Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 57
Ofan í hyldýpið? tmm bls. 55
um grundvallaratriði eins og frelsi, lýðræði,
mannréttindi og friðsamlega lausn mála og þau
gerðu þetta ekki fyrr en nú nýverið, í tíð ríkis-
stjórnar Bush. Fremur en að heimfæra núver-
andi gjá milli ríkjanna beggja vegna Atlantshafs-
ins upp á ótrúverðugt langtímarof milli tveggja
menningarheima líkt og þegar land rekur sund-
ur, þá er mun hyggilegra að skilja það sem nú
á sér stað sem einfaldan pólitískan ágreining.
Evrópa er ekki gengin af göflunum og farin að
lifa í draumaheimi þar sem aldrei kemur neitt
slæmt fyrir. Málið er fremur það að ríkisstjórn
Bush hefur eyðilagt jafnvel smæstu mála-
myndasáttmála sem varða skynsamlega um-
gengni við náttúruna með því að draga sig frá
Kyoto-bókuninni og bjóða engan annan valkost
í stöðunni. Málið er fremur það að stjórn Bush
hefur rifið í tætlur ABM-samninginn, sem
margar Evrópuþjóðir litu á sem grundvöll að ör-
yggi í heiminum. Fremur það að Bush hefur
ekki aðeins dregið Bandaríkin út úr alþjóðlega
stríðsglæpadómstólnum, stofnun sem nýtur
lýðhylli í Evrópu og er á nógu almennt viður-
kenndu svæði til þess að Bill Clinton léði henni
nafn sitt, heldur hefur einnig neytt allra ráða til
að knýja og ginna Evrópuríki sem önnur ríki til
að undanskilja bandaríska borgara frá lögsögu
hans (og núna, þegar Bandaríkin hafa ráðist inn
í írak, klárlega í trássi við alþjóðalög þá sjáum
við hvers vegna). Fremur það að Bush hefur
virt að vettugi viðtekin forgangsatriði í alþjóða-
stjórnmálum sem býsna víðtækur skilningur
rikir um eins og málefni Palestínu og Norður-
Kóreu, sem jafnt Evrópuríki sem Bandaríkin fyr-
ir stjórnartíð Bush litu á sem brýn úrlausnarmál.
Og fremur en að útskýra núverandi sundur-
þykkju Vesturlanda út frá einhverju hugmynda-
fræðilegu villuráfi Evrópuþjóðanna, þá er miklu
nær sanni að skilja hana fyrst og fremst sem af-
leiðingu af þráhyggju Bush gagnvart Saddam
Hussein og írak, sem er meira að segja leyft að
leysa upp fimmtíu (eða jafnvel hundrað) ára
gömul alþjóðleg tengsl og stofnanir og eyði-
leggja þannig samskipti Bandaríkjanna og Evr-
ópulanda, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóð-
irnar, Nató og kannski fleira. Þar sem ekki kom
til storkun af hálfu Iraka eða raunveruleg ógn,
þá hafa Evrópubúar litið á þetta sem klárt brot
á því sem áður var sameiginlegt sjónarmið
þessara ríkja, að grípa ekki til ofbeldis nema í
augljósu varnarskyni.
Að endingu, eins og til að snúa hnífnum í sár-
inu, þá hefur allt það sem hér var nefnt að
framan auðvitað ekki gerst af einhverri knýjandi
nauðsyn undir for-
merkjum iðrunar eða
vegna þess að enginn
raunhæfur kostur byð-
ist, heldur hefur það í
fyllsta máta markast
af óvéfengjanlegum
hroka og lítilsvirð-
ingu af hálfu Bush og
nánustu samstarfs-
manna hans. Fremur
lítilsvirðandi orð Don-
alds Rumsfelds um
„hina gömlu Evrópu"
voru aðeins eitt af
Ijósari ummerkjunum
um þetta viðhorf. Það
er ekki erfitt fyrir Evrópubúa að ná merkingu
þessara skilaboða (satt að segja gæti verið
miklu erfiðara að gera það ekki), þ.e. að hinir
gömlu bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafs-
bandalaginu fari ekki svo mjög í taugarnar á
Bush og klíku hans, heldur einfaldlega og án
þess að þeir blygðist sín fyrir það skipti þeir þá
ekki máli. Manni er jafnvel vorkunn að þykjast
merkja vissa kæti yfir árangursríkri viðleitni
þeirra við að losa sig undan hömlum Evrópuríkj-
anna á forgangsröð Bandaríkjanna í utanríkis-
málum, og sömuleiðis enga smákæti yfir því að
geta snúið upp á nefið á óþurftarpésunum frá
Venus í leiðinni.
Hvort sem stjórn Bush er nú skemmt eður
ei, þá er málið í stærra samhengi það að hún
hefur sveigt með gagngerum hætti frá þeim
áherslum sem tíðkast hafa í bandarískri utanrík-
isstefnu. Hún er nú einhliða og herská á máta
sem hún var ekki einu sinni í tíð Ronalds Reag-
ans, og hún vísar frá allri gagnrýni eða hunsar
hana (ef ekkí refsar fyrir hana), hvort sem sú
gagnrýni kemur frá Evrópu eður ei. Það er
þetta frávik frá fordæmum Bandaríkjamanna
sjálfra, og um leið viðlíka frávik frá því sem áður
var sáttmáli Atlantshafsríkjanna sem hefur
valdið klofningi í hinum vestræna heimi. Málið
er ekki það, eins og Kagan heldur fram, að Evr-
ópubúar hafi snúið baki við skilmálanum, og ef
þeir hefðu gert það hefði það sannarlega ekki
verið af þeím ólíklegu ástæðum sem orð hans
fela í sér. Ef manni gengur eitthvað annað til en
látið er uppi, þá er auðvitað vel hægt að hylja
smærri ágalla eins og andstæðar fræðilegar
niðurstöður og gallaða greiningu
með þrætubókarlist. Svo virðist
sem Kagan hafi einmitt verið að
reyna þetta, með allnokkrum ár-
angri, í því skyni að leggja fram
afsökun fyrir stjórn Bush og póli-
tískt og vitsmunalegt skálkaskjól
fyrir umdeilanlega stefnu henn-
ar.
Lokaorð
Allt þetta gefur bæði tilefni til að
vera vongóður og vondaufur. Ef
maður vill að mál „snúist aftur til
eðlilegs horfs" í samskiptum
Evrópu og Bandaríkjanna, þá er
mun skárra að núverandi vandi
skuli vera afleiðing af stefnu og stjórn en ein-
hverju allsherjar landreki í hinu pólitíska lands-
lagi. Það er að segja að því gefnu að ekki hljót-
ist of mikill skaði af meðan á því stendur (og
það gæti reynst fremur veikt haldreipi), stefn-
um og ríkisstjórnum er hægt að skipta út en
það er mun erfiðara að sporna við menningar-
legum umbreytingum. Enn sem komið er halda
Evrópubúar að minnsta kosti áfram að gera
greinarmun á Bandaríkjamönnum og ríkisstjórn
þeirra, þótt á meðan vinsældir George W. Bush
haldast óskertar og hann og aðrir róttækir
hægrimenn eru kosnir aftur og aftur til emb-
ætta sinna, þá séu æ færri staðreyndir tiltækar
til að styðja þann greinarmun og umburðarlyndi
Evrópubúa láti æ meira á sjá. Bush vann ekki
beinlínis kosningarnar árið 2000 á einhvern
þann máta sem með réttu má kalla lýðræðis-
legan, en hann komst þó ótrúlega nálægt því
(og fimm manna blokk íhaldsmanna í hæsta-
rétti sá um það sem á vantaði). Menn hans
unnu hins vegar árið 2002, sem er ekki lítill
ávinningur af áðurnefndum ástæðum.
Á einhverjum tímapunkti verður hins vegar
óverjandi sú kurteisi að ásaka Bandaríkjamenn
ekki fyrir framferði ríkisstjórnar sinnar, og þá
mun vissulega hafa myndast menningarleg gjá
milli Vesturlanda fyrir alvöru. (Ef gjáin verður of
djúp, þá verður satt að segja ekki einu sinni
lengur hægt að notast við slíka skilgreiningu,
því þá verða Vesturlönd ekki lengur til nema
Evrópa er ekki
gengin af göflunum
og farin að lifa í
draumaheimi þar
sem aldrei kemur
neitt slæmt fyrir.