim, auk þess að valda enn óstöðugleika í nágrannaríkjunum. Fyrir tilstuðlan Pakistans, Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna voru tugþúsundir öfgatrúarmanna þjálfaðartil að berjast gegn inn- rásarliði Sovétríkjanna. Þessir öfgatrúarmenn hafa síðan dreifst víða um lönd, m.a. til Alsírs og Egyptalands. Fulltrúar þeirra eru í bráðabirgða- stjórninni í Afganistan og á þingi í Pakistan. Hvers vegna sækjast stórveldin eftir yfirráðum í Afganistan? Við íslendingar þekkjum hvernig landfræðileg lega ríkja getur ráðið miklu um stöðu á alþjóða- vettvangi. Afganistan er landlukt ríki í miðri Asíu, þar sem ólíkir menningarstraumar heims- Undir stjórn talibana einkenndist líf kvenna af ótta, örbirgð og ofbeldi. álfunnar mætast. Fjölmargir innrásarherir hafa farið þar um í aldanna rás, sumir náð yfirráðum yfir ákveðnu landsvæði og 'blandast þeim íbú- um sem fyrir voru. Afganir eru hópar fólks af persneskum og tyrkneskum uppruna auk þess sem þeir hafa blandast aröbum, mongólum, Grikkjum og mörgum fleirum. Leiðir til Persíu, Rússlands, Kína, Indlandsskaga og Indlands- hafs lágu um Afganistan forðum daga, m.a. hin fræga silkileið. Rússland reyndi um aldir að ná yfirráðum í Afganistan, m.a. til að opna leið að Indlandshafi, og á valdatíma Breta í Indlandi háðu stórþjóðirnar tvö stríð í Afganistan. Bret- landi var í mun að koma í veg fyrir frekari út- þenslu Rússlands til suðurs. Hvorki heimsveld- inu Bretlandi, Rússlandi né stórveldinu Sovét- ríkjunum tókst hins vegar að vinna landið. Á síðastliðnum áratugum hefur mikilvægi Afganistans enn aukist en um það liggur leið að stærstu olíusvæðum heims við Persaflóa og Kaspíahaf. Ný ríki í Mið-Asíu keppa nú við al- þjóða-olíufyrirtæki um að leggja olíu- og gas- leiðslur um landið til Pakistans og Kína. Ríki þjóðernishópa, íslams og kommúnisma Afganistan (land Afgana) er ríki ólíkra þjóðernis- hópa sem greinast í ættbálka og ættir. Helstir eru pastúnar (um 40%), sem lengst af hafa ver- ið valdamesti hópurinn í landinu og nær alltaf farið með völdin í Kabúl. Tunga þeirra er pust- hu. Næstfjölmennastir eru tajikar, sem eru af persneskum uppruna og tala persnesku (dari). Þar á eftir koma hazarar, sem eru persnesku- mælandi sjíta-múslimar og uzbekar af tyrknesk- um uppruna. Fólkið í landinu er ólíkt í útliti og siðir og venjur mismunandi. Mörg tungumál eru töluð en meirihluti íbúanna er ólæs. Fólk í dreifbýli hefur sýnt eigin þjóðernishópi eða ætt- bálki hollustu og stjórnin ( Kabúl hefur komið því lítið við. Vernd og velferð fjölskyldunnar er háð ættunum og heiður hennar hvllir ekki síst á herðum kvenna. Mikil og grimm átök hafa löng- um verið milli þjóðarbrotanna og það eina sem sameinar þau er trúin. íslam eru ekki miðstýrð trúarbrögð og aðlagast ólíkri menningu því auð- veldlega. Ahmad Shah Durani náði að sameina helstu þjóðarbrotin gegn persum og stofna afganska ríkið árið 1747. Amir Abdur Rahman (1880- 1901) reyndi að sameina íbúanna undir merkj- um íslams og mótaði stefnu í samvinnu við trú- arleiðtogana, sem smám saman urðu hluti af ríkinu.9 Trúarleiðtogarnir, ásamt leiðtogum ætt- bálkanna, komu svo í veg fyrir að gildi sem þeir nefndu vestræn næðu fótfestu í landinu. í því skyni var Amanullah Khan komið frá völdum árið 1929 og arftaki hans, Habibullah, drepinn nokkrum árum síðar. Hann hugði á endurbætur og vildi nútímavæða landið rétt eins og Ataturk í Tyrklandi (og seinna meir Reza Khan í íran). Við tók Muhammad Zahir Shah, sem var veik- burða konungur og áhugalítill. Hann ríkti frá 1933-73. Afganistan tók ekki beina afstöðu í deilum stórveldanna tveggja á tímum kalda stríðsins og fékk í staðinn ríflegar fjárveitingar frá báðum aðilum sem kepptu um hylli þess. Árið 1952 fór forsætisráðherrann, Daoud, fram á hernaðarað- stoð frá Bandaríkjunum en var alfarið neitað. Hann leitaði þá til Sovétríkjanna sem höfðu lengi vonast eftir (tökum í landinu og hófst mik- il uppbygging af þeirra hálfu og nánast íhlutun. Innviðir samfélagsins voru byggðir upp en lýð- ræði og miðstýrt framkvæmdavald áttu ekki upp á pallborðið fremur en áður. Daoud sá að sér 1976 og reyndi að draga úr áhrifum Sovét- manna með því að efla tengsl við önnur ríki og reka kommúnista úr landi. Afleiðingarnar voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: