Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 51
Ofan í hyldýpið? tmm bls. 49 hefur ræðupúlt Bandaríkjaforseta (sem er ein- stakt tæki Bandaríkjastjórnar til að láta rödd sína heyrast) verið notað af sérlegri útsjónar- semi af ríkisstjórn Bush, sér í lagi til að ná tök- um á ótta landsmanna sem gaus upp eftir árás- ina 11. september og beina honum að alls óskyldum áætlunum um árás á írak. Eitt mest ógnvekjandi atriðið varðandi stríðið gegn írak er sú staðreynd að um fjörutíu prósent Banda- ríkjamanna trúa því að Saddam Hussein hafi staðið á bak við árásirnar á New York og Was- hington. Og þá trú fólks hefur stjórn Bush gætt þess að næra án þess að fullyrða neitt með beinum hætti. Af hálfu Evrópubúa er við lýði það sem best mætti kalla fyrirhyggju varðandi hernaðarátök, afstöðu sem byggist á persónulegri upplifun af þeirri tortímingu sem allsherjarstríð veldur - en það er reynsla sem Bandaríkjamenn geta sjálf- sagt aldrei gert sér fyllilega í hugarlund. Þetta er afstaða sem varast ber að rugla saman við friðarstefnu undir hvítum fána, sem fordæmir stríð undir öllum kringumstæðum. Það er jafn yfirlætisfullt (eins og Kagan er tíðum) og það er beinlínis rangt að gefa f skyn að Evrópu- búar hafi ekkert lært af friðarsamningnum í Munchen og séu andsnúnir beitingu hervalds undir öllum kringumstæðum. Það er sennilega rétt að segja að sér í lagi eftir 11. september séu Bandaríkjamenn reiðubúnari en áður að grípa til vopna þegar þeim finnst sér ógnað. En ef við skoðum þetta mál í Ijósi stjórnmálamenn- ingar og almenningsálits, þá er þetta fremur smáræðis sprunga en stóreflisgjá, og þessi sprunga hefur fyrst og fremst myndast við ný- liðna atburði. Málið snýst ekki um það að Evr- ópubúar setji sig gegn beitingu valds undir öll- um kringumstæðum. Málið er heldur það að þeir heimta að verða sannfærðir um að vald- beitingin sé réttlætanleg sökum þeirrar ógnun- ar sem hún beinist gegn, og að sannarlega sé enginn annar kostur í stöðunni. Kagan er jafnvel enn fjær sanni í málflutningi sínum þegar hann heldur áfram að gera grein fyrir þeim andstæðu sjónarmiðum Bandaríkj- anna og Evrópu í varnarmálum sem hann telur sig svo ranglega hafa uppgötvað. Sem vænta má skellir hann skuldinni á Evrópubúa og gefur óbeint í skyn að það séu þeir sem hafi vikið frá fyrra samkomulagi, fremur en Bandaríkin eða jafnvel ríkisstjórn Bandaríkjanna. Hann finnur tvær meginástæður fyrir þessu meinta fráhvarfi Evrópubúa í anda Kants. Sú fyrri er hernaðar- legur vanmáttur, sem hann segir valda því að Evrópubúar hneigist fremur til diplómatískra lausna á vandamálum til að bæta sér upp van- máttinn. Auðvitað lætur hann hjá líða að nefna að hernaðarmáttur Evrópuríkja er nákvæmlega sniðinn að metnaði þessara sömu ríkja varð- andi varnir og utanríkisstefnu. Ef menn hafa ekki að keppikefli að vera alheimslögregla held- ur eingöngu að verja land sitt árás, þá þurfa þeir ekki að koma sér upp hernaðarmætti af þeim toga sem Bandarlkjamenn hafa gert. Ef ríki manns er ólíklegt til að ana út í feigðarflan í fjar- lægum löndum, þá er geta þess til að beita valdi - eitt af því sem helst er talið veikleiki á herjum Evrópu - eins og Bandaríkin geta gert orðin dýr munaður (sem Bretar og Frakkar halda þó áfram að veita sér í einhverjum mæli, þótt auðvitað sé í mun minni mæli en hjá Bandaríkjamönnum). Af öllum staðhæfingum Kagans er þó sjálf- sagt torkennilegust síðari skýring hans á því hve Evrópubúar hafi gerst „deigir". [ þeim efn- um heldur hann því fram að sú viðleitni síðustu hálfu aldar að koma á fót ýmiss konar stofnun- um, sem náð hafi hámarki með Evrópusam- bandinu, hafi skilað svo góðum árangri í að koma á friði í álfunni að Evrópubúar hafi tekið að trúa því að þetta væri uppskrift sem gagnað- ist heiminum öllum. Ekki aðeins sé þeim í mun að miðla þeirri hugmynd til annarra heimsálfa sem valkosti við hernaðarátök, heldur sé þeim sérlega umhugað um að hvergi brjótist út átök, því slíkar styrjaldir geti valdið efa um samein- ingarhugmyndina sjálfa. Og ekki bara í Afríku eða Asíu heldur líka heima hjá þeim sjálfum. Ef hin heimspekilega (kantíska) áætlun bregst í írak eða Norður-Kóreu, heldur Kagan fram, þá eru sjálf sameining og friður Evrópu orðin brot- hætt. Og ef það gerist - guð forði okkur - þá erum við lent aftur í þýska vandamálinu. Ef þetta hljómar ósennilega, þá er það vegna þess að það er ósatt. Látum vera að margar or- sakir hafi stuðlað að myndum og viðhaldi varan- legs friðar í Evrópu á 20. öld, þar á meðal kalda stríðið, vera bandarískra hersveita á meginland- inu, fremur almenn velmegun, fælingarmáttur breskra og franskra kjarnorkuvopna, og ein- skær þreytan á og lærdómurinn af eyðilegging- unni sem fylgdi tveimur tortímandi heimsstyrj- öldum hjá jafnmörgum kynslóðum. Raunar gæti manni fyrirgefist að álykta af öllum þess- um staðreyndum að eining Evrópu væri veiga- minnsti þátturinn sem hindrað hefði að stríð brytist út að nýju í álfunni. Hvað sem því líður má heldur ekki líta fram hjá því að Evrópubúar eru talsvert minna uppveðraðir yfir Evrópusam- bandinu en Kagan vill að við höldum. Niður- stöður kannana sýna hvað eftir annað að flest- ir almennir borgarar vita næsta lítið um þær yf- irþjóðlegu stjórnir sem með málefni þeirra fara, og hafa ekki mikið meiri áhuga á því. Það sem meira er, hvenær sem er væri allstórum hluta þeirra hreint ekki á móti skapi að þessum yfir- stjórnum væri kastað fyrir róða í einu lagi. En enda þótt við lítum framhjá öllum þessum rang- túlkunum, er þá trúlegt í raun að Evrópubúar séu ekki skynugri en svo í alþjóðastjórnmálum að þeir geri sér ekki Ijóst að ef lausnir á vegum alþjóðastofnana bregðast t.d. í Kongó, þá geti þessar sömu lausnir samt skilað árangri í Vest- ur-Evrópu? Þetta ágæta fólk í Evrópu - sama fólk og var enn með nýlendur í fjarlægum lönd- um fyrir svona fjörutíu árum - er það svo þjak- að af vanmáttarkennd að því sé fyrirmunað að trúa því að stjórnmálaþroski þess og félagsleg færni sé lengra á veg komin en hjá írökum eða Kongóbúum eða Alsírbúum, eins þótt slíkt sjónarmið kunni að þykja yfirlætisfullt? Svo málið sé dregið saman, þá er fyrsta ástæðan til að vera þreyttur á kenningu Kagans sú að hann gerir sig sekan um fremur alvarleg- ar villur, bæði hreinar staðreyndavillur og í túlk- un staðreynda. En hin ástæðan fyrir því að hug- myndir Kagans eru vafasamar veldur þó talsvert meiri áhyggjum en einfaldar villur hans varðandi staðreyndir og túlkanir þeirra. Hún er sú hvað hann er alltumgínandi í pólitískri umræðu dags- ins. Kagan er alls staðar núna og meira að segja gagnrýnendur hans hafa ekki gert sér Ijósa hina veigameiri hættu sem felst í því að hann skuli vera alls staðar og allt um kring og jafnframt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: