Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 19
tmm bls. 17 víðara samhengi af fræðimönnum jafnt sem rithöfundum.5 Til að einfalda málið skulum við hugsa okkur sæborgina sem einhverskonar gerviveru sem við skilgreinum á margvíslegan hátt. Þessi gervivera getur til dæmis verið manneskja með innbyggð hjálpartæki, svo sem gangráð, heyrnar- eða sjónkubb, hjarta- loku úr svíni eða nýra úr systur sinni. Sem sagt manneskja sem eitthvað hefur verið átt við, lík- ama hennar og/eða líkamsstarfsemi hefur lítil- lega verið breytt. Hér hefur orðið skörun milli manneskju/mannslíkama og vélar, dýrs eða annarrar manneskju, og þessi skörun er af tæknilegum völdum. En sæborgin þarf ekki upphaflega að vera mennsk, hún getur líka verið vélversk, vélmenni, gervimenni eða jafn- vel dýr sem tekið hefur á sig mennsk einkenni. Þessi tegund sæborgar er í grundvallaratriðum tæknileg afurð sem á sér eigið líf, verður sjálf- stæð lífvera - eins og okkur finnst að tölvurnar okkar séu á stundum. Enn ein birtingarmynd sæborgarinnar er sú sem er farin að tengjast tækniumhverfinu nánum likamlegum böndum, hún upplifir sig sem órjúfanlegan hluta af tækninni, sem gegnsýrir allt hennar líf og lík- ama. Þessi gerð er í raun einskonar ýkt útgáfa af daglegum veruleika okkar og hún birtist fyrst og fremst í tuttugustu aldar bókmenntum og kvikmyndum. Verkamennirnir í Metropolis Fritz Lang frá 1927 eru af þessu tagi, þarsem líkamar þeirra eru samlagaðir vélunum - þetta form sæborgarínnar er í raun rökrétt framhald af færibandaiðnaðinum. Fyrsta og þriðja teg- undin er þegar til, en sú í miðjunni er ennþá fyrst og fremst til sem fantasía, hugmynd eða skáldskapur. Hún er saga, frásögn eða goðsaga, og eins og öll söguleg fyrirbæri, þá á hún sér sögu. Þessi saga snertir allar útgáfur sæborgarinnar. Og þá sögu ætla ég að rekja hér. Ættartala í textum Það er komin ákveðin hefð fyrir því að búa til sögu sæborgarinnar. í slíkri þörf birtist það við- horf að allt eigi sér sögu og upphaf og það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þessi saga mótar skilning okkar á fyrirbærinu.6 Á síð- ari árum hefur orðíð æ Ijósara hversu mikil áhrif bókmenntir, kvikmyndir og álíka menningaraf- urðir hafa haft á mótun tækniþróuninnar, útlit hennar, stefnu og svo auðvitað viðhorf okkar til tæknisamfélagsins. Það er einnig mikilvægt að átta sig á að sú útgáfa sem við þekkjum í nú- tímanum sprettur ekki fullsköpuð úr höfði vís- indamanna og/eða rithöfunda á tuttugustu öld, heldur hefur hún verið að mótast í aldanna rás í goðsögum og skáldskap. Því mun ég hér leggja höfuðáherslu á að rekja sögu sæborgar- innar fram að fyrstu áratugum tuttugustu aldar- innar, áður en hún varð að almennu viðfangs- efni í skáldskap, vísindum og kvikmyndum. Jafnframt kemur fram í þessari heimatilbúnu sögu minni að þrátt fyrir að sæborgin eins og hún er skilgreind af vísindamönnum (og í megninu af vísindaskáldskap) nú til dags sé harla ólík þeim verum sem ég fjalla um hér á eftir, álít ég að hægt sé að tala um fyrri mynd- birtingar gervimennisins eða vélmennisins sem sæborgir, og halda hugtakinu þannig mjög opnu. Flestar þeirra sæborga sem við þekkjum úr kvikmyndum í dag eru karlkyns, en þar fara fremstar í flokki karlhetjurnar ( Ro- bocop (1987), Terminator (I, 1984 og II, 1991) og Matrix (1999). En ein elsta hug- myndin um sæborgina er kvenkyns. Þeg- ar rakin er ættarsaga sæborgarinnar hefst hún yfirleitt á grísku goðsögunni af Pygmalion og Galateu. Pygmalion er lista- smiður sem hefur hvað eftir annað orðið fyrir vonbrigðum í ástamálum, svo hann sver af sér öll samskipti við konur, gerist kvenhatari og mótar styttu af hinni fullkomnu konu, sem hann verður síðan ástfanginn af. Hann biður ástargyðjuna Afródítu að gefa sér slíka konu og hún lífgar styttuna við. Kon- an/styttan var nefnd Galatea.7 Næst ber okkur niður á sextándu öld ( Prag. Þar hefur Rabbí Löwe skapað annan fyrirrenn- ara sæborgarinnar, Gólemið.8 Gólemið er ekki jafnþekkt og aðrar sæborgir, t.d. Frankenstein, en fyrirbærið er nú notað jöfnum höndum þeg- ar vísa á til vélvera af hverskyns tagi, eða bara samskipta manna og tækni.9 Einnig hefur gólemið orðið æ þekktara innan vísinda- og fantasíumenningar.10 Gólemið er líkt og Galatea einskonar myndastytta, mannvera mótuð úr leir sem síðan er lífguð með bókstöfum hebr- eska stafrófsins, í krafti dulspeki gyðinga. Hug- myndin er upphaflega úr trúarritum gyðinga, þarsem talað er um að í krafti þekkingar sinnar geti lærðir menn endurtekið sköpun guðs á Adam, en hann mun hafa verið mótaður úr hin- um rauða leir jarðar og síðan innblásinn af lífsanda guðs. Maðurinn getur að sjálfsögðu ekki gert nákvæmlega eins - aðeins guð getur úthlutað mennsku - en hann getur hermt eftir þessari sköpun og lífgað leirmenni sem er þá einskonar léleg eftirmynd Adams. Sagan um gólemið frá Prag er til í mörgum útgáf'um en grunnstefin eru þessi: I kjölfar vax- andi ofsókna Rúdolfs, þáverandi keisara, á hendur gyðingum var leitað til Rabbí Löwe um lausn. Hann ákvað að skapa gólem til að vernda gyðingana fyrir hermönnum Rúdolfs. Þess á milli var gólemið notað til heimilisstarfa. Á end- anum rann á gólemið berserksgangur og eftir að það hafði rokið um götur Prag, ógnað fólki og eyðilagt hvað sem á vegi þess varð var það aflífgað, og varð aftur að þeirri hrúgu af dufti og leir sem Rabbí Löwe hafði vakið það uppúr." i sögunni um gólemið frá Prag koma fram tvö mikilvæg atriði í umræðunni um sæborgina. Annarsvegar er það minnið um sæborgina sem vinnuafl eða hreinlega þræl, og hinsvegar kem- ur þarna fyrst fram sú ógn sem af sæborginni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: